Derringur í ráðamönnum Sigurjón M. Egilsson skrifar 22. september 2014 07:00 Meðan hinn almenni Íslendingur bíður þess að heyra fréttir, af gangi kjaraviðræðna og hvað taki við þegar skammtímasamningarnir á vinnumarkaði renna sitt skeið, innan ekki langs tíma, upphefst enn og aftur derringur milli þeirra sem mestu ráða um framgang málsins. Forysta Alþýðusambandsins hefur slitið samstarfi, samráði og bara hverju sem er sem varðar næstu og nauðsynlegustu skref. Mikið er það merkilegt að þetta eða annað ámóta skuli endurtekið aftur og aftur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur virkjað Facebook til að leggja sitt inn í ósættið og segir þar forystu ASÍ hlaupa eftir frösum sem falli af vörum forystu Samfylkingarinnar. Og Bjarni gerir þar það sama og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur gert, það er að ætla forseta Alþýðusambandsins að stjórnast af komandi forystukosningum í Alþýðusambandinu. Meðan stóru strákarnir eru á þessu stigi í málinu getum við hin, sem eigum svo mikið undir að vel takist til hjá þeim sem hafa valist til forystu hér og þar, ekki vænst mikils. Mörgum eru ofarlega í minni orð Sigmundar Davíðs, Bjarna, Gylfa Arnbjörnssonar og svo Þorsteins Víglundssonar í þættinum Sprengisandi, að framundan séu átök á vinnumarkaði og ekki verði sjálfgefið að takist að verja þann árangur sem þó hefur tekist að ná. Þjóðin á svo mikið undir að ekki verði holskefla með ófyrirsjáanlegum afleiðingum í landi verðtryggingarinnar. Meðan forysta Alþýðusambandsins skellir hurðum og forysta landsstjórnarinnar ullar á móti gerist trúlegast fátt af viti. Það er með ólíkindum hvernig menn geta látið. Gagnrýni Alþýðusambandsins á tekjuáætlun ríkisins og á fjárlagafrumvarpið er gagnrýni sem verður að taka alvarlega. Staða Alþýðusambandsins er, eða allavega á að vera, sú að orð þess eiga að skipta máli, vera tekin alvarlega. Til að svo verði þarf tvennt til, að lágmarki. Að ASÍ hagi orðum sínum af ábyrgð og að ríkisstjórn, á hverjum tíma, sé skipuð fólki sem tekur gagnrýni en firrist ekki við og hamist á forystumanninum. En ekki efninu. ASÍ þykir halla á þá lakar settu gagnvart hinum. Í þeirra huga er verk að vinna til að snúa af þeirri stefnu sem boðuð er í fjárlagafrumvarpinu og tekjufrumvarpinu. Og þá kemur að því hvaða leið er best að fara til að freista þess að ná fram, að þeirra mati, sem mestum og bestum árangri. Fara í fýlu? Eða freista þess með öðrum hætti að hafa áhrif á það sem verður? Þar sem allir, sem til þekkja og að koma, gera ráð fyrir hörðum átökum um kaup og kjör, bæði milli deilenda á vinnumarkaði og ríkisvaldsins, hlýtur fyrsta krafa okkar hinna að vera sú, að strákarnir hætti þessu rugli og taki að vinna að framgangi málsins. Ekki er annað að sjá en að fjármálaráðherra hafi lagt fram fjárlagafrumvarp og tekjuáætlun ríkisins til umræðu og endurgerðar. Málið er honum ekki fastara í hendi en svo að nánast hálfur þingmeirihluti ríkisstjórnarinnar hefur fyrirvara um þetta allt saman. Kannski færi best á því fyrir Alþýðusambandið að bæta sér í þann hóp, berjast fyrir sínu og freista þess að fá sitt fram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Meðan hinn almenni Íslendingur bíður þess að heyra fréttir, af gangi kjaraviðræðna og hvað taki við þegar skammtímasamningarnir á vinnumarkaði renna sitt skeið, innan ekki langs tíma, upphefst enn og aftur derringur milli þeirra sem mestu ráða um framgang málsins. Forysta Alþýðusambandsins hefur slitið samstarfi, samráði og bara hverju sem er sem varðar næstu og nauðsynlegustu skref. Mikið er það merkilegt að þetta eða annað ámóta skuli endurtekið aftur og aftur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur virkjað Facebook til að leggja sitt inn í ósættið og segir þar forystu ASÍ hlaupa eftir frösum sem falli af vörum forystu Samfylkingarinnar. Og Bjarni gerir þar það sama og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur gert, það er að ætla forseta Alþýðusambandsins að stjórnast af komandi forystukosningum í Alþýðusambandinu. Meðan stóru strákarnir eru á þessu stigi í málinu getum við hin, sem eigum svo mikið undir að vel takist til hjá þeim sem hafa valist til forystu hér og þar, ekki vænst mikils. Mörgum eru ofarlega í minni orð Sigmundar Davíðs, Bjarna, Gylfa Arnbjörnssonar og svo Þorsteins Víglundssonar í þættinum Sprengisandi, að framundan séu átök á vinnumarkaði og ekki verði sjálfgefið að takist að verja þann árangur sem þó hefur tekist að ná. Þjóðin á svo mikið undir að ekki verði holskefla með ófyrirsjáanlegum afleiðingum í landi verðtryggingarinnar. Meðan forysta Alþýðusambandsins skellir hurðum og forysta landsstjórnarinnar ullar á móti gerist trúlegast fátt af viti. Það er með ólíkindum hvernig menn geta látið. Gagnrýni Alþýðusambandsins á tekjuáætlun ríkisins og á fjárlagafrumvarpið er gagnrýni sem verður að taka alvarlega. Staða Alþýðusambandsins er, eða allavega á að vera, sú að orð þess eiga að skipta máli, vera tekin alvarlega. Til að svo verði þarf tvennt til, að lágmarki. Að ASÍ hagi orðum sínum af ábyrgð og að ríkisstjórn, á hverjum tíma, sé skipuð fólki sem tekur gagnrýni en firrist ekki við og hamist á forystumanninum. En ekki efninu. ASÍ þykir halla á þá lakar settu gagnvart hinum. Í þeirra huga er verk að vinna til að snúa af þeirri stefnu sem boðuð er í fjárlagafrumvarpinu og tekjufrumvarpinu. Og þá kemur að því hvaða leið er best að fara til að freista þess að ná fram, að þeirra mati, sem mestum og bestum árangri. Fara í fýlu? Eða freista þess með öðrum hætti að hafa áhrif á það sem verður? Þar sem allir, sem til þekkja og að koma, gera ráð fyrir hörðum átökum um kaup og kjör, bæði milli deilenda á vinnumarkaði og ríkisvaldsins, hlýtur fyrsta krafa okkar hinna að vera sú, að strákarnir hætti þessu rugli og taki að vinna að framgangi málsins. Ekki er annað að sjá en að fjármálaráðherra hafi lagt fram fjárlagafrumvarp og tekjuáætlun ríkisins til umræðu og endurgerðar. Málið er honum ekki fastara í hendi en svo að nánast hálfur þingmeirihluti ríkisstjórnarinnar hefur fyrirvara um þetta allt saman. Kannski færi best á því fyrir Alþýðusambandið að bæta sér í þann hóp, berjast fyrir sínu og freista þess að fá sitt fram.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar