Frumbyggjaskóli SÞ? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 8. nóvember 2014 07:00 Á ráðstefnunni Arctic Circle í Reykjavík voru fjöldamargir boltar á lofti. Að þessu sinni var sem betur fer lögð meiri áhersla en áður á brýn málefni sem lágt ris var á í fyrra: Umhverfismál og málefni frumbyggja. Áfram komu líka skarpar andstæður í ljós sem munu varða einna mestu um framtíð samfélaga: Gríðarleg áhersla fjárfesta, margra fyrirtækja, stjórnvalda og sumra stofnana á tækifæri á norðurslóðum á aðra hönd en andstaða margra við að of geyst sé farið á hina. Og enn fremur að umhverfismál eigi að vera í forgrunni, ekki auðlindavinnsla eða hröð uppbygging stórfenglegra innviða. Þetta kristallaðist meðal annars í orðum rússnesks talsmanns olíuvinnslu sem sér fyrir sér að 60% olíuforða sem við þörfnumst (að óbreyttum orkukröfum) sé ófundinn og þar af sé stór hluti í norðrinu – og svo aftur orðum bandarísks prófessors sem segir að aðeins megi vinna hluta þeirrar olíu og þess gass, sem vitað er um, ef halda á hlýnuninni innan viðráðanlegra marka. Frumbyggjar áttu sinn höfuðkynningartíma og sagði fulltrúi þeirra að löngu væri kominn tími til þess að við, neytendur sunnan heimskautsbaugs, tækjum til í eigin bakgarði; frumbyggjum hafi liðið ágætlega lengst af en viðhorf þeirra og kunnátta, auk mannréttinda og lífsskilyrða, ættu miklu meira erindi en fram að þessu í verkefnin sem tækifæri og vandamál sóknarinnar til norðurs fælu í sér. Að athuguðu máli lagði ég fram skriflega tillögu til fulltrúa mannréttindaskrifstofu SÞ (Office of UN High Commissioner for Human Rights) á ráðstefnunni og afrit til Norðurslóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins ásamt Skrifstofu auðlinda- og umhverfismála. Tillagan hvetur til þess að komið verði á fót svipaðri námsstofnun í málefnum frumbyggja norðurslóða og hér starfar sem Jarðhitaskóli SÞ (og sams konar skólar í jarðvegs- og fiskveiðimálum). Frumbyggjaskóli væri ætlaður okkur „ekki-frumbyggjum“, jafnt háskólaborgurum sem öðrum, víða um heim til að fræðast um réttindi, menningu og þekkingu fólksins. Hann væri sennilega staðsettur í einhverju hinna norðurskautslandanna, ekki hér. Þannig kæmust mikilvæg viðhorf og kunnátta miklu betur til skila en ella, og styrktu andspyrnuna gegn loftslagsbreytingum, skynsamlega nýtingu auðlinda og nauðsynlega aðlögun að hlýnun sem þegar ógnar allt of mörgu, eins og splunkuný loftslagsskýrsla SÞ ber með sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á ráðstefnunni Arctic Circle í Reykjavík voru fjöldamargir boltar á lofti. Að þessu sinni var sem betur fer lögð meiri áhersla en áður á brýn málefni sem lágt ris var á í fyrra: Umhverfismál og málefni frumbyggja. Áfram komu líka skarpar andstæður í ljós sem munu varða einna mestu um framtíð samfélaga: Gríðarleg áhersla fjárfesta, margra fyrirtækja, stjórnvalda og sumra stofnana á tækifæri á norðurslóðum á aðra hönd en andstaða margra við að of geyst sé farið á hina. Og enn fremur að umhverfismál eigi að vera í forgrunni, ekki auðlindavinnsla eða hröð uppbygging stórfenglegra innviða. Þetta kristallaðist meðal annars í orðum rússnesks talsmanns olíuvinnslu sem sér fyrir sér að 60% olíuforða sem við þörfnumst (að óbreyttum orkukröfum) sé ófundinn og þar af sé stór hluti í norðrinu – og svo aftur orðum bandarísks prófessors sem segir að aðeins megi vinna hluta þeirrar olíu og þess gass, sem vitað er um, ef halda á hlýnuninni innan viðráðanlegra marka. Frumbyggjar áttu sinn höfuðkynningartíma og sagði fulltrúi þeirra að löngu væri kominn tími til þess að við, neytendur sunnan heimskautsbaugs, tækjum til í eigin bakgarði; frumbyggjum hafi liðið ágætlega lengst af en viðhorf þeirra og kunnátta, auk mannréttinda og lífsskilyrða, ættu miklu meira erindi en fram að þessu í verkefnin sem tækifæri og vandamál sóknarinnar til norðurs fælu í sér. Að athuguðu máli lagði ég fram skriflega tillögu til fulltrúa mannréttindaskrifstofu SÞ (Office of UN High Commissioner for Human Rights) á ráðstefnunni og afrit til Norðurslóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins ásamt Skrifstofu auðlinda- og umhverfismála. Tillagan hvetur til þess að komið verði á fót svipaðri námsstofnun í málefnum frumbyggja norðurslóða og hér starfar sem Jarðhitaskóli SÞ (og sams konar skólar í jarðvegs- og fiskveiðimálum). Frumbyggjaskóli væri ætlaður okkur „ekki-frumbyggjum“, jafnt háskólaborgurum sem öðrum, víða um heim til að fræðast um réttindi, menningu og þekkingu fólksins. Hann væri sennilega staðsettur í einhverju hinna norðurskautslandanna, ekki hér. Þannig kæmust mikilvæg viðhorf og kunnátta miklu betur til skila en ella, og styrktu andspyrnuna gegn loftslagsbreytingum, skynsamlega nýtingu auðlinda og nauðsynlega aðlögun að hlýnun sem þegar ógnar allt of mörgu, eins og splunkuný loftslagsskýrsla SÞ ber með sér.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun