Aulahrollur mennskunnar Bjarni Karlsson skrifar 18. ágúst 2014 07:00 Hugsið ykkur ef ríkisútvarpið markaði þá stefnu að sjálfsagt væri að fjalla um ástir manna og ástarlíf en frá og með 1. september yrði frekari ástarjátningum ekki útvarpað. Tjáningu ástar í lögum og ljóðum yrði hætt í ljósi nútímaviðhorfa þar sem kynhneigð manna sé svo margvísleg sem raun ber vitni og fólk verði seint ásátt um stefnu og inntak ástarjátninga. Um leið væri þess getið að hefja skuli til vegs vandaða dagskrárgerð um ástina sem fyrirbæri og hún skoðuð frá mörgum áhugaverðum sjónarhornum í meðförum fróðra aðila. Fjölmiðlar eru mannlífstorg. Torg eru staðir þar sem áhugavert er að koma og njóta þeirra ögrunar sem í því felst að sýna sig og sjá aðra. Þar hittum við fyrir fólk sem okkur langar kannske ekkert að líkjast en vekur forvitni okkar og þegar þau horfa á móti grunar okkur að þeim líði eins. Á torginu bera sumir fram varning til sölu, aðrir hefja upp raust sína og vilja fá ahtygli eða einmitt ekki. En hvernig sem atferli okkar er þá erum við öll komin á torgið til þess að spegla okkur í annara augum. Við erum ólæknandi félagsverur, við þurfum að sjást og þekkjast og okkur fýsir að kannast við náungann þótt ekki væri til annars en að að vera örugglega öðruvísi en hann. Fjölmiðlar eru einmitt torg í þessum skilningi, þeir eru vettvangur speglunar og hafa því hlutverki að gegna að birta myndir af samfélaginu þannig að einstaklingar og hópar sjái sjálfa sig og alla hina og gagnkvæm þekking og viðurkenning fái að þróast manna í millum. Ef útvarp allra landsmanna ákvæði að hætta útvörpun ástarjátninga en efla umfjöllun um ástina sem fyrirbæri væri stofnunin að loka aðgengi að mikilvægu svæði á sínu torgi. Við erum öll ástleitandi á einhvern hátt og þótt Wikipedia sé aldeilis ágæt þá nægir alfræðibókin okkur ekki er kemur að ástarmálum. Tjáning ástar og tjáning hins kynferðislega er órjúfanlegur liður í mannlegu atferli jafnvel þótt allir viti að fá málefni hafi hærra flækjustig, heimskustuðul og aulahroll. Væri fyrir þetta skrúfað hjá Rúv með banni við ástarjátningum eða beinni tjáningu á kynferðislegri þrá í nafni nútímaviðhorfa væri um þöggun að ræða, skort á félagslegu innsæi og augljósa vanþekkingu á hlutverki fjölmiðils í almanna eigu. Við þurfum að heyra ástarmál, orðræðu hins kynferðislega, því það er mikilvægur liður í þekkingu okkar á lífinu. Trúalíf á það sammerkt með ástarlífi að það er sammannlegt enda þótt flækjustigið sé hátt og heimskustuðullinn og aulahrollurinn æpandi. Við erum tegund sem leitar út fyrir sjálfa sig í bæn, mænir og vonar til himins. Við getum ekki að því gert að við þráum handanveruna og eigum í hjarta okkar einhverja von sem deyr ekki jafn vel þótt öll rök mæli gegn henni og öll sund virðist lokuð. Og við sem iðkum bæn og þekkjum hvernig hún megnar að færa frið og fögnuð inn í fáránlegustu aðstæður munum halda áfram að biðja svo lengi sem hjartað höktir í brjósti okkar. Við getum ekki annað og viljum ekki annað. Bænin er ekki fyrirbæri sem dugar að fjalla um efnislega. Veruleika bænar í mannlífinu verður ekki sýndur sómi með vandaðri dagskrárgerð sérfræðinga. Það er heilun að heyra bænir og bænamál annara. Það græðir okkur að innan að hlýða á einlæga bæn og jafnvel þótt hún sé aulaleg, ómenningarleg eða heimsk þá er hún mikilvægur liður í þekkingu okkar á lífinu. Það er í þessu ljósi sem ég tel ákvörðun dagskrárstjórnenda Rúv að hætta útvörpun á morgun- og kvöldbænum vera þöggun, skort á félagslegu innsæi og vanþekkingu á hlutverki fjölmiðils í almannaeigu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Hugsið ykkur ef ríkisútvarpið markaði þá stefnu að sjálfsagt væri að fjalla um ástir manna og ástarlíf en frá og með 1. september yrði frekari ástarjátningum ekki útvarpað. Tjáningu ástar í lögum og ljóðum yrði hætt í ljósi nútímaviðhorfa þar sem kynhneigð manna sé svo margvísleg sem raun ber vitni og fólk verði seint ásátt um stefnu og inntak ástarjátninga. Um leið væri þess getið að hefja skuli til vegs vandaða dagskrárgerð um ástina sem fyrirbæri og hún skoðuð frá mörgum áhugaverðum sjónarhornum í meðförum fróðra aðila. Fjölmiðlar eru mannlífstorg. Torg eru staðir þar sem áhugavert er að koma og njóta þeirra ögrunar sem í því felst að sýna sig og sjá aðra. Þar hittum við fyrir fólk sem okkur langar kannske ekkert að líkjast en vekur forvitni okkar og þegar þau horfa á móti grunar okkur að þeim líði eins. Á torginu bera sumir fram varning til sölu, aðrir hefja upp raust sína og vilja fá ahtygli eða einmitt ekki. En hvernig sem atferli okkar er þá erum við öll komin á torgið til þess að spegla okkur í annara augum. Við erum ólæknandi félagsverur, við þurfum að sjást og þekkjast og okkur fýsir að kannast við náungann þótt ekki væri til annars en að að vera örugglega öðruvísi en hann. Fjölmiðlar eru einmitt torg í þessum skilningi, þeir eru vettvangur speglunar og hafa því hlutverki að gegna að birta myndir af samfélaginu þannig að einstaklingar og hópar sjái sjálfa sig og alla hina og gagnkvæm þekking og viðurkenning fái að þróast manna í millum. Ef útvarp allra landsmanna ákvæði að hætta útvörpun ástarjátninga en efla umfjöllun um ástina sem fyrirbæri væri stofnunin að loka aðgengi að mikilvægu svæði á sínu torgi. Við erum öll ástleitandi á einhvern hátt og þótt Wikipedia sé aldeilis ágæt þá nægir alfræðibókin okkur ekki er kemur að ástarmálum. Tjáning ástar og tjáning hins kynferðislega er órjúfanlegur liður í mannlegu atferli jafnvel þótt allir viti að fá málefni hafi hærra flækjustig, heimskustuðul og aulahroll. Væri fyrir þetta skrúfað hjá Rúv með banni við ástarjátningum eða beinni tjáningu á kynferðislegri þrá í nafni nútímaviðhorfa væri um þöggun að ræða, skort á félagslegu innsæi og augljósa vanþekkingu á hlutverki fjölmiðils í almanna eigu. Við þurfum að heyra ástarmál, orðræðu hins kynferðislega, því það er mikilvægur liður í þekkingu okkar á lífinu. Trúalíf á það sammerkt með ástarlífi að það er sammannlegt enda þótt flækjustigið sé hátt og heimskustuðullinn og aulahrollurinn æpandi. Við erum tegund sem leitar út fyrir sjálfa sig í bæn, mænir og vonar til himins. Við getum ekki að því gert að við þráum handanveruna og eigum í hjarta okkar einhverja von sem deyr ekki jafn vel þótt öll rök mæli gegn henni og öll sund virðist lokuð. Og við sem iðkum bæn og þekkjum hvernig hún megnar að færa frið og fögnuð inn í fáránlegustu aðstæður munum halda áfram að biðja svo lengi sem hjartað höktir í brjósti okkar. Við getum ekki annað og viljum ekki annað. Bænin er ekki fyrirbæri sem dugar að fjalla um efnislega. Veruleika bænar í mannlífinu verður ekki sýndur sómi með vandaðri dagskrárgerð sérfræðinga. Það er heilun að heyra bænir og bænamál annara. Það græðir okkur að innan að hlýða á einlæga bæn og jafnvel þótt hún sé aulaleg, ómenningarleg eða heimsk þá er hún mikilvægur liður í þekkingu okkar á lífinu. Það er í þessu ljósi sem ég tel ákvörðun dagskrárstjórnenda Rúv að hætta útvörpun á morgun- og kvöldbænum vera þöggun, skort á félagslegu innsæi og vanþekkingu á hlutverki fjölmiðils í almannaeigu.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun