Markaðsbrestir og mótvægi Jón Sigurðsson skrifar 8. október 2014 07:00 Atvinnulíf nútíma velmegunarþjóðfélaga einkennist af mikilli fjölbreytni. Mikilvægur þáttur er svokallaður ,,félagsgeiri“ eða óarðsækinn rekstur þjónustu við almenning (,,non profit“, ,,Sozialwirtschaft“, ,,social entreprise“, ,,l`économie sociale“). Félagsgeirinn er talinn um 5% vergrar landsframleiðslu á heimsvísu, sem gæti talist ,,sjöunda stærsta hagkerfi“ heims. Um aldamótin störfuðu um 40 milljónir manna í þessum geira á heimsvísu, þar af tæpur helmingur sjálfboðaliðar. Félagsgeirinn mun vera einna sterkastur í Norður-Ameríku. Í Evrópu er hann mjög öflugur, en er þar í tengslum við opinbera fjámögnun og víða tengsl við kirkjuna. Á Norðurlöndum er verkaskiptingin önnur, enda ríkisvaldið þar umsvifameira. Almennt talað eflist félagsgeirinn eftir því sem almenn lífskjör batna og valkostum almennings fjölgar. Þannig hefur félagsgeirinn verið í varanlegri sókn sé litið yfir lengra tímabil. Peter F. Drucker hefur skrifað mikið um félagsgeirann og mótað áhrifamiklar kenningar um stöðu hans, einkenni og mikilvægi. Drucker rakti m.a. að óarðsækinn rekstur byggist á siðrænum og félagslegum gildum sem miklu skipta fyrir almenna velferð og menningu, velmegun og framfarir. Hann gegnir jafnframt mikilvægu hlutverki sem úrræði gegn markaðsbrestum og sem mótvægisafl innan markaðshagkerfisins. Óarðsækinn félagsgeiri á Íslandi birtist í rekstri frjálsra félagasamtaka, í sjálfseignarstofnunum, sjálfstæðum velferðarstofnunum og menningarstofnunum, sjálfstæðum skólum, sparisjóðum, samvinnufélögum og búsetafélögum, og lífeyrissjóðum. Fyrir nokkrum árum voru um 12 þúsund almannasamtök og áhugamannafélög skráð hér, tæplega 70 sjálfseignarstofnanir með atvinnurekstur og rúmlega 400 aðrar, sumar þeirra með rekstur. Þá voru samvinnufélög rúmlega 30, húsnæðissamvinnufélög 8 og sparisjóðir 8. Og 27 lífeyrissjóðir eru starfandi í landinu. Félagsgeirinn er ráðandi í velferðar- og öldrunarþjónustu. Búvörustöðvar eru samvinnufélög og Samkaup þjóna um 17% dagvörumarkaðarins. Sem dæmi um umsvif óarðsækna félagsgeirans á Íslandi má taka lífeyrissjóðina. Eignir þeirra nema um 160% vergrar landsframleiðslu og árlegar inn- og útgreiðslur þeirra um 13% vergrar landsframleiðslu. Annars er áætlað að félagsgeirinn nemi í heild um 4 - 7% landsframleiðslunnar. Mjög hefur dregið úr vægi samvinnufélaga og sparisjóða á undanförnum árum. Sú öfugþróun er ótengd rekstrarforminu, en fylgir byggðaröskun og verðbólguþróun. Á síðustu árum hafa velferðarstofnanir líka lent í hremmingum. Um það vitna Hjúkrunarheimilið Eir, Sunnuhlíð, Félagsbústaðir í Hafnarfirði og fleiri slíkar stofnanir. Svipuðu máli gegnir um búsetafélögin. Þessi vandræði staðfesta að efla þarf aðhald og samfélagslegt eftirlit með þessum rekstri, enda á óarðsækinn félagsgeiri ekki að taka á sig áhættur eða vogun eða fara út fyrir eigin svið. Samfélagseftirlit verður að auka, og einnig verður að koma í veg fyrir að skuldbindingar við aðra gangi fram fyrir skuldbindingar stofnana og samtaka við eigin félagsmenn og þjónustuþega, sparifjáreigendur, heimilismenn og íbúa í íbúðarréttar- eða búseturéttaríbúðum. Þetta má vel tryggja með skilvirkum hætti, og á Alþingi í fyrra var sérstakt breytingafrumvarp lagt fram um hluta vandans. Vonandi verður það afgreitt á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Atvinnulíf nútíma velmegunarþjóðfélaga einkennist af mikilli fjölbreytni. Mikilvægur þáttur er svokallaður ,,félagsgeiri“ eða óarðsækinn rekstur þjónustu við almenning (,,non profit“, ,,Sozialwirtschaft“, ,,social entreprise“, ,,l`économie sociale“). Félagsgeirinn er talinn um 5% vergrar landsframleiðslu á heimsvísu, sem gæti talist ,,sjöunda stærsta hagkerfi“ heims. Um aldamótin störfuðu um 40 milljónir manna í þessum geira á heimsvísu, þar af tæpur helmingur sjálfboðaliðar. Félagsgeirinn mun vera einna sterkastur í Norður-Ameríku. Í Evrópu er hann mjög öflugur, en er þar í tengslum við opinbera fjámögnun og víða tengsl við kirkjuna. Á Norðurlöndum er verkaskiptingin önnur, enda ríkisvaldið þar umsvifameira. Almennt talað eflist félagsgeirinn eftir því sem almenn lífskjör batna og valkostum almennings fjölgar. Þannig hefur félagsgeirinn verið í varanlegri sókn sé litið yfir lengra tímabil. Peter F. Drucker hefur skrifað mikið um félagsgeirann og mótað áhrifamiklar kenningar um stöðu hans, einkenni og mikilvægi. Drucker rakti m.a. að óarðsækinn rekstur byggist á siðrænum og félagslegum gildum sem miklu skipta fyrir almenna velferð og menningu, velmegun og framfarir. Hann gegnir jafnframt mikilvægu hlutverki sem úrræði gegn markaðsbrestum og sem mótvægisafl innan markaðshagkerfisins. Óarðsækinn félagsgeiri á Íslandi birtist í rekstri frjálsra félagasamtaka, í sjálfseignarstofnunum, sjálfstæðum velferðarstofnunum og menningarstofnunum, sjálfstæðum skólum, sparisjóðum, samvinnufélögum og búsetafélögum, og lífeyrissjóðum. Fyrir nokkrum árum voru um 12 þúsund almannasamtök og áhugamannafélög skráð hér, tæplega 70 sjálfseignarstofnanir með atvinnurekstur og rúmlega 400 aðrar, sumar þeirra með rekstur. Þá voru samvinnufélög rúmlega 30, húsnæðissamvinnufélög 8 og sparisjóðir 8. Og 27 lífeyrissjóðir eru starfandi í landinu. Félagsgeirinn er ráðandi í velferðar- og öldrunarþjónustu. Búvörustöðvar eru samvinnufélög og Samkaup þjóna um 17% dagvörumarkaðarins. Sem dæmi um umsvif óarðsækna félagsgeirans á Íslandi má taka lífeyrissjóðina. Eignir þeirra nema um 160% vergrar landsframleiðslu og árlegar inn- og útgreiðslur þeirra um 13% vergrar landsframleiðslu. Annars er áætlað að félagsgeirinn nemi í heild um 4 - 7% landsframleiðslunnar. Mjög hefur dregið úr vægi samvinnufélaga og sparisjóða á undanförnum árum. Sú öfugþróun er ótengd rekstrarforminu, en fylgir byggðaröskun og verðbólguþróun. Á síðustu árum hafa velferðarstofnanir líka lent í hremmingum. Um það vitna Hjúkrunarheimilið Eir, Sunnuhlíð, Félagsbústaðir í Hafnarfirði og fleiri slíkar stofnanir. Svipuðu máli gegnir um búsetafélögin. Þessi vandræði staðfesta að efla þarf aðhald og samfélagslegt eftirlit með þessum rekstri, enda á óarðsækinn félagsgeiri ekki að taka á sig áhættur eða vogun eða fara út fyrir eigin svið. Samfélagseftirlit verður að auka, og einnig verður að koma í veg fyrir að skuldbindingar við aðra gangi fram fyrir skuldbindingar stofnana og samtaka við eigin félagsmenn og þjónustuþega, sparifjáreigendur, heimilismenn og íbúa í íbúðarréttar- eða búseturéttaríbúðum. Þetta má vel tryggja með skilvirkum hætti, og á Alþingi í fyrra var sérstakt breytingafrumvarp lagt fram um hluta vandans. Vonandi verður það afgreitt á næstunni.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun