Þriðjungur þjóðarinnar í strætó Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 28. ágúst 2014 07:00 Aldrei hafa fleiri tekið sér far með vögnum Strætó bs. en á nýafstaðinni menningarnótt. Um 100 þúsund gestir komu í strætó einhvern tíma yfir daginn, en akstur stóð til eitt eftir miðnætti. Á sunnudeginum stóð Strætó, í samvinnu við Kópavogsbæ, síðan fyrir flutningum um 10 þúsund gesta á tónleika Justins Timberlake og um 15 þúsund frá þeim. Strætó bs. flutti því um 125 þúsund farþega á tveimur dögum, en það jafngildir því að vel ríflega þriðjungur þjóðarinnar hafi tekið sér far með strætó á einni helgi. Heilt yfir gekk allt mjög vel og þakka má það góðri samvinnu við þá sem skipulögðu viðburðina. Sérstök stemning myndast á hátíðum sem þessum og þó þröngt væri í vögnunum sýndu farþegar einstaka þolinmæði og skilning. Strætó bs. þakkar þeim sérstaklega fyrir hve vel tókst til. Ljóst er að strætó er mikilvægur hluti af Menningarnótt og mun verða það áfram. Góð reynsla er komin á þjónustuna, en á hverju ári lærum við eitthvað nýtt. Í ár var bryddað upp á þeirri nýjung að aka frá Kirkjusandi að Skólavörðuholti, með viðkomu í Borgartúni. Skemmst er frá því að segja að þetta vakti mikla lukku og þegar hefur verið ákveðið að tvöfalda fjölda vagna sem aka munu þá leið á Menningarnótt. Þá er líklegt að fleiri vagnar verði notaðir við að flytja fólk úr miðbænum að ári, en ekki er hægt að segja annað en að það hafi þó gengið vel þar sem það tók ekki nema um einn og hálfan tíma. Við hjá Srætó bs. erum stolt yfir því hve starfsemi fyrirtækisins skiptir miklu máli í daglegu lífi margra og vinnum stöðugt að því að bæta þjónustuna svo sem flestir geti nýtt sér strætó. Markmið eigenda og stjórnvalda er að auka hlut þeirra ferða sem farnar eru með almenningssamgöngum úr 4% árið 2012 í 8% árið 2022. Mikil fjölgun hefur orðið á farþegum síðustu árin og almenningssamgöngur hafa fengið æ meiri sess í skipulagi sveitarfélaga. Ljóst er þó að allir þurfa að halda vel á spilunum ef fyrrgreind markmið eiga að nást. Það er hagur okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Aldrei hafa fleiri tekið sér far með vögnum Strætó bs. en á nýafstaðinni menningarnótt. Um 100 þúsund gestir komu í strætó einhvern tíma yfir daginn, en akstur stóð til eitt eftir miðnætti. Á sunnudeginum stóð Strætó, í samvinnu við Kópavogsbæ, síðan fyrir flutningum um 10 þúsund gesta á tónleika Justins Timberlake og um 15 þúsund frá þeim. Strætó bs. flutti því um 125 þúsund farþega á tveimur dögum, en það jafngildir því að vel ríflega þriðjungur þjóðarinnar hafi tekið sér far með strætó á einni helgi. Heilt yfir gekk allt mjög vel og þakka má það góðri samvinnu við þá sem skipulögðu viðburðina. Sérstök stemning myndast á hátíðum sem þessum og þó þröngt væri í vögnunum sýndu farþegar einstaka þolinmæði og skilning. Strætó bs. þakkar þeim sérstaklega fyrir hve vel tókst til. Ljóst er að strætó er mikilvægur hluti af Menningarnótt og mun verða það áfram. Góð reynsla er komin á þjónustuna, en á hverju ári lærum við eitthvað nýtt. Í ár var bryddað upp á þeirri nýjung að aka frá Kirkjusandi að Skólavörðuholti, með viðkomu í Borgartúni. Skemmst er frá því að segja að þetta vakti mikla lukku og þegar hefur verið ákveðið að tvöfalda fjölda vagna sem aka munu þá leið á Menningarnótt. Þá er líklegt að fleiri vagnar verði notaðir við að flytja fólk úr miðbænum að ári, en ekki er hægt að segja annað en að það hafi þó gengið vel þar sem það tók ekki nema um einn og hálfan tíma. Við hjá Srætó bs. erum stolt yfir því hve starfsemi fyrirtækisins skiptir miklu máli í daglegu lífi margra og vinnum stöðugt að því að bæta þjónustuna svo sem flestir geti nýtt sér strætó. Markmið eigenda og stjórnvalda er að auka hlut þeirra ferða sem farnar eru með almenningssamgöngum úr 4% árið 2012 í 8% árið 2022. Mikil fjölgun hefur orðið á farþegum síðustu árin og almenningssamgöngur hafa fengið æ meiri sess í skipulagi sveitarfélaga. Ljóst er þó að allir þurfa að halda vel á spilunum ef fyrrgreind markmið eiga að nást. Það er hagur okkar allra.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar