Endurtekin umræða um hleranir Ögmundur Jónasson skrifar 30. september 2014 00:00 Sagan endurtekur sig og ekki gerist það ósjaldan í heimi stjórnmálanna. Nú er hafin umræða um eftirlit með framkvæmd símhlerana sem er nánast samhljóða umræðu sem átti sér stað fyrir þremur árum síðan. Á þeim tíma hafði komið fram af hálfu þáverandi ríkissaksóknara, Valtýs Sigurðssonar, að embættið sinnti ekki lögbundinni eftirlitsskyldu sinni með símhlerunum eða annars konar eftirlitsaðgerðum, svo sem notkun eftirfararbúnaðar, vegna skorts á fjárframlagi til þess og þar af leiðandi skorts á mannafla. Í framhaldinu spannst umræða um eftirlit með símhlerunum og settu margir fram þá skoðun að því væri verulega ábótavant. Ég gegndi á þessum tíma embætti innanríkisráðherra (sem þá var líka ráðherra dómsmála) og brást við með því að óska eftir samtali við nýjan ríkissaksóknara og láta í ljós áhyggjur mínar af þessari stöðu. Sannfærðist ég um þann einlæga ásetning ríkissaksóknara að koma málum til betri vegar, þótt ég minnist þess jafnframt hve ríka áherslu hún lagði á að bættur fjárhagur væri mikilvæg forsenda þess að unnt yrði að sinna lögbundnu hlutverki í þessu efninu sem öðrum. Beitti ég mér því samhliða fyrir auknum fjárveitingum til embættisins.Eftirlit eflt til muna Líkt og fram hefur komið í fréttum undanfarið var eftirlit ríkissaksóknara eflt til muna í kjölfar þessarar umræðu árið 2011. Dómstólaráð samþykkti að senda ríkissaksóknara afrit af öllum beiðnum lögreglu og úrskurðum dómstóla um símhleranir og sambærilegt eftirlit. Enn fremur óskaði ríkissaksóknari eftir upplýsingum frá lögreglu aftur í tímann. Eftirlit með símhlerunum er þar af leiðandi í margfalt betri farvegi en áður var. Engu að síður má spyrja hvort ganga þurfi lengra til að tryggja virkt eftirlit með beitingu aðgerða sem eru þetta mikið inngrip í persónulegt líf fólks.Alþingi móti reglur Árið 2012 lagði ég fyrir Alþingi frumvarp sem var ætlað að skerpa á lögum um rannsóknarheimildir lögreglu til að tryggja að úrræðum á borð við símhlustun væri aðeins beitt við rannsókn alvarlegra brota, sem jafnframt ógna almanna- eða einkahagsmunum. Þá lagði ég jafnframt til, eftir samráð við þáverandi formann allsherjarnefndar, að komið væri á laggirnar eftirliti af hálfu Alþingis, til dæmis með þeim hætti að allsherjarnefnd fengi reglulega í hendur skýrslu frá ríkissaksóknara um veitta úrskurði og grundvöll þeirra. Með þessu yrði veitt ákveðið aðhald auk þess sem Alþingi gæti fylgst með virkni rannsóknarheimildanna. Ég taldi hins vegar rétt að Alþingi mótaði þessar reglur sjálft og ég er enn þeirrar skoðunar. Þessar röksemdir reifaði ég í umræðu um framangreint frumvarp.Frumvarpið er til Þetta frumvarp varð hins vegar ekki að lögum, enda mætti það harðri andstöðu þingmanna bæði úr þáverandi stjórnarmeirihluta og stjórnarandstöðu og aðila innan lögreglu og réttarkerfis sem töldu óráð að þrengja heimildir til símhlerana og vildu heldur útvíkka þær og gera enn óljósari. Sumir þessara aðila virðast sjá hlutina í nýju ljósi núna, sem er vel. En þar sem frumvarpið fór ekki í gegnum þingið komu tillögur um eftirlit af hálfu Alþingis heldur ekki til endanlegrar afgreiðslu. Ég tel rétt að þingið dusti rykið af þessum tillögum núna – og mun ég beita mér fyrir því. Jafnframt vek ég athygli á því að könnun sú sem dómsmálaráðherra kallar eftir á eftirliti með símhlerunum hefur þegar farið fram. Og frumvarpið er til. Nú er rétt að taka þessi mál föstum tökum svo að við þurfum ekki að eiga sömu umræðu að þremur árum liðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Sagan endurtekur sig og ekki gerist það ósjaldan í heimi stjórnmálanna. Nú er hafin umræða um eftirlit með framkvæmd símhlerana sem er nánast samhljóða umræðu sem átti sér stað fyrir þremur árum síðan. Á þeim tíma hafði komið fram af hálfu þáverandi ríkissaksóknara, Valtýs Sigurðssonar, að embættið sinnti ekki lögbundinni eftirlitsskyldu sinni með símhlerunum eða annars konar eftirlitsaðgerðum, svo sem notkun eftirfararbúnaðar, vegna skorts á fjárframlagi til þess og þar af leiðandi skorts á mannafla. Í framhaldinu spannst umræða um eftirlit með símhlerunum og settu margir fram þá skoðun að því væri verulega ábótavant. Ég gegndi á þessum tíma embætti innanríkisráðherra (sem þá var líka ráðherra dómsmála) og brást við með því að óska eftir samtali við nýjan ríkissaksóknara og láta í ljós áhyggjur mínar af þessari stöðu. Sannfærðist ég um þann einlæga ásetning ríkissaksóknara að koma málum til betri vegar, þótt ég minnist þess jafnframt hve ríka áherslu hún lagði á að bættur fjárhagur væri mikilvæg forsenda þess að unnt yrði að sinna lögbundnu hlutverki í þessu efninu sem öðrum. Beitti ég mér því samhliða fyrir auknum fjárveitingum til embættisins.Eftirlit eflt til muna Líkt og fram hefur komið í fréttum undanfarið var eftirlit ríkissaksóknara eflt til muna í kjölfar þessarar umræðu árið 2011. Dómstólaráð samþykkti að senda ríkissaksóknara afrit af öllum beiðnum lögreglu og úrskurðum dómstóla um símhleranir og sambærilegt eftirlit. Enn fremur óskaði ríkissaksóknari eftir upplýsingum frá lögreglu aftur í tímann. Eftirlit með símhlerunum er þar af leiðandi í margfalt betri farvegi en áður var. Engu að síður má spyrja hvort ganga þurfi lengra til að tryggja virkt eftirlit með beitingu aðgerða sem eru þetta mikið inngrip í persónulegt líf fólks.Alþingi móti reglur Árið 2012 lagði ég fyrir Alþingi frumvarp sem var ætlað að skerpa á lögum um rannsóknarheimildir lögreglu til að tryggja að úrræðum á borð við símhlustun væri aðeins beitt við rannsókn alvarlegra brota, sem jafnframt ógna almanna- eða einkahagsmunum. Þá lagði ég jafnframt til, eftir samráð við þáverandi formann allsherjarnefndar, að komið væri á laggirnar eftirliti af hálfu Alþingis, til dæmis með þeim hætti að allsherjarnefnd fengi reglulega í hendur skýrslu frá ríkissaksóknara um veitta úrskurði og grundvöll þeirra. Með þessu yrði veitt ákveðið aðhald auk þess sem Alþingi gæti fylgst með virkni rannsóknarheimildanna. Ég taldi hins vegar rétt að Alþingi mótaði þessar reglur sjálft og ég er enn þeirrar skoðunar. Þessar röksemdir reifaði ég í umræðu um framangreint frumvarp.Frumvarpið er til Þetta frumvarp varð hins vegar ekki að lögum, enda mætti það harðri andstöðu þingmanna bæði úr þáverandi stjórnarmeirihluta og stjórnarandstöðu og aðila innan lögreglu og réttarkerfis sem töldu óráð að þrengja heimildir til símhlerana og vildu heldur útvíkka þær og gera enn óljósari. Sumir þessara aðila virðast sjá hlutina í nýju ljósi núna, sem er vel. En þar sem frumvarpið fór ekki í gegnum þingið komu tillögur um eftirlit af hálfu Alþingis heldur ekki til endanlegrar afgreiðslu. Ég tel rétt að þingið dusti rykið af þessum tillögum núna – og mun ég beita mér fyrir því. Jafnframt vek ég athygli á því að könnun sú sem dómsmálaráðherra kallar eftir á eftirliti með símhlerunum hefur þegar farið fram. Og frumvarpið er til. Nú er rétt að taka þessi mál föstum tökum svo að við þurfum ekki að eiga sömu umræðu að þremur árum liðnum.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun