Stefnir í spennandi vetur í kvennakörfunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2014 06:00 Öflug Hin 18 ára gamla Sara Rún Hinriksdóttir fer fyrir sterku liði Keflavíkur í vetur. Úrslit leikja í kvennakörfunni hafa oft verið fyrirsjáanleg í gegnum tíðina en það er allt annað upp á teningnum í vetur og útlit fyrir æsispennandi baráttu um fjögur efstu sætin sem skila farseðli í úrslitakeppnina í vor. Nú munar aðeins tveimur stigum á efsta liðinu (Keflavík) og liðinu í fimmta sæti (Valur), öll lið deildarinnar hafa tapað leik og til að ítreka lítinn mun á efstu liðunum vann Keflavík leik liðanna í síðustu umferð eftir framlengingu. Þetta var þriðji sigur Keflavíkurliðsins í röð en á undan unnu Keflavíkurkonur Íslandsmeistara Snæfells sannfærandi á útivelli. Keflavík var spáð yfirburðasigri í spá fyrir mót og þar er allt til alls til að bæta fleiri titlum við myndarlegt titlasafn liðsins. Spútniklið fyrstu fimm umferðanna eru án vafa Haukakonur, sem misstu marga lykilmenn frá því í fyrra og töpuðu síðan fyrir Íslandsmeisturunum í fyrsta leik. Síðan þá hefur þetta unga lið unnið alla sína leiki og stimplað sig fyrir alvöru inn í toppbaráttuna þar sem fáir bjuggust við að sjá þær í vetur. Íslandsmeistarar Snæfells mæta með nokkuð breytt lið en hafa samt unnið fjóra af fyrstu fimmleikjum sínum þrátt fyrir að allir nema einn hafi verið á móti efstu fimm liðum deildarinnar. Snæfell fær heimaleik gegn Hamri í kvöld. Grindavík og Valur hafa bæði tapað tveimur leikjum en á meðan bæði töp Valsliðsins hafa verið naum töp á útivelli á móti liðum í efstu þremur sætunum hafa Grindavíkurkonur tapað tveimur heimaleikjum í röð. Grindavík og Valur eiga bæði eftir að vinna lið í efstu fimm sætunum en fá tækifæri til að breyta því í kvöld þegar Valur tekur á móti Haukum og Grindavík heimsækir Keflavík. Breiðablik, Hamar og KR hafa ekki fengið stig á móti efstu fimm liðunum í vetur og KR-konur eiga enn eftir að vinna leik. Þessi lið eru ekki líkleg til að berjast um sæti í úrslitakeppninni en keppast öll við að sleppa við fall. KR tekur á móti nýliðum Breiðabliks í kvöld. Bandarískir leikmenn liðanna eru eins og áður í stórum hlutverkum og skipa sér í sjö efstu sætin á listanum yfir hæsta framlag til síns liðs. Það vekur hins vegar athygli að þær stelpur sem eru með hæsta framlag af íslensku leikmönnunum eru allar að spila inni í eða í kringum teiginn. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir hjá Hamri, Valskonurnar Ragnheiður Benónísdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir og María Ben Erlingsdóttir úr Grindavík hafa skilað mestu til sinna liða í upphafi móts af íslenskum leikmönnum deildarinnar. Keflavík, KR og Breiðablik eru líka með íslenska miðherja eða stóra framherja inni á topp tuttugu í framlagi. Stóru stelpurnar okkar eru því að standa sig í spennandi deild. Dominos-deild kvenna Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Úrslit leikja í kvennakörfunni hafa oft verið fyrirsjáanleg í gegnum tíðina en það er allt annað upp á teningnum í vetur og útlit fyrir æsispennandi baráttu um fjögur efstu sætin sem skila farseðli í úrslitakeppnina í vor. Nú munar aðeins tveimur stigum á efsta liðinu (Keflavík) og liðinu í fimmta sæti (Valur), öll lið deildarinnar hafa tapað leik og til að ítreka lítinn mun á efstu liðunum vann Keflavík leik liðanna í síðustu umferð eftir framlengingu. Þetta var þriðji sigur Keflavíkurliðsins í röð en á undan unnu Keflavíkurkonur Íslandsmeistara Snæfells sannfærandi á útivelli. Keflavík var spáð yfirburðasigri í spá fyrir mót og þar er allt til alls til að bæta fleiri titlum við myndarlegt titlasafn liðsins. Spútniklið fyrstu fimm umferðanna eru án vafa Haukakonur, sem misstu marga lykilmenn frá því í fyrra og töpuðu síðan fyrir Íslandsmeisturunum í fyrsta leik. Síðan þá hefur þetta unga lið unnið alla sína leiki og stimplað sig fyrir alvöru inn í toppbaráttuna þar sem fáir bjuggust við að sjá þær í vetur. Íslandsmeistarar Snæfells mæta með nokkuð breytt lið en hafa samt unnið fjóra af fyrstu fimmleikjum sínum þrátt fyrir að allir nema einn hafi verið á móti efstu fimm liðum deildarinnar. Snæfell fær heimaleik gegn Hamri í kvöld. Grindavík og Valur hafa bæði tapað tveimur leikjum en á meðan bæði töp Valsliðsins hafa verið naum töp á útivelli á móti liðum í efstu þremur sætunum hafa Grindavíkurkonur tapað tveimur heimaleikjum í röð. Grindavík og Valur eiga bæði eftir að vinna lið í efstu fimm sætunum en fá tækifæri til að breyta því í kvöld þegar Valur tekur á móti Haukum og Grindavík heimsækir Keflavík. Breiðablik, Hamar og KR hafa ekki fengið stig á móti efstu fimm liðunum í vetur og KR-konur eiga enn eftir að vinna leik. Þessi lið eru ekki líkleg til að berjast um sæti í úrslitakeppninni en keppast öll við að sleppa við fall. KR tekur á móti nýliðum Breiðabliks í kvöld. Bandarískir leikmenn liðanna eru eins og áður í stórum hlutverkum og skipa sér í sjö efstu sætin á listanum yfir hæsta framlag til síns liðs. Það vekur hins vegar athygli að þær stelpur sem eru með hæsta framlag af íslensku leikmönnunum eru allar að spila inni í eða í kringum teiginn. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir hjá Hamri, Valskonurnar Ragnheiður Benónísdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir og María Ben Erlingsdóttir úr Grindavík hafa skilað mestu til sinna liða í upphafi móts af íslenskum leikmönnum deildarinnar. Keflavík, KR og Breiðablik eru líka með íslenska miðherja eða stóra framherja inni á topp tuttugu í framlagi. Stóru stelpurnar okkar eru því að standa sig í spennandi deild.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn