Landspítali – háskólasjúkrahús í miklum vanda Yfirlæknar á Landspítala skrifar 23. október 2014 07:00 Læknar hafa, líkt og aðrir starfsmenn Landspítala, þungar áhyggjur af þróun mála á stærsta vinnustað landsins. Við metum stöðuna þannig að um alvarlegan bráðavanda sé að ræða sem bregðast þurfi við án tafar. Við vitum að slæm staða Landspítala er almenningi ekki að skapi, enda vilja allir Íslendingar geta reitt sig á þjónustu spítalans þegar á þarf að halda.Fyrirheitin Landsmenn fylktu liði um þjóðarsjúkrahúsið á síðasta ári. Þingmenn úr öllum flokkum skynjuðu þungann í málflutningnum og endurskoðuðu forgangsröðun í fjárlagafrumvarpinu sem þá var til afgreiðslu. Fyrir vikið komst spítalinn tímabundið fyrir vind og það lofaði góðu fyrir sjúklinga okkar og starfsfólk. Flestir héldu að botninum væri náð, enda ætluðu þingmenn allra flokka að fylkja sér um að viðhalda nauðsynlegri þjónustu spítalans. Nú er liðið ár og fyrirheitin um að snúa þróuninni við virðast gleymd eða eru í besta falli mjög óljós. Komi til frekari niðurskurðar á þessu ári samhliða verkföllum er óhjákvæmilegt að landsmenn búi sig undir skerta þjónustu strax á næsta ári.Margþættur vandi Vandi spítalans er margþættur. Ítrekað hefur komið fram að tækjakostur spítalans er víða úreltur og sífelldar bilanir daglegt brauð. Húsnæði sumra deilda er heilsuspillandi og aðstaða sjúklinga og starfsfólks ófullnægjandi. Til dæmis er skortur á viðunandi salernisaðstöðu (aðeins 4% salerna standast byggingarreglugerð), sem eykur smithættu. Það er einnig staðreynd að illa gengur að fá íslenska lækna sem lokið hafa sérnámi erlendis til að ráða sig á Landspítala. Ekki veldur síður áhyggjum að ungir sérfræðingar sem flutt hafa heim til Íslands flytja í vaxandi mæli aftur utan eða íhuga að flytja af landi brott. Það tekur um 15 ár að mennta hvern sérfræðing frá upphafi læknanáms. Þegar mest kreppti að í þjóðfélaginu tókst að halda rekstri spítalans í jafnvægi með hagræðingu en einnig gríðarlegu aðhaldi og niðurskurði. Í reynd var tekið lán hjá framtíðinni því viðhald húsnæðis var ófullnægjandi og bráðnauðsynlegri endurnýjun slegið á frest. Tækjakostur fór því niður fyrir öryggismörk og vinnuaðstaða og kjör heilbrigðisstarfsfólks urðu óviðunandi og ósamkeppnishæf. Það er löngu komið að skuldadögum og úrræðaleysi og ákvarðanafælni gerir illt verra. Frestun á úrbótum og uppbyggingu við ríkjandi aðstæður yrði í reynd enn ein lántakan2.Viðvarandi undirfjármögnun Ljóst er að fjárveiting til Landspítala samkvæmt nýlegu fjárlagafrumvarpi nægir ekki til þess að reka spítalann á næsta ári miðað við óbreytta starfsemi. Á síðasta ári fengust eftir mikla baráttu 1.700 milljónir aukalega til reksturs spítalans. Mest af því fé fór í launaleiðréttingar samkvæmt kjarasamningum og í jafnlaunaátak ríkisstjórnarinnar. Kostnaður við aukavaktir jókst einnig vegna mikils álags á hjúkrunarfræðinga og taka þurfti fé úr rekstri til að sinna bráðaviðhaldi á leku húsnæði. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er rekstrarfé aukið um 120 milljónir sem nemur aðeins 0,26% af rekstrarfé spítalans. Slík viðbót er langt undir þeim 4-5% (allt að 2.000 milljónir) sem þarf til að halda sjó í rekstri spítalans. Þörf er á 1.000 milljónum til viðhalds á húsnæði, en viðhaldskostnaður lekra og heilsuspillandi bygginga verður sífellt meira íþyngjandi. Þetta er sýnu alvarlegra þar sem stöðugur niðurskurður hefur staðið yfir í meira en áratug á spítalanum. Þannig eru framlög til sjúkrahússins samkvæmt fjárlagafrumvarpi um 10% lægri á raunverði en árið 2008, þrátt fyrir að verkefni spítalans hafi aukist. Ekkert hinna stærri ríkisfyrirtækja hefur þurft að draga jafn mikið úr rekstri í hruninu og Landspítalinn.Lekar byggingar Eins og kemur glöggt fram í tveim nýlegum skýrslum Landlæknisembættisins um starfsemi, mannauð og húsnæði á Landspítala1, má víða finna alvarlega bresti í aðbúnaði sjúklinga. Einnig er mönnun lækna á ýmsum sviðum spítalans komin fram á ystu nöf, t.d. í krabbameinslækningum og nýrnalækningum. Stöðuhlutföll hafa farið ört lækkandi í hjartalækningum þar sem hjartalæknar velja að starfa á eigin læknastofum fremur en á Landspítala. Ekki er staðan betri á myndgreiningardeild spítalans sem er undirstöðudeild á sjúkrahúsinu. Þannig má lengi telja. Á öllum ofangreindum deildum er hætta á að álag á þá sérfræðinga og deildarlækna sem eru við störf verði óhóflegt og þeir muni smám saman gefast upp. Það yrði sennilega alvarlegasta og kostnaðarsamasta afleiðingin af hnignun spítalans.Spítali okkar allra Landspítali er spítali allra landsmanna2. Flestar fjölskyldur landsins hafa einhvern tíma þurft á almennri eða sérhæfðri þjónustu spítalans að halda á mikilvægum stundum og oft við erfiðar aðstæður. Sérhæfð þjónusta verður ekki veitt án sérhæfðs starfsfólks. Krafan um spítala sem ræður við hlutverk sitt er ekki „hreppapólitík“. Hún er krafa allra landsmanna. Eðlilega þurfa eldri Íslendingar mest á heilbrigðisþjónustu að halda. Þetta er sá þjóðfélagshópur sem byggði upp samfélag okkar með hörðum höndum og ruddi þjóðinni leið til betra lífs. Við eigum þessum einstaklingum skuld að gjalda sem verður ekki velt yfir á framtíðina.Lokaorð Það er sameiginlegt baráttumál íbúa í öllum landshlutum, sjúkra og heilbrigðra, yngri sem eldri að spítali allra landsmanna sé öflugur og traustur. Raunsæi, áræðni og framtíðarsýn þarf til að tryggja sjúklingum nauðsynlega þjónustu í öruggu umhverfi. Lausnin felst ekki í því að senda sjúklinga úr landi til lækninga. Það er vond lausn og dýr fyrir sjúklinga, aðstandendur og þjóðarbúið í heild. Gríðarleg þekking er til staðar í íslenska heilbrigðiskerfinu. Þennan mannauð má ekki undir neinum kringumstæðum missa úr landi. Styrkur íslenskrar heilbrigðisþjónustu hefur m.a. byggst á því að vel menntaðir sérfræðingar hafa snúið heim til starfa eftir margra ára nám og þjálfun við öndvegisstofnanir austan hafs og vestan. Ef sú nýliðun hættir horfum við fram á hnignun heilbrigðiskerfisins og skerta sérfræðiþjónustu sem afar erfitt verður að snúa við í náinni framtíð. 1) http://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item24656/Uttektir-a-Landspitala 2) http://www.laeknabladid.is/media/tolublod/1653/PDF/r02.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Læknar hafa, líkt og aðrir starfsmenn Landspítala, þungar áhyggjur af þróun mála á stærsta vinnustað landsins. Við metum stöðuna þannig að um alvarlegan bráðavanda sé að ræða sem bregðast þurfi við án tafar. Við vitum að slæm staða Landspítala er almenningi ekki að skapi, enda vilja allir Íslendingar geta reitt sig á þjónustu spítalans þegar á þarf að halda.Fyrirheitin Landsmenn fylktu liði um þjóðarsjúkrahúsið á síðasta ári. Þingmenn úr öllum flokkum skynjuðu þungann í málflutningnum og endurskoðuðu forgangsröðun í fjárlagafrumvarpinu sem þá var til afgreiðslu. Fyrir vikið komst spítalinn tímabundið fyrir vind og það lofaði góðu fyrir sjúklinga okkar og starfsfólk. Flestir héldu að botninum væri náð, enda ætluðu þingmenn allra flokka að fylkja sér um að viðhalda nauðsynlegri þjónustu spítalans. Nú er liðið ár og fyrirheitin um að snúa þróuninni við virðast gleymd eða eru í besta falli mjög óljós. Komi til frekari niðurskurðar á þessu ári samhliða verkföllum er óhjákvæmilegt að landsmenn búi sig undir skerta þjónustu strax á næsta ári.Margþættur vandi Vandi spítalans er margþættur. Ítrekað hefur komið fram að tækjakostur spítalans er víða úreltur og sífelldar bilanir daglegt brauð. Húsnæði sumra deilda er heilsuspillandi og aðstaða sjúklinga og starfsfólks ófullnægjandi. Til dæmis er skortur á viðunandi salernisaðstöðu (aðeins 4% salerna standast byggingarreglugerð), sem eykur smithættu. Það er einnig staðreynd að illa gengur að fá íslenska lækna sem lokið hafa sérnámi erlendis til að ráða sig á Landspítala. Ekki veldur síður áhyggjum að ungir sérfræðingar sem flutt hafa heim til Íslands flytja í vaxandi mæli aftur utan eða íhuga að flytja af landi brott. Það tekur um 15 ár að mennta hvern sérfræðing frá upphafi læknanáms. Þegar mest kreppti að í þjóðfélaginu tókst að halda rekstri spítalans í jafnvægi með hagræðingu en einnig gríðarlegu aðhaldi og niðurskurði. Í reynd var tekið lán hjá framtíðinni því viðhald húsnæðis var ófullnægjandi og bráðnauðsynlegri endurnýjun slegið á frest. Tækjakostur fór því niður fyrir öryggismörk og vinnuaðstaða og kjör heilbrigðisstarfsfólks urðu óviðunandi og ósamkeppnishæf. Það er löngu komið að skuldadögum og úrræðaleysi og ákvarðanafælni gerir illt verra. Frestun á úrbótum og uppbyggingu við ríkjandi aðstæður yrði í reynd enn ein lántakan2.Viðvarandi undirfjármögnun Ljóst er að fjárveiting til Landspítala samkvæmt nýlegu fjárlagafrumvarpi nægir ekki til þess að reka spítalann á næsta ári miðað við óbreytta starfsemi. Á síðasta ári fengust eftir mikla baráttu 1.700 milljónir aukalega til reksturs spítalans. Mest af því fé fór í launaleiðréttingar samkvæmt kjarasamningum og í jafnlaunaátak ríkisstjórnarinnar. Kostnaður við aukavaktir jókst einnig vegna mikils álags á hjúkrunarfræðinga og taka þurfti fé úr rekstri til að sinna bráðaviðhaldi á leku húsnæði. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er rekstrarfé aukið um 120 milljónir sem nemur aðeins 0,26% af rekstrarfé spítalans. Slík viðbót er langt undir þeim 4-5% (allt að 2.000 milljónir) sem þarf til að halda sjó í rekstri spítalans. Þörf er á 1.000 milljónum til viðhalds á húsnæði, en viðhaldskostnaður lekra og heilsuspillandi bygginga verður sífellt meira íþyngjandi. Þetta er sýnu alvarlegra þar sem stöðugur niðurskurður hefur staðið yfir í meira en áratug á spítalanum. Þannig eru framlög til sjúkrahússins samkvæmt fjárlagafrumvarpi um 10% lægri á raunverði en árið 2008, þrátt fyrir að verkefni spítalans hafi aukist. Ekkert hinna stærri ríkisfyrirtækja hefur þurft að draga jafn mikið úr rekstri í hruninu og Landspítalinn.Lekar byggingar Eins og kemur glöggt fram í tveim nýlegum skýrslum Landlæknisembættisins um starfsemi, mannauð og húsnæði á Landspítala1, má víða finna alvarlega bresti í aðbúnaði sjúklinga. Einnig er mönnun lækna á ýmsum sviðum spítalans komin fram á ystu nöf, t.d. í krabbameinslækningum og nýrnalækningum. Stöðuhlutföll hafa farið ört lækkandi í hjartalækningum þar sem hjartalæknar velja að starfa á eigin læknastofum fremur en á Landspítala. Ekki er staðan betri á myndgreiningardeild spítalans sem er undirstöðudeild á sjúkrahúsinu. Þannig má lengi telja. Á öllum ofangreindum deildum er hætta á að álag á þá sérfræðinga og deildarlækna sem eru við störf verði óhóflegt og þeir muni smám saman gefast upp. Það yrði sennilega alvarlegasta og kostnaðarsamasta afleiðingin af hnignun spítalans.Spítali okkar allra Landspítali er spítali allra landsmanna2. Flestar fjölskyldur landsins hafa einhvern tíma þurft á almennri eða sérhæfðri þjónustu spítalans að halda á mikilvægum stundum og oft við erfiðar aðstæður. Sérhæfð þjónusta verður ekki veitt án sérhæfðs starfsfólks. Krafan um spítala sem ræður við hlutverk sitt er ekki „hreppapólitík“. Hún er krafa allra landsmanna. Eðlilega þurfa eldri Íslendingar mest á heilbrigðisþjónustu að halda. Þetta er sá þjóðfélagshópur sem byggði upp samfélag okkar með hörðum höndum og ruddi þjóðinni leið til betra lífs. Við eigum þessum einstaklingum skuld að gjalda sem verður ekki velt yfir á framtíðina.Lokaorð Það er sameiginlegt baráttumál íbúa í öllum landshlutum, sjúkra og heilbrigðra, yngri sem eldri að spítali allra landsmanna sé öflugur og traustur. Raunsæi, áræðni og framtíðarsýn þarf til að tryggja sjúklingum nauðsynlega þjónustu í öruggu umhverfi. Lausnin felst ekki í því að senda sjúklinga úr landi til lækninga. Það er vond lausn og dýr fyrir sjúklinga, aðstandendur og þjóðarbúið í heild. Gríðarleg þekking er til staðar í íslenska heilbrigðiskerfinu. Þennan mannauð má ekki undir neinum kringumstæðum missa úr landi. Styrkur íslenskrar heilbrigðisþjónustu hefur m.a. byggst á því að vel menntaðir sérfræðingar hafa snúið heim til starfa eftir margra ára nám og þjálfun við öndvegisstofnanir austan hafs og vestan. Ef sú nýliðun hættir horfum við fram á hnignun heilbrigðiskerfisins og skerta sérfræðiþjónustu sem afar erfitt verður að snúa við í náinni framtíð. 1) http://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item24656/Uttektir-a-Landspitala 2) http://www.laeknabladid.is/media/tolublod/1653/PDF/r02.pdf
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun