Allt kostar þetta peninga Guðríður Arnardóttir skrifar 27. ágúst 2014 07:00 Tvær allmerkilegar skýrslur litu dagsins ljós nýlega. Annars vegar svokölluð Hvítbók og hins vegar Úttekt á stærðfræðikennslu í framhaldsskólum. Í Hvítbók er því af nokkurri skynsemi haldið fram að til þess að ná settum markmiðum um bættan árangur í skólakerfinu skuli ráðast í fáar en markvissar aðgerðir. Í Hvítbók kemur fram að meðalnemandi lýkur stúdentsprófi á 4,1 ári og lokaprófi af starfsbrautum á 4,7 árum. Einungis 44% nemenda hafa lokið prófi úr framhaldskóla sex árum eftir innritun og hlutfall eldri nemenda í framhaldsskólum er hátt. Nemendur í dagskólum framhaldsskóla eru 30-40% fleiri en vera ætti miðað við fjölda í árgöngum á framhaldsskólaaldri. Það þýðir að námsframvinda nemenda í framhaldsskóla er hæg. Úttekt á stærðfræðikennslu er auðvitað allt annars eðlis en Hvítbók en engu að síður má finna þar áhugaverðar tengingar. Meðal þess sem kemur fram í úttektinni er að það sé skortur á vönduðu kennsluefni í stærðfræði, menntun stærðfræðikennara sé ábótavant, tilboð um endurmenntun skortir og gæðaeftirlit er ekkert. Það er gömul saga og ný að þegar til umræðu eru aðgerðir til að bæta árangur innan framhaldsskólans er stytting námstíma oftast nefnd sem lausn. Þá er litið til nágrannaríkjanna eftir samanburði. Tilefni þessa greinarkorns er ekki að ræða það þrætuepli heldur benda á það grundvallaratriði sem gott menntakerfi byggir á. Við byggjum ekki upp framúrskarandi framhaldsskóla með viðvarandi fjársvelti. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því fyrr á þessu ári kemur fram að rekstrarstaða framhaldsskólanna hafi versnað mjög á síðustu árum. Framlag Íslendinga með hverjum nemanda í framhaldsskóla er langt undir meðalhlutfalli OECD-ríkjanna. Hvítbækur og úttektir á hinum ýmsu þáttum sem varða framhaldsskólann verða ekki pappírsins virði nema fjármagn til framhaldsskólanna sé aukið. Styðja þarf við bakið á nemendum, efla námsráðgjöf og setja aukið fjármagn í námsefnisgerð. Það þarf að tryggja að í skólunum starfi vel menntaðir og áhugasamir kennarar á samkeppnishæfum launum. En þar stendur einmitt hnífurinn í kúnni. Þrátt fyrir nýgerðan kjarasamning standast kjör íslenskra framhaldsskólakennara enn engan veginn samanburð við kjör framhaldsskólakennara annars staðar á Norðurlöndunum. Þjóð sem setur sér metnaðarfull markmið um umbætur í menntakerfinu kemst hvorki lönd né strönd áleiðis nema verja auknu fjármagni til menntamála á öllum skólastigum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Tvær allmerkilegar skýrslur litu dagsins ljós nýlega. Annars vegar svokölluð Hvítbók og hins vegar Úttekt á stærðfræðikennslu í framhaldsskólum. Í Hvítbók er því af nokkurri skynsemi haldið fram að til þess að ná settum markmiðum um bættan árangur í skólakerfinu skuli ráðast í fáar en markvissar aðgerðir. Í Hvítbók kemur fram að meðalnemandi lýkur stúdentsprófi á 4,1 ári og lokaprófi af starfsbrautum á 4,7 árum. Einungis 44% nemenda hafa lokið prófi úr framhaldskóla sex árum eftir innritun og hlutfall eldri nemenda í framhaldsskólum er hátt. Nemendur í dagskólum framhaldsskóla eru 30-40% fleiri en vera ætti miðað við fjölda í árgöngum á framhaldsskólaaldri. Það þýðir að námsframvinda nemenda í framhaldsskóla er hæg. Úttekt á stærðfræðikennslu er auðvitað allt annars eðlis en Hvítbók en engu að síður má finna þar áhugaverðar tengingar. Meðal þess sem kemur fram í úttektinni er að það sé skortur á vönduðu kennsluefni í stærðfræði, menntun stærðfræðikennara sé ábótavant, tilboð um endurmenntun skortir og gæðaeftirlit er ekkert. Það er gömul saga og ný að þegar til umræðu eru aðgerðir til að bæta árangur innan framhaldsskólans er stytting námstíma oftast nefnd sem lausn. Þá er litið til nágrannaríkjanna eftir samanburði. Tilefni þessa greinarkorns er ekki að ræða það þrætuepli heldur benda á það grundvallaratriði sem gott menntakerfi byggir á. Við byggjum ekki upp framúrskarandi framhaldsskóla með viðvarandi fjársvelti. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því fyrr á þessu ári kemur fram að rekstrarstaða framhaldsskólanna hafi versnað mjög á síðustu árum. Framlag Íslendinga með hverjum nemanda í framhaldsskóla er langt undir meðalhlutfalli OECD-ríkjanna. Hvítbækur og úttektir á hinum ýmsu þáttum sem varða framhaldsskólann verða ekki pappírsins virði nema fjármagn til framhaldsskólanna sé aukið. Styðja þarf við bakið á nemendum, efla námsráðgjöf og setja aukið fjármagn í námsefnisgerð. Það þarf að tryggja að í skólunum starfi vel menntaðir og áhugasamir kennarar á samkeppnishæfum launum. En þar stendur einmitt hnífurinn í kúnni. Þrátt fyrir nýgerðan kjarasamning standast kjör íslenskra framhaldsskólakennara enn engan veginn samanburð við kjör framhaldsskólakennara annars staðar á Norðurlöndunum. Þjóð sem setur sér metnaðarfull markmið um umbætur í menntakerfinu kemst hvorki lönd né strönd áleiðis nema verja auknu fjármagni til menntamála á öllum skólastigum.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun