Lífið

Flúraði Jón Jónsson á handlegginn

Baldvin Þormóðsson skrifar
Sigrún er með nýjustu plötu Jóns á "repeat“ í bílnum.
Sigrún er með nýjustu plötu Jóns á "repeat“ í bílnum. mynd/aðsend
„Ég var búin að hugsa þetta lengi,“ segir Sigrún Þorvaldsdóttir Norðfjörð en hún lét nýverið húðflúra eiginhandaráritun Jóns Jónssonar á handlegginn.

„Ég sendi honum bara skilaboð og sagðist vera pínu klikkuð en samt ekki,“ segir Sigrún og hlær. „En hann var mjög til í þetta, hann er svo yndislegur og var alveg smá stressaður að skrifa áritunina.“

Sigrún er mikill aðdáandi Jóns og hlustar á tónlistina hans nánast daglega.

„Þetta hljómar kannski fáránlega en hann lagði bara einhver álög á mig, ég er alveg heltekin af tónlistinni,“ segir Sigrún.

„Ég spurði hann einmitt hvort hann færi ekki að gera aðra plötu, ég er með hina bara á repeat á bílnum,“ segir hún og hlær.

Jón Jónsson var stressaður við að skrifa eiginhandaráritunina.mynd/aðsend
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sigrún fer undir nálina en hún er með þó nokkur húðflúr. „Þetta toppar samt öll hin.“

Sigrún virðist þó hafa grætt meira en bara húðflúrið á atvikinu þar sem Jón bauð henni að vera heiðursgestur á tónleikum sínum í desember. „Ég er alveg í sæluvímu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×