Flókin pólitísk staða Þorsteinn Pálsson skrifar 23. ágúst 2014 07:00 Það var einstæður atburður þegar ríkissaksóknari ákærði aðstoðarmann innanríkisráðherra fyrir leka á persónuupplýsingum. Sekt hans hefur þó ekki verið sönnuð með því. Og ekki er sjálfgefið að ákæruvaldinu takist að sýna með óyggjandi hætti fram á sekt fyrir dómi. Lögfræðilega hlið málsins er því ekki einföld. En pólitíska hliðin er þó enn flóknari. Viðbrögð innanríkisráðherra, forystumanna ríkisstjórnarinnar og leiðtoga stjórnarandstöðunnar sýna það glöggt. Eins og sakir standa má reikna með að ríkisstjórnin verði í varnarstöðu vegna þessa máls í talsverðan tíma. Innanríkisráðherra ákvað að víkja að hálfum hluta vegna þessa atburðar. Það tengist ekki reglum stjórnsýslulaga um vanhæfi til þess að fara með einstakt mál. Sá möguleiki er að baki. Þetta er fyrst og fremst mat ráðherrans sjálfs á pólitískri stöðu. Afsögn ráðherra við slíkar aðstæður þarf ekki að merkja viðurkenningu á því að hafa brugðist með einhverjum hætti. Erlendis má finna mörg dæmi um að ráðherrar víki til þess eins að létta pólitísku oki af samstarfsmönnum. Í þessum tilgangi er afsögn að hálfum hluta aftur á móti nýmæli og raunar áhugavert fordæmi. Eftir fundi í þingflokkum ríkisstjórnarinnar í vikunni er ljóst að þeim finnst að með þessu frumkvæði ráðherrans hafi verið létt það mikið á þunga málsins að þeir geti axlað hann sameiginlega. Að svo vöxnu máli sýnist ráðherrann því ætla að standa þessar hremmingar af sér.Misráðið að fjölga ráðherrum Ákvörðun innanríkisráðherra um að víkja að hálfu hefur síðan vakið hugmynd um að kljúfa ráðuneytið varanlega og stofna aftur dómsmálaráðuneyti. Fyrir margar sakir væru það óskynsamleg viðbrögð. Í fyrsta lagi er það vont fordæmi að láta tímabundna erfiðleika ráðherra ráða skipulagi stjórnarráðsins. Hvað á að gera næst þegar ráðherra lendir í hremmingum? Í öðru lagi eru dómsmálin of lítil eining til að kalla á óskipta pólitíska forystu þótt þau séu þungamiðja í stjórnkerfinu. Fyrir því er löng reynsla. Í þriðja lagi er nóg komið af hringli með skipan stjórnarráðsins. Og í fjórða lagi eru það afspyrnu vond skilaboð á þrengingartímum að fjölga ráðherrum. Á að leysa stjórnunarvanda í ríkisstofnunum með því að fjölga forstjórum? Píratar hyggjast bera fram vantraust á innanríkisráðherra. En stærri flokkarnir í stjórnarandstöðu hafa lítið látið uppi um áform sín. Ef að líkum lætur má þó reikna með að þeir vilji nýta sér alla möguleika þingskapa um fyrirspurnir, sérstakar umræður og skoðun í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til þess að draga fram helstu hliðar málsins bæði lögfræðilegar og pólitískar. Vantraust er mesta þungavopn Alþingis. Verði vantraust Pírata borið undir atkvæði strax í byrjun þings og fellt þrengir það möguleika hinna stjórnarandstöðuflokkanna til að fara af stað með léttari vopn. Fari svo sem horfir hjálpar það ríkisstjórninni að stjórnarandstaðan byrjar á fallbyssuskotinu.Hver er sá seki? Ákæran hefur ekki breytt því bjargfasta áliti innanríkisráðherra að aðstoðarmaður hans sé saklaus af rökstuddum grun lögreglu og mati ákæruvaldsins um sekt. Ætla verður að ráðherrann hafi eitthvað fyrir sér í því. En hin hliðin á þessari staðfestu er sú að ráðherrann hlýtur að vera fullviss um að einhver annar starfsmaður ráðuneytisins hafi brotið af sér. Sú skylda hvílir þar af leiðandi á honum og alveg sérstaklega væntanlegum meðráðherra að vinna áfram að því að upplýsa málið á þeirri forsendu. Í því sambandi er ef til vill ástæða til að hafa í huga að í dómi Hæstaréttar, sem viðurkenndi rétt vefritsins mbl.is til að neita að svara til um heimildarmann, er sérstaklega tekið fram að ekki sé tekin afstaða til þess hvort réttlætanlegt hafi verið af vefritinu að birta persónuupplýsingarnar. Það gæti verið liður í viðleitni ráðuneytisins til að koma fram ábyrgð gagnvart réttum aðilum að láta á þá spurningu reyna fyrir dómstólum. Til að aflétta skyldu fjölmiðla til heimildarmannaleyndar þarf tvö skilyrði. Annað var uppfyllt að áliti Hæstaréttar. Hitt lýtur að mati á því hvort ríkir almannahagsmunir kalli á frávik frá meginreglunni. Ekki þótti sýnt fram á það. Af orðalagi dómsins verður þó ekki ráðið hvort beinlínis hafi reynt á þá málsástæðu að það kunni að vera ríkari almannahagsmunir að verja samband ráðherra og Alþingis en samband fjölmiðils og undirmanns ráðherra. Er hugsanlegt að traust ráðherra með lýðræðislegt umboð sé mikilvægara en trúnaður fjölmiðils og embættismanns? Færa má rök með og á móti. En ekki væri unnt að gagnrýna ef látið yrði á þessa spurningu reyna. Víst er að það væri gott fyrir ráðherra sem er sannfærður um að það myndi hreinsa aðstoðarmanninn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Það var einstæður atburður þegar ríkissaksóknari ákærði aðstoðarmann innanríkisráðherra fyrir leka á persónuupplýsingum. Sekt hans hefur þó ekki verið sönnuð með því. Og ekki er sjálfgefið að ákæruvaldinu takist að sýna með óyggjandi hætti fram á sekt fyrir dómi. Lögfræðilega hlið málsins er því ekki einföld. En pólitíska hliðin er þó enn flóknari. Viðbrögð innanríkisráðherra, forystumanna ríkisstjórnarinnar og leiðtoga stjórnarandstöðunnar sýna það glöggt. Eins og sakir standa má reikna með að ríkisstjórnin verði í varnarstöðu vegna þessa máls í talsverðan tíma. Innanríkisráðherra ákvað að víkja að hálfum hluta vegna þessa atburðar. Það tengist ekki reglum stjórnsýslulaga um vanhæfi til þess að fara með einstakt mál. Sá möguleiki er að baki. Þetta er fyrst og fremst mat ráðherrans sjálfs á pólitískri stöðu. Afsögn ráðherra við slíkar aðstæður þarf ekki að merkja viðurkenningu á því að hafa brugðist með einhverjum hætti. Erlendis má finna mörg dæmi um að ráðherrar víki til þess eins að létta pólitísku oki af samstarfsmönnum. Í þessum tilgangi er afsögn að hálfum hluta aftur á móti nýmæli og raunar áhugavert fordæmi. Eftir fundi í þingflokkum ríkisstjórnarinnar í vikunni er ljóst að þeim finnst að með þessu frumkvæði ráðherrans hafi verið létt það mikið á þunga málsins að þeir geti axlað hann sameiginlega. Að svo vöxnu máli sýnist ráðherrann því ætla að standa þessar hremmingar af sér.Misráðið að fjölga ráðherrum Ákvörðun innanríkisráðherra um að víkja að hálfu hefur síðan vakið hugmynd um að kljúfa ráðuneytið varanlega og stofna aftur dómsmálaráðuneyti. Fyrir margar sakir væru það óskynsamleg viðbrögð. Í fyrsta lagi er það vont fordæmi að láta tímabundna erfiðleika ráðherra ráða skipulagi stjórnarráðsins. Hvað á að gera næst þegar ráðherra lendir í hremmingum? Í öðru lagi eru dómsmálin of lítil eining til að kalla á óskipta pólitíska forystu þótt þau séu þungamiðja í stjórnkerfinu. Fyrir því er löng reynsla. Í þriðja lagi er nóg komið af hringli með skipan stjórnarráðsins. Og í fjórða lagi eru það afspyrnu vond skilaboð á þrengingartímum að fjölga ráðherrum. Á að leysa stjórnunarvanda í ríkisstofnunum með því að fjölga forstjórum? Píratar hyggjast bera fram vantraust á innanríkisráðherra. En stærri flokkarnir í stjórnarandstöðu hafa lítið látið uppi um áform sín. Ef að líkum lætur má þó reikna með að þeir vilji nýta sér alla möguleika þingskapa um fyrirspurnir, sérstakar umræður og skoðun í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til þess að draga fram helstu hliðar málsins bæði lögfræðilegar og pólitískar. Vantraust er mesta þungavopn Alþingis. Verði vantraust Pírata borið undir atkvæði strax í byrjun þings og fellt þrengir það möguleika hinna stjórnarandstöðuflokkanna til að fara af stað með léttari vopn. Fari svo sem horfir hjálpar það ríkisstjórninni að stjórnarandstaðan byrjar á fallbyssuskotinu.Hver er sá seki? Ákæran hefur ekki breytt því bjargfasta áliti innanríkisráðherra að aðstoðarmaður hans sé saklaus af rökstuddum grun lögreglu og mati ákæruvaldsins um sekt. Ætla verður að ráðherrann hafi eitthvað fyrir sér í því. En hin hliðin á þessari staðfestu er sú að ráðherrann hlýtur að vera fullviss um að einhver annar starfsmaður ráðuneytisins hafi brotið af sér. Sú skylda hvílir þar af leiðandi á honum og alveg sérstaklega væntanlegum meðráðherra að vinna áfram að því að upplýsa málið á þeirri forsendu. Í því sambandi er ef til vill ástæða til að hafa í huga að í dómi Hæstaréttar, sem viðurkenndi rétt vefritsins mbl.is til að neita að svara til um heimildarmann, er sérstaklega tekið fram að ekki sé tekin afstaða til þess hvort réttlætanlegt hafi verið af vefritinu að birta persónuupplýsingarnar. Það gæti verið liður í viðleitni ráðuneytisins til að koma fram ábyrgð gagnvart réttum aðilum að láta á þá spurningu reyna fyrir dómstólum. Til að aflétta skyldu fjölmiðla til heimildarmannaleyndar þarf tvö skilyrði. Annað var uppfyllt að áliti Hæstaréttar. Hitt lýtur að mati á því hvort ríkir almannahagsmunir kalli á frávik frá meginreglunni. Ekki þótti sýnt fram á það. Af orðalagi dómsins verður þó ekki ráðið hvort beinlínis hafi reynt á þá málsástæðu að það kunni að vera ríkari almannahagsmunir að verja samband ráðherra og Alþingis en samband fjölmiðils og undirmanns ráðherra. Er hugsanlegt að traust ráðherra með lýðræðislegt umboð sé mikilvægara en trúnaður fjölmiðils og embættismanns? Færa má rök með og á móti. En ekki væri unnt að gagnrýna ef látið yrði á þessa spurningu reyna. Víst er að það væri gott fyrir ráðherra sem er sannfærður um að það myndi hreinsa aðstoðarmanninn.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun