Bogfrymlavá Guðmundur Andri Thorsson skrifar 18. ágúst 2014 07:00 Mér finnst það vel til fundið hjá forsætisráðherra að vekja athygli á því að við eigum að hugsa vel um að sem við látum ofan í okkur. Ekki fer á milli mála að hann hugsar miklu meira um slíka hluti en ég, sem aldrei hef svo mikið sem leitt hugann að bogfrymlavánni. Nú hefur ráðherrann opnað augu okkar fyrir þeirri hættu sem okkur kann að stafa af bogfrymlinum – þessum sníkli sem einkum er sagður lifa í köttum, en mun líka að finna í einhverju kjöti sem við leggjum okkur til munns.Kattaklikkun Bogfrymillinn ískyggilegi, sem ég get því miður ekki með nokkru móti munað hvað heitir á alþjóðatungum, starfar eftir dularfullum leiðum og hafa ekki öll kurl komið til grafar um þá starfsemi, þó að sumir vísindamenn geri sem minnst úr þessari vá. Raunar er þetta ekki veira, eins og forsætisráðherra varð á að segja, heldur sníkill, en það er auðvitað ekki aðalatriðið að þekkja muninn á slíku, og kannski bara fyrir lengra komna háskólaborgara að henda reiður á þess háttar skilsmun, en hitt hefur ráðherrann þó orðið áskynja um í rannsóknum sínum: Þetta sníkjudýr gerir fólk einkennilegt. Athyglisverðasta niðurstaða Sigmundar Davíðs af rannsóknum hans er þó tvímælalaust sú að sníkillinn geri heilu þjóðirnar skrýtnar – einkum þó í suðrinu – nema hvað – en Íslendingar, Norðmenn og Englendingar hafi hins vegar sloppið. Á Sigmundi er með öðrum orðum að skilja að þessar þrjár þjóðir séu ekki skrýtnar. Hann undanskildi þær sérstaklega og má þá af því ráða að aðrar Evrópuþjóðir séu meira og minna skrýtnar. Sníkillinn er þó einkum tengdur umsvifamiklu kattahaldi og sagður leiða jafnvel til hegðunar sem á ensku hefur verið kennd við „crazy cat-lady syndrome“ eða „hina klikkuðu kattakerlingu“. Sjálfur bý ég við fjóra ketti, sem vera má að kunni að skýra ýmislegt í fari mínu, en takist mér að stilla mig um að borða úr kattadallinum vona ég að mér takist að minnsta kosti að halda yfirvofandi kattaklikkun í skefjum. Raunar fer ýmsum sögum af kvikindinu. Sumir segja að það auki körlum kynþokka og karlmennsku því testosteron-framleiðsla þeirra aukist en sá böggull fylgir þó skammrifi að þeir verða verri bílstjórar fyrir vikið að því er rannsóknir hafa sýnt, enda margsannað að karlar eru því verri bílstjórar sem karlmennska þeirra er meiri. Þegar farið er um göturnar í Reykjavík og fylgst með íslenskum karlbílstjórum hvarflar raunar að manni að slík testosteron-framleiðsla sé að verki, þó að kynþokkinn blasi kannski ekki við. Aðrir vísindamenn bera brigður á þetta. Og hefur svo hver nokkuð að iðja. Þú veist ekkert hvaðan það kemur En sem sé: Gott hjá Sigmundi Davíð að nefna þetta með bogfrymilinn og skrýtnu þjóðirnar í útlöndum. Og gott hjá honum að fá okkur til að velta vöngum yfir bogfrymlavánni í föstudagskaffinu á vinnustöðum landsins á meðan við bítum varfærnislega í hádegisnestið og vonum að skinkan sé nú áreiðanlega íslensk – og helst norðlensk – helst úr Grímsey – upprunnin sem allra lengst frá hinu skrýtna suðri – á meðan sjálfur innanríkisráðherrann í ríkisstjórn hans er óstarfhæfur að kalla vegna þess óskiljanlega uppátækis „einhvers“ að leka til fjölmiðla upplýsingum um erlendan smælingja sem átti hvort sem var að reka úr landi, til að hafa áhrif á almenningsálit sem eflaust var þó hvort sem var meira og minna andvígt manninum fyrir. Forsætisráðherrann sá okkur þar með fyrir öðrum umræðuefnum en hremmingum innanríkisráðherrans, hvað þá að við veltum því fyrir okkur hvað hann sjálfur kynni að hafa um þetta ástand á stjórnarheimilinu að segja. Og hann kom líka þeirri hugmynd að hjá okkur að hreinleiki matvöru sé kominn