Pikkföst á Bústaðaveginum Hjálmar Sveinsson skrifar 18. september 2014 07:00 Það er árvisst umfjöllunarefni fjölmiðla í september að fólk kemst ekkert áfram á morgnana í bílnum. Allt er pikkfast á Bústaðaveginum. Svo leysist þetta einhvern veginn. En hvernig verður ástandið eftir 15 ár þegar íbúum svæðisins hefur fjölgað um 40.000? Hversu lengi megum við þá húka í umferðarteppum. Eða eftir 25 ár, árið 2040, þegar íbúunum hefur fjölgað um 70.000 eins og Hagstofan gerir ráð fyrir Hvað eigum við að gera? Breikka vegina í borginni og byggja fleiri mislæg gatnamót! Það var talið þjóðráð í nokkra áratugi. En ekki lengur.Lykilatriði að efla almenningssamgöngur Verkfræðistofan Mannvit hefur undanfarin misseri unnið gagnmerkar skýrslur um úrræði í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaðan er mjög skýr. Ef við viljum koma í veg fyrir að bílaumferðin vaxi stöðugt í borginni, ef við viljum fyrir hvern mun komast hjá því að eyða stöðugt meiri tíma í bílnum á leið okkar um borgina, þá gagnast nákvæmlega ekkert að setja tugi milljarða í fleiri stofnbrautir fyrir bíla, mislæg gatnamót og Sundabraut. Það sem skiptir máli til að ná árangri, segir í skýrslum Mannvits, er að efla vistvæna og hagkvæma samgöngumáta sem auka ekki álagið á stofnvegakerfi bílanna. Það þýðir að við íbúarnir þurfum að breyta ferðavenjum okkar. Þeim þarf að fjölga hlutfallslega sem kjósa að fara gangandi, hjólandi og með strætó í og úr vinnu. En það gerist ekki nema fólk finni að það sé þægilegra, fljótlegra og ódýrara að fara á milli staða á þann hátt. Þess vegna er það lykilatriði í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins, næstu ár og áratugi, að efla almenningssamgöngur sem mest má vera, þétta byggðina og framfylgja metnaðarfullum hjólreiðaáætlunum.Okkar vegir, okkar val Titillinn á evrópskri samgönguviku árið 2014 er: Okkar vegir, okkar val. Hann er vel til fundinn. Umferðarkerfið má ekki bara þjóna einum tilteknum fararmáta. Vegirnir í borginni liggja til allra átta. Það er mikilvægt að halda því til haga að þetta eru vegirnir okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Það er árvisst umfjöllunarefni fjölmiðla í september að fólk kemst ekkert áfram á morgnana í bílnum. Allt er pikkfast á Bústaðaveginum. Svo leysist þetta einhvern veginn. En hvernig verður ástandið eftir 15 ár þegar íbúum svæðisins hefur fjölgað um 40.000? Hversu lengi megum við þá húka í umferðarteppum. Eða eftir 25 ár, árið 2040, þegar íbúunum hefur fjölgað um 70.000 eins og Hagstofan gerir ráð fyrir Hvað eigum við að gera? Breikka vegina í borginni og byggja fleiri mislæg gatnamót! Það var talið þjóðráð í nokkra áratugi. En ekki lengur.Lykilatriði að efla almenningssamgöngur Verkfræðistofan Mannvit hefur undanfarin misseri unnið gagnmerkar skýrslur um úrræði í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaðan er mjög skýr. Ef við viljum koma í veg fyrir að bílaumferðin vaxi stöðugt í borginni, ef við viljum fyrir hvern mun komast hjá því að eyða stöðugt meiri tíma í bílnum á leið okkar um borgina, þá gagnast nákvæmlega ekkert að setja tugi milljarða í fleiri stofnbrautir fyrir bíla, mislæg gatnamót og Sundabraut. Það sem skiptir máli til að ná árangri, segir í skýrslum Mannvits, er að efla vistvæna og hagkvæma samgöngumáta sem auka ekki álagið á stofnvegakerfi bílanna. Það þýðir að við íbúarnir þurfum að breyta ferðavenjum okkar. Þeim þarf að fjölga hlutfallslega sem kjósa að fara gangandi, hjólandi og með strætó í og úr vinnu. En það gerist ekki nema fólk finni að það sé þægilegra, fljótlegra og ódýrara að fara á milli staða á þann hátt. Þess vegna er það lykilatriði í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins, næstu ár og áratugi, að efla almenningssamgöngur sem mest má vera, þétta byggðina og framfylgja metnaðarfullum hjólreiðaáætlunum.Okkar vegir, okkar val Titillinn á evrópskri samgönguviku árið 2014 er: Okkar vegir, okkar val. Hann er vel til fundinn. Umferðarkerfið má ekki bara þjóna einum tilteknum fararmáta. Vegirnir í borginni liggja til allra átta. Það er mikilvægt að halda því til haga að þetta eru vegirnir okkar allra.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar