Ástríðan í sögunum kom á óvart Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. ágúst 2014 10:30 "Munro hefur gefið út fjórtán smásagnasöfn og ég ætla náttúrlega ekki að hætta fyrr en ég er búin að lesa þau öll,“ segir Silja. Fréttablaðið/Arnþór „Ég held ég hafi átt von á því að lesa svolítið alvarlegar sögur um grimmileg örlög og tilvistarvandamál mannsins en það sem kom mér á óvart var hvað þær eru ástríðufullar. Þarna eru konur í framhjáhaldi hægri vinstri. Munro sýnir hvað allt er hverfult – hvernig ástin og girndin getur umturnað lífi fólks á einu andartaki. Örlögin eru svo margvísleg sem manneskjurnar mæta í sögunum hennar að manni finnst maður hafa lesið heila bók þegar maður er búinn með þær lengstu.“ Þetta segir Silja Aðalsteinsdóttir þegar hún er spurð hvað henni þyki einkenna smásögur Alice Munro en Silja hefur nýlokið við að þýða nýjustu bók Munro, Dear Life, sem á íslensku heitir Lífið að leysa. Bókin kom út á frummálinu 2012 en Silja kveðst ekki hafa verið byrjuð á þýðingunni þegar Munro hlaut Nóbelinn 10. október 2013, fyrst Kanadamanna. „Ég var samt svo bráðheppin að ég var búin að lesa þessa bók. Ég hafði satt að segja ekki lesið Munro áður en Ólafur Jóhann Ólafsson sendi mér Dear Life þegar hún var alveg nýútkomin, meira að segja áritaða af frúnni sjálfri. Ég las hana og fannst hún gasalega skemmtileg. Ég hætti að vinna hjá Forlaginu um síðustu áramót og þegar ég fékk það sem skilnaðargjöf að fá að þýða hana varð ég yfir mig ánægð.“ Hún kveðst þó hafa vitað af Munro áður vegna áhuga fólks á að þýða hana fyrir Forlagið. „Svar Forlagsins var alltaf að það væri ekki nógu mikil sala í smásagnasöfnum, allra síst þýddum, því framleiðslukostnaður á þýddri bók er mun hærri en á frumsaminni bók vegna þýðingarlauna sem þarf að greiða við skil,“ útskýrir hún. Silja segir þýðinguna hafa verið snúna þótt textinn sé á alþýðlegu máli. „Munro tálgar sögurnar svo mikið að stundum var ég í vandræðum með að vita hvað hún átti við. Auðvitað get ég ekki lofað því að ég hafi alltaf skilið hana rétt en ég hafði kanadíska konu á hliðarlínunni, hana Kenevu Kunz, sem er snillingur í íslensku líka. Hún býr hér en er fædd og uppalin í Kanada og þó að hún sé miklu yngri en Munro gat hún hjálpað mér með margt í sambandi við kanadískar aðstæður sem ég sá ekki fyrir mér. Svo er Munro lifandi og starfandi núna þannig að það er ekki búið að gefa út bækur um hana með glósum. Þegar maður þýðir 19. aldar skáldsögur, eins og ég hef gert áður, þá eru til fjölmargar útgáfur af hverri bók og með skýringum, meira að segja sérstakar skýringarbækur en þeim er ekki til að dreifa með svona nýjan höfund.“ Alice Munro hefur látið hafa eftir sér að hún sé hætt að skrifa. Nú ætli hún bara að vera venjuleg manneskja og ekki með hugann sífellt í öðrum heimum. „Hún er auðvitað orðin áttatíu og þriggja ára gömul en ef marka má ný viðtöl við hana þá er hún alveg skínandi klár í kollinum og aldrei að vita nema hún endurskoði þessa ákvörðun,“ segir Silja sem þegar hefur lesið níu bækur eftir Munro og búin að taka upp þá tíundu. „Munro hefur gefið út fjórtán smásagnasöfn og ég ætla náttúrlega ekki að hætta fyrr en ég er búin að lesa þau öll,“ segir hún. Spurningunni um hvort hún ætli að halda áfram að þýða hana svarar hún: „Það er allt undir því komið hvort þessi bók gengur vel. Það verður að láta á það reyna.“ Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Sjá meira
„Ég held ég hafi átt von á því að lesa svolítið alvarlegar sögur um grimmileg örlög og tilvistarvandamál mannsins en það sem kom mér á óvart var hvað þær eru ástríðufullar. Þarna eru konur í framhjáhaldi hægri vinstri. Munro sýnir hvað allt er hverfult – hvernig ástin og girndin getur umturnað lífi fólks á einu andartaki. Örlögin eru svo margvísleg sem manneskjurnar mæta í sögunum hennar að manni finnst maður hafa lesið heila bók þegar maður er búinn með þær lengstu.“ Þetta segir Silja Aðalsteinsdóttir þegar hún er spurð hvað henni þyki einkenna smásögur Alice Munro en Silja hefur nýlokið við að þýða nýjustu bók Munro, Dear Life, sem á íslensku heitir Lífið að leysa. Bókin kom út á frummálinu 2012 en Silja kveðst ekki hafa verið byrjuð á þýðingunni þegar Munro hlaut Nóbelinn 10. október 2013, fyrst Kanadamanna. „Ég var samt svo bráðheppin að ég var búin að lesa þessa bók. Ég hafði satt að segja ekki lesið Munro áður en Ólafur Jóhann Ólafsson sendi mér Dear Life þegar hún var alveg nýútkomin, meira að segja áritaða af frúnni sjálfri. Ég las hana og fannst hún gasalega skemmtileg. Ég hætti að vinna hjá Forlaginu um síðustu áramót og þegar ég fékk það sem skilnaðargjöf að fá að þýða hana varð ég yfir mig ánægð.“ Hún kveðst þó hafa vitað af Munro áður vegna áhuga fólks á að þýða hana fyrir Forlagið. „Svar Forlagsins var alltaf að það væri ekki nógu mikil sala í smásagnasöfnum, allra síst þýddum, því framleiðslukostnaður á þýddri bók er mun hærri en á frumsaminni bók vegna þýðingarlauna sem þarf að greiða við skil,“ útskýrir hún. Silja segir þýðinguna hafa verið snúna þótt textinn sé á alþýðlegu máli. „Munro tálgar sögurnar svo mikið að stundum var ég í vandræðum með að vita hvað hún átti við. Auðvitað get ég ekki lofað því að ég hafi alltaf skilið hana rétt en ég hafði kanadíska konu á hliðarlínunni, hana Kenevu Kunz, sem er snillingur í íslensku líka. Hún býr hér en er fædd og uppalin í Kanada og þó að hún sé miklu yngri en Munro gat hún hjálpað mér með margt í sambandi við kanadískar aðstæður sem ég sá ekki fyrir mér. Svo er Munro lifandi og starfandi núna þannig að það er ekki búið að gefa út bækur um hana með glósum. Þegar maður þýðir 19. aldar skáldsögur, eins og ég hef gert áður, þá eru til fjölmargar útgáfur af hverri bók og með skýringum, meira að segja sérstakar skýringarbækur en þeim er ekki til að dreifa með svona nýjan höfund.“ Alice Munro hefur látið hafa eftir sér að hún sé hætt að skrifa. Nú ætli hún bara að vera venjuleg manneskja og ekki með hugann sífellt í öðrum heimum. „Hún er auðvitað orðin áttatíu og þriggja ára gömul en ef marka má ný viðtöl við hana þá er hún alveg skínandi klár í kollinum og aldrei að vita nema hún endurskoði þessa ákvörðun,“ segir Silja sem þegar hefur lesið níu bækur eftir Munro og búin að taka upp þá tíundu. „Munro hefur gefið út fjórtán smásagnasöfn og ég ætla náttúrlega ekki að hætta fyrr en ég er búin að lesa þau öll,“ segir hún. Spurningunni um hvort hún ætli að halda áfram að þýða hana svarar hún: „Það er allt undir því komið hvort þessi bók gengur vel. Það verður að láta á það reyna.“
Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Sjá meira