undir framleiðslulandi fremur en til dæmis framleiðsluaðferðum. Það er að vísu umdeilanlegt. Þannig eru átakanleg dæmi til um svo illskæðar matareitranir hér á landi að fólk hefur beinlínis dáið og svo er það hitt, að ráðamenn hér virðast standa í þeirri meiningu að nóg sé að merkja matvöru sem íslenska til að hún öðlist hinn eftirsóknaverða hreinleika, svona eins og þegar prestar blessa mat áður en hans er neytt. En þú veist ekkert hvaðan það kemur: Við borðum spænska matvöru, finnska, hollenska og guð má vita frá hvaða skrýtnum þjóðum. Við stöndum hins vegar í þeirri trú að hún sé íslensk og þar með alhrein. Trú getur verið falleg og jafnvel nauðsynleg sé þess gætt að hún fari fram á hinu andlega plani, en hætt er við að það dugi ekki að merkja vöruna sem íslenska til þess að hún öðlist fyrir það hina íslensku eiginleika. Hvaða eiginleikar skyldu það annars vera? Er reginmunur á íslensku nautahakki og öðru? Er íslenskt svínakjöt „hreinna“ en evrópskt? Hvers vegna heyrir maður auglýst nautahakk sem sé hundrað prósent og ekki með neinum aukaefnum? Er það vegna þess að slíkt heyri til undantekninga? En það er gott að forsætisráðherra landsins sé umhugað um það sem við látum ofan í okkur. En hann dregur ekki réttar ályktanir af umþenkingum sínum. Lærdómurinn er ekki sá að loka landinu og láta innlendum framleiðendum eftir að framleiða ofan í okkur matvöruna með sérstöku leyfi til innflutnings þegar það hentar þeim með tilheyrandi óljósum upprunafregnum, fyrir utan allt innflutta fóðrið sem þeir nota. Lærdómurinn er þvert á móti að opna markaðinn, auka upplýsingarnar, gefa frjálsan innflutning á matvöru, svo að við getum borið okkur eftir þeirri sem framleidd er eftir hreinleikans kúnstarinnar reglum. Því að ekki má það gerast að Íslendingar verði skrýtin þjóð … Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Mér finnst það vel til fundið hjá forsætisráðherra að vekja athygli á því að við eigum að hugsa vel um að sem við látum ofan í okkur. Ekki fer á milli mála að hann hugsar miklu meira um slíka hluti en ég, sem aldrei hef svo mikið sem leitt hugann að bogfrymlavánni. Nú hefur ráðherrann opnað augu okkar fyrir þeirri hættu sem okkur kann að stafa af bogfrymlinum – þessum sníkli sem einkum er sagður lifa í köttum, en mun líka að finna í einhverju kjöti sem við leggjum okkur til munns.Kattaklikkun Bogfrymillinn ískyggilegi, sem ég get því miður ekki með nokkru móti munað hvað heitir á alþjóðatungum, starfar eftir dularfullum leiðum og hafa ekki öll kurl komið til grafar um þá starfsemi, þó að sumir vísindamenn geri sem minnst úr þessari vá. Raunar er þetta ekki veira, eins og forsætisráðherra varð á að segja, heldur sníkill, en það er auðvitað ekki aðalatriðið að þekkja muninn á slíku, og kannski bara fyrir lengra komna háskólaborgara að henda reiður á þess háttar skilsmun, en hitt hefur ráðherrann þó orðið áskynja um í rannsóknum sínum: Þetta sníkjudýr gerir fólk einkennilegt. Athyglisverðasta niðurstaða Sigmundar Davíðs af rannsóknum hans er þó tvímælalaust sú að sníkillinn geri heilu þjóðirnar skrýtnar – einkum þó í suðrinu – nema hvað – en Íslendingar, Norðmenn og Englendingar hafi hins vegar sloppið. Á Sigmundi er með öðrum orðum að skilja að þessar þrjár þjóðir séu ekki skrýtnar. Hann undanskildi þær sérstaklega og má þá af því ráða að aðrar Evrópuþjóðir séu meira og minna skrýtnar. Sníkillinn er þó einkum tengdur umsvifamiklu kattahaldi og sagður leiða jafnvel til hegðunar sem á ensku hefur verið kennd við „crazy cat-lady syndrome“ eða „hina klikkuðu kattakerlingu“. Sjálfur bý ég við fjóra ketti, sem vera má að kunni að skýra ýmislegt í fari mínu, en takist mér að stilla mig um að borða úr kattadallinum vona ég að mér takist að minnsta kosti að halda yfirvofandi kattaklikkun í skefjum. Raunar fer ýmsum sögum af kvikindinu. Sumir segja að það auki körlum kynþokka og karlmennsku því testosteron-framleiðsla þeirra aukist en sá böggull fylgir þó skammrifi að þeir verða verri bílstjórar fyrir vikið að því er rannsóknir hafa sýnt, enda margsannað að karlar eru því verri bílstjórar sem karlmennska þeirra er meiri. Þegar farið er um göturnar í Reykjavík og fylgst með íslenskum karlbílstjórum hvarflar raunar að manni að slík testosteron-framleiðsla sé að verki, þó að kynþokkinn blasi kannski ekki við. Aðrir vísindamenn bera brigður á þetta. Og hefur svo hver nokkuð að iðja. Þú veist ekkert hvaðan það kemur En sem sé: Gott hjá Sigmundi Davíð að nefna þetta með bogfrymilinn og skrýtnu þjóðirnar í útlöndum. Og gott hjá honum að fá okkur til að velta vöngum yfir bogfrymlavánni í föstudagskaffinu á vinnustöðum landsins á meðan við bítum varfærnislega í hádegisnestið og vonum að skinkan sé nú áreiðanlega íslensk – og helst norðlensk – helst úr Grímsey – upprunnin sem allra lengst frá hinu skrýtna suðri – á meðan sjálfur innanríkisráðherrann í ríkisstjórn hans er óstarfhæfur að kalla vegna þess óskiljanlega uppátækis „einhvers“ að leka til fjölmiðla upplýsingum um erlendan smælingja sem átti hvort sem var að reka úr landi, til að hafa áhrif á almenningsálit sem eflaust var þó hvort sem var meira og minna andvígt manninum fyrir. Forsætisráðherrann sá okkur þar með fyrir öðrum umræðuefnum en hremmingum innanríkisráðherrans, hvað þá að við veltum því fyrir okkur hvað hann sjálfur kynni að hafa um þetta ástand á stjórnarheimilinu að segja. Og hann kom líka þeirri hugmynd að hjá okkur að hreinleiki matvöru sé kominn undir framleiðslulandi fremur en til dæmis framleiðsluaðferðum. Það er að vísu umdeilanlegt. Þannig eru átakanleg dæmi til um svo illskæðar matareitranir hér á landi að fólk hefur beinlínis dáið og svo er það hitt, að ráðamenn hér virðast standa í þeirri meiningu að nóg sé að merkja matvöru sem íslenska til að hún öðlist hinn eftirsóknaverða hreinleika, svona eins og þegar prestar blessa mat áður en hans er neytt. En þú veist ekkert hvaðan það kemur: Við borðum spænska matvöru, finnska, hollenska og guð má vita frá hvaða skrýtnum þjóðum. Við stöndum hins vegar í þeirri trú að hún sé íslensk og þar með alhrein. Trú getur verið falleg og jafnvel nauðsynleg sé þess gætt að hún fari fram á hinu andlega plani, en hætt er við að það dugi ekki að merkja vöruna sem íslenska til þess að hún öðlist fyrir það hina íslensku eiginleika. Hvaða eiginleikar skyldu það annars vera? Er reginmunur á íslensku nautahakki og öðru? Er íslenskt svínakjöt „hreinna“ en evrópskt? Hvers vegna heyrir maður auglýst nautahakk sem sé hundrað prósent og ekki með neinum aukaefnum? Er það vegna þess að slíkt heyri til undantekninga? En það er gott að forsætisráðherra landsins sé umhugað um það sem við látum ofan í okkur. En hann dregur ekki réttar ályktanir af umþenkingum sínum. Lærdómurinn er ekki sá að loka landinu og láta innlendum framleiðendum eftir að framleiða ofan í okkur matvöruna með sérstöku leyfi til innflutnings þegar það hentar þeim með tilheyrandi óljósum upprunafregnum, fyrir utan allt innflutta fóðrið sem þeir nota. Lærdómurinn er þvert á móti að opna markaðinn, auka upplýsingarnar, gefa frjálsan innflutning á matvöru, svo að við getum borið okkur eftir þeirri sem framleidd er eftir hreinleikans kúnstarinnar reglum. Því að ekki má það gerast að Íslendingar verði skrýtin þjóð …
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun