Aulahrollur mennskunnar Bjarni Karlsson skrifar 18. ágúst 2014 07:00 Hugsið ykkur ef ríkisútvarpið markaði þá stefnu að sjálfsagt væri að fjalla um ástir manna og ástarlíf en frá og með 1. september yrði frekari ástarjátningum ekki útvarpað. Tjáningu ástar í lögum og ljóðum yrði hætt í ljósi nútímaviðhorfa þar sem kynhneigð manna sé svo margvísleg sem raun ber vitni og fólk verði seint ásátt um stefnu og inntak ástarjátninga. Um leið væri þess getið að hefja skuli til vegs vandaða dagskrárgerð um ástina sem fyrirbæri og hún skoðuð frá mörgum áhugaverðum sjónarhornum í meðförum fróðra aðila. Fjölmiðlar eru mannlífstorg. Torg eru staðir þar sem áhugavert er að koma og njóta þeirra ögrunar sem í því felst að sýna sig og sjá aðra. Þar hittum við fyrir fólk sem okkur langar kannske ekkert að líkjast en vekur forvitni okkar og þegar þau horfa á móti grunar okkur að þeim líði eins. Á torginu bera sumir fram varning til sölu, aðrir hefja upp raust sína og vilja fá ahtygli eða einmitt ekki. En hvernig sem atferli okkar er þá erum við öll komin á torgið til þess að spegla okkur í annara augum. Við erum ólæknandi félagsverur, við þurfum að sjást og þekkjast og okkur fýsir að kannast við náungann þótt ekki væri til annars en að að vera örugglega öðruvísi en hann. Fjölmiðlar eru einmitt torg í þessum skilningi, þeir eru vettvangur speglunar og hafa því hlutverki að gegna að birta myndir af samfélaginu þannig að einstaklingar og hópar sjái sjálfa sig og alla hina og gagnkvæm þekking og viðurkenning fái að þróast manna í millum. Ef útvarp allra landsmanna ákvæði að hætta útvörpun ástarjátninga en efla umfjöllun um ástina sem fyrirbæri væri stofnunin að loka aðgengi að mikilvægu svæði á sínu torgi. Við erum öll ástleitandi á einhvern hátt og þótt Wikipedia sé aldeilis ágæt þá nægir alfræðibókin okkur ekki er kemur að ástarmálum. Tjáning ástar og tjáning hins kynferðislega er órjúfanlegur liður í mannlegu atferli jafnvel þótt allir viti að fá málefni hafi hærra flækjustig, heimskustuðul og aulahroll. Væri fyrir þetta skrúfað hjá Rúv með banni við ástarjátningum eða beinni tjáningu á kynferðislegri þrá í nafni nútímaviðhorfa væri um þöggun að ræða, skort á félagslegu innsæi og augljósa vanþekkingu á hlutverki fjölmiðils í almanna eigu. Við þurfum að heyra ástarmál, orðræðu hins kynferðislega, því það er mikilvægur liður í þekkingu okkar á lífinu. Trúalíf á það sammerkt með ástarlífi að það er sammannlegt enda þótt flækjustigið sé hátt og heimskustuðullinn og aulahrollurinn æpandi. Við erum tegund sem leitar út fyrir sjálfa sig í bæn, mænir og vonar til himins. Við getum ekki að því gert að við þráum handanveruna og eigum í hjarta okkar einhverja von sem deyr ekki jafn vel þótt öll rök mæli gegn henni og öll sund virðist lokuð. Og við sem iðkum bæn og þekkjum hvernig hún megnar að færa frið og fögnuð inn í fáránlegustu aðstæður munum halda áfram að biðja svo lengi sem hjartað höktir í brjósti okkar. Við getum ekki annað og viljum ekki annað. Bænin er ekki fyrirbæri sem dugar að fjalla um efnislega. Veruleika bænar í mannlífinu verður ekki sýndur sómi með vandaðri dagskrárgerð sérfræðinga. Það er heilun að heyra bænir og bænamál annara. Það græðir okkur að innan að hlýða á einlæga bæn og jafnvel þótt hún sé aulaleg, ómenningarleg eða heimsk þá er hún mikilvægur liður í þekkingu okkar á lífinu. Það er í þessu ljósi sem ég tel ákvörðun dagskrárstjórnenda Rúv að hætta útvörpun á morgun- og kvöldbænum vera þöggun, skort á félagslegu innsæi og vanþekkingu á hlutverki fjölmiðils í almannaeigu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Hugsið ykkur ef ríkisútvarpið markaði þá stefnu að sjálfsagt væri að fjalla um ástir manna og ástarlíf en frá og með 1. september yrði frekari ástarjátningum ekki útvarpað. Tjáningu ástar í lögum og ljóðum yrði hætt í ljósi nútímaviðhorfa þar sem kynhneigð manna sé svo margvísleg sem raun ber vitni og fólk verði seint ásátt um stefnu og inntak ástarjátninga. Um leið væri þess getið að hefja skuli til vegs vandaða dagskrárgerð um ástina sem fyrirbæri og hún skoðuð frá mörgum áhugaverðum sjónarhornum í meðförum fróðra aðila. Fjölmiðlar eru mannlífstorg. Torg eru staðir þar sem áhugavert er að koma og njóta þeirra ögrunar sem í því felst að sýna sig og sjá aðra. Þar hittum við fyrir fólk sem okkur langar kannske ekkert að líkjast en vekur forvitni okkar og þegar þau horfa á móti grunar okkur að þeim líði eins. Á torginu bera sumir fram varning til sölu, aðrir hefja upp raust sína og vilja fá ahtygli eða einmitt ekki. En hvernig sem atferli okkar er þá erum við öll komin á torgið til þess að spegla okkur í annara augum. Við erum ólæknandi félagsverur, við þurfum að sjást og þekkjast og okkur fýsir að kannast við náungann þótt ekki væri til annars en að að vera örugglega öðruvísi en hann. Fjölmiðlar eru einmitt torg í þessum skilningi, þeir eru vettvangur speglunar og hafa því hlutverki að gegna að birta myndir af samfélaginu þannig að einstaklingar og hópar sjái sjálfa sig og alla hina og gagnkvæm þekking og viðurkenning fái að þróast manna í millum. Ef útvarp allra landsmanna ákvæði að hætta útvörpun ástarjátninga en efla umfjöllun um ástina sem fyrirbæri væri stofnunin að loka aðgengi að mikilvægu svæði á sínu torgi. Við erum öll ástleitandi á einhvern hátt og þótt Wikipedia sé aldeilis ágæt þá nægir alfræðibókin okkur ekki er kemur að ástarmálum. Tjáning ástar og tjáning hins kynferðislega er órjúfanlegur liður í mannlegu atferli jafnvel þótt allir viti að fá málefni hafi hærra flækjustig, heimskustuðul og aulahroll. Væri fyrir þetta skrúfað hjá Rúv með banni við ástarjátningum eða beinni tjáningu á kynferðislegri þrá í nafni nútímaviðhorfa væri um þöggun að ræða, skort á félagslegu innsæi og augljósa vanþekkingu á hlutverki fjölmiðils í almanna eigu. Við þurfum að heyra ástarmál, orðræðu hins kynferðislega, því það er mikilvægur liður í þekkingu okkar á lífinu. Trúalíf á það sammerkt með ástarlífi að það er sammannlegt enda þótt flækjustigið sé hátt og heimskustuðullinn og aulahrollurinn æpandi. Við erum tegund sem leitar út fyrir sjálfa sig í bæn, mænir og vonar til himins. Við getum ekki að því gert að við þráum handanveruna og eigum í hjarta okkar einhverja von sem deyr ekki jafn vel þótt öll rök mæli gegn henni og öll sund virðist lokuð. Og við sem iðkum bæn og þekkjum hvernig hún megnar að færa frið og fögnuð inn í fáránlegustu aðstæður munum halda áfram að biðja svo lengi sem hjartað höktir í brjósti okkar. Við getum ekki annað og viljum ekki annað. Bænin er ekki fyrirbæri sem dugar að fjalla um efnislega. Veruleika bænar í mannlífinu verður ekki sýndur sómi með vandaðri dagskrárgerð sérfræðinga. Það er heilun að heyra bænir og bænamál annara. Það græðir okkur að innan að hlýða á einlæga bæn og jafnvel þótt hún sé aulaleg, ómenningarleg eða heimsk þá er hún mikilvægur liður í þekkingu okkar á lífinu. Það er í þessu ljósi sem ég tel ákvörðun dagskrárstjórnenda Rúv að hætta útvörpun á morgun- og kvöldbænum vera þöggun, skort á félagslegu innsæi og vanþekkingu á hlutverki fjölmiðils í almannaeigu.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun