Stendur þú skil á þínu? Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 17. október 2014 07:00 Í vor var ég á fundi með nokkrum félagsmönnum í Samtökum iðnaðarins þegar ég var spurð eftirfarandi spurningar: „Hvernig ætlar þú að útrýma svartri atvinnustarfsemi nú þegar þú ert orðin formaður SI?“ Ég verð að viðurkenna að mér varð orða vant eitt augnablik enda stórt spurt. Svört atvinnustarfsemi er ákveðið þjóðarmein sem hefur verið viðloðandi íslenska viðskiptahætti svo lengi sem elstu menn muna. Það er þjóðarmein þegar einhverjir telja sig yfir það hafna að greiða til samfélagsins sanngjarnan hluta af tekjum sínum. Fjármuni sem skila sér síðan aftur til okkar í formi sjúkrahúsa, elliheimila, leik- og grunnskóla og vegakerfis svo fátt eitt sé nefnt. Talið er að tekjutap hins opinbera vegna skattsvika hér á landi nemi nálægt 70 milljörðum á hverju einasta ári. Fyrir þá fjárhæð væri t.d. hægt að byggja nýjan Landspítala, leggja hefðbundinn þjóðveg hringinn í kringum landið, fjármagna rekstur Háskóla Íslands í 4 ár eða reka alla almenna heilsugæslu í tvö ár. Síðast en ekki síst gætum við lækkað skattaálögur á einstaklinga um 36% fyrir þessa fjárhæð. Með öðrum orðum, hinn almenni borgari er í dag að greiða með svartri atvinnustarfsemi vegna örfárra einstaklinga sem taka ekki þátt í að skapa þá velferð sem þeir sjálfir vilja lifa við. Þeim finnst í lagi að einhverjir aðrir beri þær byrðar … bara ekki ég. Á þessum fyrrnefnda fundi í vor svaraði ég því þannig til að ég, ein og sér, gæti aldrei útrýmt svartri atvinnustarfsemi. Til þess að koma í veg fyrir svarta vinnu þarf hugarfarsbreytingu okkar allra. Við þurfum að hætta að kaupa vörur og þjónustu af aðilum sem ekki vilja greiða lögbundinn skatt af því. Við þurfum að beina viðskiptum okkar til þeirra fjölmörgu aðila sem starfa af heiðarleika í þessu landi og leggja sig fram um að standa skil á sínu. Svört vinna er ólögleg. Svört atvinnustarfsemi er svik. Launamenn eiga að njóta lögbundinna réttinda af vinnu sinni. Samtök iðnaðarins berjast fyrir sanngjörnum og heiðarlegum viðskiptaháttum og hvetja landsmenn til að sniðganga þá atvinnustarfsemi sem ekki er uppi á borðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Í vor var ég á fundi með nokkrum félagsmönnum í Samtökum iðnaðarins þegar ég var spurð eftirfarandi spurningar: „Hvernig ætlar þú að útrýma svartri atvinnustarfsemi nú þegar þú ert orðin formaður SI?“ Ég verð að viðurkenna að mér varð orða vant eitt augnablik enda stórt spurt. Svört atvinnustarfsemi er ákveðið þjóðarmein sem hefur verið viðloðandi íslenska viðskiptahætti svo lengi sem elstu menn muna. Það er þjóðarmein þegar einhverjir telja sig yfir það hafna að greiða til samfélagsins sanngjarnan hluta af tekjum sínum. Fjármuni sem skila sér síðan aftur til okkar í formi sjúkrahúsa, elliheimila, leik- og grunnskóla og vegakerfis svo fátt eitt sé nefnt. Talið er að tekjutap hins opinbera vegna skattsvika hér á landi nemi nálægt 70 milljörðum á hverju einasta ári. Fyrir þá fjárhæð væri t.d. hægt að byggja nýjan Landspítala, leggja hefðbundinn þjóðveg hringinn í kringum landið, fjármagna rekstur Háskóla Íslands í 4 ár eða reka alla almenna heilsugæslu í tvö ár. Síðast en ekki síst gætum við lækkað skattaálögur á einstaklinga um 36% fyrir þessa fjárhæð. Með öðrum orðum, hinn almenni borgari er í dag að greiða með svartri atvinnustarfsemi vegna örfárra einstaklinga sem taka ekki þátt í að skapa þá velferð sem þeir sjálfir vilja lifa við. Þeim finnst í lagi að einhverjir aðrir beri þær byrðar … bara ekki ég. Á þessum fyrrnefnda fundi í vor svaraði ég því þannig til að ég, ein og sér, gæti aldrei útrýmt svartri atvinnustarfsemi. Til þess að koma í veg fyrir svarta vinnu þarf hugarfarsbreytingu okkar allra. Við þurfum að hætta að kaupa vörur og þjónustu af aðilum sem ekki vilja greiða lögbundinn skatt af því. Við þurfum að beina viðskiptum okkar til þeirra fjölmörgu aðila sem starfa af heiðarleika í þessu landi og leggja sig fram um að standa skil á sínu. Svört vinna er ólögleg. Svört atvinnustarfsemi er svik. Launamenn eiga að njóta lögbundinna réttinda af vinnu sinni. Samtök iðnaðarins berjast fyrir sanngjörnum og heiðarlegum viðskiptaháttum og hvetja landsmenn til að sniðganga þá atvinnustarfsemi sem ekki er uppi á borðum.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun