Rúnar Páll: Kemur í ljós hvernig leikurinn þróast Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. ágúst 2014 06:30 Stjörnumenn hafa haft ástæðu til að fagna í sumar. vísir/Daníel Klukkan 21:00 í kvöld verður flautað til leiks í leik Stjörnunnar og Inter frá Mílanó í 4. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Gengi Stjörnunnar í Evrópudeildinni í sumar hefur verið lyginni líkast, en Garðabæjarliðið hefur nú þegar slegið út þrjá andstæðinga; Bangor City frá Wales, Motherwell frá Skotlandi og pólska liðið Lech Poznan. Í kvöld er hins vegar komið að stærstu prófrauninni, átjánföldum Ítalíumeisturum Inter. Verkefnið er ærið, en þrátt fyrir það er þjálfari Stjörnunnar, Rúnar Páll Sigmundsson, hvergi banginn: „Stemningin í okkar röðum er mjög góð og við hlökkum mikið til,“ sagði Rúnar í samtali við Fréttablaðið eftir æfingu Stjörnumanna á Laugardalsvelli í gær. Hann segir það hafa gengið vel að halda spennustiginu niðri hjá sínum mönnum: „Spennustigið er ágætt, en það kemur betur í ljós á morgun – hvernig við byrjum leikinn og hvernig hlutirnir þróast,“ sagði Rúna. Hann og aðstoðarmenn hans hafa eytt drjúgum tíma í að skoða leiki Inter á myndbandi, en ítalska liðið hefur leikið fimm æfingaleiki í sumar, m.a. gegn Real Madrid og Manchester United. Þrátt fyrir að Inter sé með gríðarlega vel mannað lið og sé mun sigurstranglegri aðilinn í kvöld sér Rúnar sóknarfæri gegn ítalska stórveldinu. „Við höfum greint Inter-liðið eftir okkar bestu getu og svo verður að koma í ljós hvernig þeir stilla liðinu upp og annað slíkt. Þeir hafa spilað með tígulmiðju og færa liðið mikið yfir þar sem boltinn er. Það skapast því pláss hinum megin á vellinum og það er gríðarlega mikilvægt að við náum að skipta boltanum á milli kanta,“ sagði Rúnar að lokum. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mazzarri hefur áhyggjur af leikforminu Stjarnan og Inter mætast á morgun í fjórðu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 19. ágúst 2014 18:30 Jóhann Laxdal: Silfurskeiðin verður alveg vitlaus Stjarnan tekur á móti stórliði Inter á Laugardalsvelli á morgun, en þetta er fyrri leikur liðanna um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. 19. ágúst 2014 15:32 Ítalir bíða eftir að sjá fögn Stjörnumanna Leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar var á mála hjá Inter á síðustu leiktíð en liðin mætast annað kvöld. 19. ágúst 2014 07:30 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sjá meira
Klukkan 21:00 í kvöld verður flautað til leiks í leik Stjörnunnar og Inter frá Mílanó í 4. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Gengi Stjörnunnar í Evrópudeildinni í sumar hefur verið lyginni líkast, en Garðabæjarliðið hefur nú þegar slegið út þrjá andstæðinga; Bangor City frá Wales, Motherwell frá Skotlandi og pólska liðið Lech Poznan. Í kvöld er hins vegar komið að stærstu prófrauninni, átjánföldum Ítalíumeisturum Inter. Verkefnið er ærið, en þrátt fyrir það er þjálfari Stjörnunnar, Rúnar Páll Sigmundsson, hvergi banginn: „Stemningin í okkar röðum er mjög góð og við hlökkum mikið til,“ sagði Rúnar í samtali við Fréttablaðið eftir æfingu Stjörnumanna á Laugardalsvelli í gær. Hann segir það hafa gengið vel að halda spennustiginu niðri hjá sínum mönnum: „Spennustigið er ágætt, en það kemur betur í ljós á morgun – hvernig við byrjum leikinn og hvernig hlutirnir þróast,“ sagði Rúna. Hann og aðstoðarmenn hans hafa eytt drjúgum tíma í að skoða leiki Inter á myndbandi, en ítalska liðið hefur leikið fimm æfingaleiki í sumar, m.a. gegn Real Madrid og Manchester United. Þrátt fyrir að Inter sé með gríðarlega vel mannað lið og sé mun sigurstranglegri aðilinn í kvöld sér Rúnar sóknarfæri gegn ítalska stórveldinu. „Við höfum greint Inter-liðið eftir okkar bestu getu og svo verður að koma í ljós hvernig þeir stilla liðinu upp og annað slíkt. Þeir hafa spilað með tígulmiðju og færa liðið mikið yfir þar sem boltinn er. Það skapast því pláss hinum megin á vellinum og það er gríðarlega mikilvægt að við náum að skipta boltanum á milli kanta,“ sagði Rúnar að lokum.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mazzarri hefur áhyggjur af leikforminu Stjarnan og Inter mætast á morgun í fjórðu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 19. ágúst 2014 18:30 Jóhann Laxdal: Silfurskeiðin verður alveg vitlaus Stjarnan tekur á móti stórliði Inter á Laugardalsvelli á morgun, en þetta er fyrri leikur liðanna um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. 19. ágúst 2014 15:32 Ítalir bíða eftir að sjá fögn Stjörnumanna Leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar var á mála hjá Inter á síðustu leiktíð en liðin mætast annað kvöld. 19. ágúst 2014 07:30 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sjá meira
Mazzarri hefur áhyggjur af leikforminu Stjarnan og Inter mætast á morgun í fjórðu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 19. ágúst 2014 18:30
Jóhann Laxdal: Silfurskeiðin verður alveg vitlaus Stjarnan tekur á móti stórliði Inter á Laugardalsvelli á morgun, en þetta er fyrri leikur liðanna um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. 19. ágúst 2014 15:32
Ítalir bíða eftir að sjá fögn Stjörnumanna Leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar var á mála hjá Inter á síðustu leiktíð en liðin mætast annað kvöld. 19. ágúst 2014 07:30