Erum dálítið að sofna á verðinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2014 06:30 Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason. Fréttablaðið/Stefán Valdimar Grímsson og Bjarki Sigurðsson upplifðu kynslóðaskiptin í landsliðinu fyrir 24 árum. Þeir hafa báðir áhyggjur af því að meðalaldur íslenska liðsins sé farinn að nálgast 31 ár. „Við þurfum að girða okkur í brók og hefja undirbúning fyrir þá drengi sem eru efnilegir og góðir. Eftir að liðinu tókst ekki að komast á stórmót núna í janúar hefði þurft að búa eitthvað til fyrir þá til að þeir séu tilbúnir í verkefnið þegar kemur að því,“ segir Bjarki Sigurðsson og nefnir sérstaklega 1990-árganginn sem vann silfur á HM 19 ára árið 2009. Bjarki vill sjá B-landslið. „Það kemur að því að þessir leikmenn í dag lenda á endastöð og það styttist óðfluga í það. Þá þarf að koma nýjum leikmönnum inn. Það er til fullt af ungum og efnilegum drengjum en það þarf bara að fara að gefa þeim tækifærið,“ segir Bjarki. „Tímarnir eru breyttir en engu að síður eru þetta mjög alvarlegir hlutir sem eru að gerast. Þegar meðaldur liðsins er farinn að nálgast 31 ár eru hlutir sem við þurfum að huga að og passa upp á. Það er ekkert sjálfgefið að vera þarna sem við erum,“ segir Valdimar Grímsson sem telur að við höfum gleymt okkur í velgengni síðustu ára. „Samkeppnin er alltaf að verða meiri og meiri og við erum dálítið að sofna á verðinum. Á næsta áratug getur brugðið til beggja vona. Ef að þú dettur út þá er gríðarlega erfitt að komast aftur inn. Við sjáum dæmi um það hjá Svíum. Svíar voru alltaf þjóð sem við litum upp til sem bestu handboltaþjóðar í heimi. Núna er hún bara horfin og ekki einu sinni með. Þeir komast ekki inn. Ef við dettum út þá getum við séð langt skeið þar sem við sjáum ekki íslenska landsliðið á stórmótum,“ segir Valdimar. Valdimar segir reynslu mikilvæga en hann vill sjá yngri mennina fá að spila þegar allt er undir. „Við erum með gríðarlega skemmtilega unga stráka inn á milli og þeir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar og nefnir sem dæmi vinstri hornastöðu liðsins.Vill sjá Guðjón Val sitja meira „Ef við tökum sem dæmi Guðjón Val (Sigurðsson) sem er frábær leikmaður. Við erum með tvo frábæra hornamenn á eftir honum en þeir eru ekki ennþá búnir að fá að spila leik sem skiptir máli þar sem Guðjón er bara á bekknum og kemur bara inn ef þeir eru að klikka. Í staðinn fyrir að fara hina leiðina og leyfa þeim bara að taka konfektið þegar það er búið að klára leikinn. Ég veit að Guðjón Valur er það mikill keppnismaður að hann vill aldrei sitja eins og ég var í gamla daga. Maður vill aldrei sitja en við skiljum þetta alveg samt. Það þarf að rækta upp menn. Ég veit að hann móðgast ekki og þarna erum við með okkar efnilegustu leikmenn í einmitt þessari stöðu í dag,“ sagði Valdimar. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Sjá meira
Valdimar Grímsson og Bjarki Sigurðsson upplifðu kynslóðaskiptin í landsliðinu fyrir 24 árum. Þeir hafa báðir áhyggjur af því að meðalaldur íslenska liðsins sé farinn að nálgast 31 ár. „Við þurfum að girða okkur í brók og hefja undirbúning fyrir þá drengi sem eru efnilegir og góðir. Eftir að liðinu tókst ekki að komast á stórmót núna í janúar hefði þurft að búa eitthvað til fyrir þá til að þeir séu tilbúnir í verkefnið þegar kemur að því,“ segir Bjarki Sigurðsson og nefnir sérstaklega 1990-árganginn sem vann silfur á HM 19 ára árið 2009. Bjarki vill sjá B-landslið. „Það kemur að því að þessir leikmenn í dag lenda á endastöð og það styttist óðfluga í það. Þá þarf að koma nýjum leikmönnum inn. Það er til fullt af ungum og efnilegum drengjum en það þarf bara að fara að gefa þeim tækifærið,“ segir Bjarki. „Tímarnir eru breyttir en engu að síður eru þetta mjög alvarlegir hlutir sem eru að gerast. Þegar meðaldur liðsins er farinn að nálgast 31 ár eru hlutir sem við þurfum að huga að og passa upp á. Það er ekkert sjálfgefið að vera þarna sem við erum,“ segir Valdimar Grímsson sem telur að við höfum gleymt okkur í velgengni síðustu ára. „Samkeppnin er alltaf að verða meiri og meiri og við erum dálítið að sofna á verðinum. Á næsta áratug getur brugðið til beggja vona. Ef að þú dettur út þá er gríðarlega erfitt að komast aftur inn. Við sjáum dæmi um það hjá Svíum. Svíar voru alltaf þjóð sem við litum upp til sem bestu handboltaþjóðar í heimi. Núna er hún bara horfin og ekki einu sinni með. Þeir komast ekki inn. Ef við dettum út þá getum við séð langt skeið þar sem við sjáum ekki íslenska landsliðið á stórmótum,“ segir Valdimar. Valdimar segir reynslu mikilvæga en hann vill sjá yngri mennina fá að spila þegar allt er undir. „Við erum með gríðarlega skemmtilega unga stráka inn á milli og þeir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar og nefnir sem dæmi vinstri hornastöðu liðsins.Vill sjá Guðjón Val sitja meira „Ef við tökum sem dæmi Guðjón Val (Sigurðsson) sem er frábær leikmaður. Við erum með tvo frábæra hornamenn á eftir honum en þeir eru ekki ennþá búnir að fá að spila leik sem skiptir máli þar sem Guðjón er bara á bekknum og kemur bara inn ef þeir eru að klikka. Í staðinn fyrir að fara hina leiðina og leyfa þeim bara að taka konfektið þegar það er búið að klára leikinn. Ég veit að Guðjón Valur er það mikill keppnismaður að hann vill aldrei sitja eins og ég var í gamla daga. Maður vill aldrei sitja en við skiljum þetta alveg samt. Það þarf að rækta upp menn. Ég veit að hann móðgast ekki og þarna erum við með okkar efnilegustu leikmenn í einmitt þessari stöðu í dag,“ sagði Valdimar.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Sjá meira
Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30