Trúnaður og gagnsæi Stjórnarmaðurinn skrifar 5. nóvember 2014 09:00 Þær fréttir bárust nú fyrir helgi að Qlik hefði keypt Datamarket fyrir ríflega 1,4 milljarða króna. Það er gaman að sjá hversu mikil verðmæti hugmyndaríkt og drífandi fólk getur skapað. Datamarket var stofnað í lítilli skrifstofu í Skipholtinu árið 2008 og gerir það árangurinn sérstaklega eftirtektarverðan. Í kjölfarið þakkaði Hjálmar Gíslason, forstjóri Datamarket, ráðgjöfum og samstarfsaðilum sérstaklega fyrir þagmælskuna. Hátt í 100 manns vissu af þessum yfirvofandi viðskiptum svo mánuðum skipti, en héldu upplýsingunum fyrir sig þangað til samningar voru undirritaðir á föstudaginn. Ekki er óalgengt að viðskipti sem þessi eigi sér langan aðdraganda. Trúnaður innherja meðan á ferlinu stendur er gríðarlega mikilvægur, enda getur orðrómur um viðskiptin skapað óvissu hjá starfsfólki og viðskiptavinum. Auk þess er Qlik skráð félag á NASDAQ. Á skilvirkum markaði sitja allir við sama borð og hafa jafnan aðgang að upplýsingum. Óraunhæft er að gera markaðnum grein fyrir svo stórum og flóknum viðskiptum í rauntíma og því mikilvægt að um þau gildi fullkominn trúnaður þangað til þau ganga í gegn. Þannig var komið í veg fyrir óeðlilega verðmyndun á bréfum Qlik. Almennt séð ættu stjórnendur skráðra félaga þó að temja sér gagnsæi við markaðinn, eftir því sem frekast er kostur. Það hefðu stjórnendur Marels mátt hafa í huga er þeir birtu ársfjórðungsuppgjör sitt á dögunum. Bréf í Marel hækkuðu um rúmlega 14% þann daginn í viðskiptum sem námu meira en fjórföldum dagsviðskiptum. Tveimur dögum síðar var hækkunin orðin tæp 20%. Enda uppgjörið óvenju gott. Stjórnarmanninum þykir óeðlilegt að upplýsingaflæði frá einu stærsta fyrirtæki markaðarins sé svo ábótavant að verðmæti bréfa í fyrirtækinu geti sveiflast jafnákaflega og raun ber vitni. Marel hafði ekki sent út tilkynningu til fjárfesta síðan 23. júlí, en þá birti félagið einmitt afkomutölur fyrir annan ársfjórðung. Starfshættir á mörkuðum ytra eru með öðru móti. Stjórnendur skráðra fyrirtækja halda símafundi með sérfræðingum greiningardeilda og öðrum sem áhuga hafa, þar sem farið er yfir það helsta sem snýr að tekju- og afkomuhlið fyrirtækjanna. Slík upplýsingagjöf dregur úr óvæntum verðsveiflum sem geta rýrt traust, fækkað þátttakendum og dregið úr viðskiptum. Við megum ekki við því að umgjörð íslensks hlutabréfamarkaðar sé ófullnægjandi. Nú þegar greiningardeildir eru skugginn af sjálfum sér myndi aukin upplýsingagjöf fyrirtækja vera stórt skref í átt að skilvirkari markaði.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Að glata yfirburðastöðu Áhugavert hefur verið að fylgjast með raunum matvælarisans Tesco í Bretlandi sem uppvís varð að því að fegra reikninga sína. Bréf í Tesco hafa fallið í verði um helming síðastliðið ár og lykilstjórnendur tínst á brott. 29. október 2014 09:00 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Þær fréttir bárust nú fyrir helgi að Qlik hefði keypt Datamarket fyrir ríflega 1,4 milljarða króna. Það er gaman að sjá hversu mikil verðmæti hugmyndaríkt og drífandi fólk getur skapað. Datamarket var stofnað í lítilli skrifstofu í Skipholtinu árið 2008 og gerir það árangurinn sérstaklega eftirtektarverðan. Í kjölfarið þakkaði Hjálmar Gíslason, forstjóri Datamarket, ráðgjöfum og samstarfsaðilum sérstaklega fyrir þagmælskuna. Hátt í 100 manns vissu af þessum yfirvofandi viðskiptum svo mánuðum skipti, en héldu upplýsingunum fyrir sig þangað til samningar voru undirritaðir á föstudaginn. Ekki er óalgengt að viðskipti sem þessi eigi sér langan aðdraganda. Trúnaður innherja meðan á ferlinu stendur er gríðarlega mikilvægur, enda getur orðrómur um viðskiptin skapað óvissu hjá starfsfólki og viðskiptavinum. Auk þess er Qlik skráð félag á NASDAQ. Á skilvirkum markaði sitja allir við sama borð og hafa jafnan aðgang að upplýsingum. Óraunhæft er að gera markaðnum grein fyrir svo stórum og flóknum viðskiptum í rauntíma og því mikilvægt að um þau gildi fullkominn trúnaður þangað til þau ganga í gegn. Þannig var komið í veg fyrir óeðlilega verðmyndun á bréfum Qlik. Almennt séð ættu stjórnendur skráðra félaga þó að temja sér gagnsæi við markaðinn, eftir því sem frekast er kostur. Það hefðu stjórnendur Marels mátt hafa í huga er þeir birtu ársfjórðungsuppgjör sitt á dögunum. Bréf í Marel hækkuðu um rúmlega 14% þann daginn í viðskiptum sem námu meira en fjórföldum dagsviðskiptum. Tveimur dögum síðar var hækkunin orðin tæp 20%. Enda uppgjörið óvenju gott. Stjórnarmanninum þykir óeðlilegt að upplýsingaflæði frá einu stærsta fyrirtæki markaðarins sé svo ábótavant að verðmæti bréfa í fyrirtækinu geti sveiflast jafnákaflega og raun ber vitni. Marel hafði ekki sent út tilkynningu til fjárfesta síðan 23. júlí, en þá birti félagið einmitt afkomutölur fyrir annan ársfjórðung. Starfshættir á mörkuðum ytra eru með öðru móti. Stjórnendur skráðra fyrirtækja halda símafundi með sérfræðingum greiningardeilda og öðrum sem áhuga hafa, þar sem farið er yfir það helsta sem snýr að tekju- og afkomuhlið fyrirtækjanna. Slík upplýsingagjöf dregur úr óvæntum verðsveiflum sem geta rýrt traust, fækkað þátttakendum og dregið úr viðskiptum. Við megum ekki við því að umgjörð íslensks hlutabréfamarkaðar sé ófullnægjandi. Nú þegar greiningardeildir eru skugginn af sjálfum sér myndi aukin upplýsingagjöf fyrirtækja vera stórt skref í átt að skilvirkari markaði.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Að glata yfirburðastöðu Áhugavert hefur verið að fylgjast með raunum matvælarisans Tesco í Bretlandi sem uppvís varð að því að fegra reikninga sína. Bréf í Tesco hafa fallið í verði um helming síðastliðið ár og lykilstjórnendur tínst á brott. 29. október 2014 09:00 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Að glata yfirburðastöðu Áhugavert hefur verið að fylgjast með raunum matvælarisans Tesco í Bretlandi sem uppvís varð að því að fegra reikninga sína. Bréf í Tesco hafa fallið í verði um helming síðastliðið ár og lykilstjórnendur tínst á brott. 29. október 2014 09:00