Fyrirliðinn ekki lengur flippaði gaurinn í landsliðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Plzen skrifar 15. nóvember 2014 07:00 Aron Einar Gunnarsson verður í stóru hlutverki í Tékklandi á morgun. vísir/E.Stefán Akureyringurinn og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á að baki sex ára feril með íslenska landsliðinu. Hann er leikjahæsti leikmaður þess í dag með 48 leiki og er löngu búinn að festa sig í sessi sem akkerið á miðju Íslands. Hann er þó aðeins 25 ára gamall og á því enn sín bestu ár fram undan í knattspyrnunni. Fréttablaðið settist niður með honum á hóteli landsliðsins í Brussel daginn eftir tap þess í vináttulandsleiknum gegn Belgíu. Aron Einar var annar tveggja fastamanna landsliðsins sem var í byrjunarliðinu á miðvikudag og eins og mönnum var tíðrætt um var leikurinn kærkomin reynsla fyrir þá sem hafa staðið fyrir utan liðið í frábærri undankeppni EM 2016 til þessa. „Við sýndum í þessum leik að allir í okkar hópi eru tilbúnir að leggja sig fram og vilja vera hluti af þessu góða landsliði okkar,“ segir Aron Einar og það er greinilegt að hann er stoltur af hópnum. „Það jákvæðasta við það allt saman er hversu samheldinn hópurinn er og viljinn til að vinna hver fyrir annan er alltaf til staðar. Það er unaðslegt að fá að vera fyrirliði þessa hóps.“vísir/afpMeiri tækni í landsliðinu nú Af þeim 24 leikmönnum sem eru í landsliðshópnum nú eru fimmtán fæddir á árunum 1986 til 1990. Þar af eru átta úr frægu U-21 liði Íslands sem fór í lokakeppni EM sumarið 2011. Aron segir að landsliðið í dag njóti þess hversu vel leikmennirnir þekkjast. „Það er stærsti munurinn á landsliðinu nú og þegar ég kom fyrst inn í það. Við kunnum hver á annan, út og inn. Það er alltaf stutt í húmorinn hjá okkur en þannig hefur það líka alltaf verið í landsliðinu,“ segir Aron Einar. „Árið 2008 voru ef til vill stærri karakterar í landsliðinu og fleiri leikmenn sem höfðu meiri líkamlegan styrk. En ég fer ekki leynt með það að það er komin meiri tækni í hópinn núna og eins og áður hefur verið bent á er það fótboltahöllunum að miklu leyti að þakka.“vísir/vilhelmNæstum búinn að tala sig út Aron hefur gengið í gegnum ýmislegt sem fyrirliði íslenska landsliðsins en hann var næstum búinn að tala sig úr stöðunni þegar hann lét fræg ummæli falla í aðdraganda landsleiks gegn Albaníu. „Ég hef lært heilmikið í þessu ferli og lært á sjálfan mig. Ég finn fyrir gífurlegum stuðningi leikmanna og virðingu þeirra líka. Þeir koma ekkert öðruvísi fram við mig en aðra bara af því að ég er fyrirliði en ég finn að þeir hlusta á mig. Ég fyllist stolti í hvert sinn sem ég leiði þennan hóp út á knattspyrnuvöll.“ Og hann segir að reynslan í Albaníu hafi kennt sér margt. „Ég lærði hvernig maður á að takast á við hlutina þegar illa gengur. Ég hef náð að kúpla mig niður og hugsa um það sem ég segi – ekki vera þessi flippaði gaur sem ég var. Þannig var ég – ég hafði gaman af því að fara í viðtöl og fólk hafði gaman af því að hlusta á mig.“ Hann segir að landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck hafi veitt honum fullan stuðning í því ferli. „Hann stóð alltaf við bakið á mér þó svo að einhverjir hefðu viljað taka af mér fyrirliðabandið í þessum leik. En ég ætlaði ekki að gefa það eftir svo auðveldlega, loksins þegar ég var kominn með það.“vísir/apLars ætlar með Ísland á stórmót Hann vonast til að eiga langan feril fyrir höndum með landsliðinu og að enn betri dagar séu fram undan. „Þegar Óli [Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsþjálfari] byrjaði að taka inn alla þessu ungu stráka sá maður að það var eitthvað gott í gangi. Við erum nú að uppskera eftir þau kynslóðaskipti,“ segir Aron Einar. „Við verðum þó auðvitað að halda okkur á jörðinni enda ekkert unnið enn. Ég veit þó að strákarnir eru hungraðir og vilja spila á stórmóti. Það er markmið okkar allra og þjálfaranna líka. Ég veit til dæmis að Lars vill og ætlar sér að fara með okkur á stórmót.“Voru ekki að hvíla menn Hann bendir á að leikurinn gegn Belgíu hafi verið hluti af þeirri áætlun. „Þjálfararnir voru ekki að gera allar þessar breytingar til að hvíla menn heldur vildi hann gefa öðrum tækifæri til að spila. Heimir og Lars ætluðu sér að vinna leikinn rétt eins og alla aðra. Hugsunarhátturinn í landsliðinu er breyttur frá því sem áður var og það er afar jákvætt.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ari Freyr: Google translate fór illa með Danina Telur að staða vinstri bakvarðar henti sér best. 14. nóvember 2014 09:45 Elmar: Eigum að sækja til sigurs Theódór Elmar Bjarnason segir Ísland mæta til leiks gegn Tékklandi með fullt sjálfstraust. 14. nóvember 2014 11:30 Þjálfari Tékka verður á heimavelli á sunnudaginn Pavel Vrba stýrði liði Viktoria Plzen í fimm ár og vann þrjá stóra titla. 14. nóvember 2014 08:00 Allir tóku þátt í æfingunni í dag Emil Hallfreðsson orðinn leikfær fyrir leikinn gegn Tékklandi á sunnudag. 14. nóvember 2014 13:00 Rúrik: Verðum kreisí eins og alltaf Segir að Ísland þurfi að standa vaktina vel í vörninni gegn sterku liði Tékklands. 14. nóvember 2014 13:30 Miklu betri þegar það telur Íslenska knattspyrnulandsliðið hefur náð sínum besta árangri í keppnisleikjum frá upphafi eftir að Lars Lagerbäck tók við en gengið í vináttulandsleikjunum er ekki nærri því eins gott. Nýta vináttuleikina vel. 14. nóvember 2014 07:00 Heimir: Það vill enginn missa af leiknum gegn Tékkum Heimir Hallgrímsson segir engan í íslenska liðinu geta verið öruggan með sæti sitt eftir frammistöðu "varamannanna“ í 3-1 tapinu fyrir Belgíu í fyrrakvöld. 14. nóvember 2014 06:00 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Akureyringurinn og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á að baki sex ára feril með íslenska landsliðinu. Hann er leikjahæsti leikmaður þess í dag með 48 leiki og er löngu búinn að festa sig í sessi sem akkerið á miðju Íslands. Hann er þó aðeins 25 ára gamall og á því enn sín bestu ár fram undan í knattspyrnunni. Fréttablaðið settist niður með honum á hóteli landsliðsins í Brussel daginn eftir tap þess í vináttulandsleiknum gegn Belgíu. Aron Einar var annar tveggja fastamanna landsliðsins sem var í byrjunarliðinu á miðvikudag og eins og mönnum var tíðrætt um var leikurinn kærkomin reynsla fyrir þá sem hafa staðið fyrir utan liðið í frábærri undankeppni EM 2016 til þessa. „Við sýndum í þessum leik að allir í okkar hópi eru tilbúnir að leggja sig fram og vilja vera hluti af þessu góða landsliði okkar,“ segir Aron Einar og það er greinilegt að hann er stoltur af hópnum. „Það jákvæðasta við það allt saman er hversu samheldinn hópurinn er og viljinn til að vinna hver fyrir annan er alltaf til staðar. Það er unaðslegt að fá að vera fyrirliði þessa hóps.“vísir/afpMeiri tækni í landsliðinu nú Af þeim 24 leikmönnum sem eru í landsliðshópnum nú eru fimmtán fæddir á árunum 1986 til 1990. Þar af eru átta úr frægu U-21 liði Íslands sem fór í lokakeppni EM sumarið 2011. Aron segir að landsliðið í dag njóti þess hversu vel leikmennirnir þekkjast. „Það er stærsti munurinn á landsliðinu nú og þegar ég kom fyrst inn í það. Við kunnum hver á annan, út og inn. Það er alltaf stutt í húmorinn hjá okkur en þannig hefur það líka alltaf verið í landsliðinu,“ segir Aron Einar. „Árið 2008 voru ef til vill stærri karakterar í landsliðinu og fleiri leikmenn sem höfðu meiri líkamlegan styrk. En ég fer ekki leynt með það að það er komin meiri tækni í hópinn núna og eins og áður hefur verið bent á er það fótboltahöllunum að miklu leyti að þakka.“vísir/vilhelmNæstum búinn að tala sig út Aron hefur gengið í gegnum ýmislegt sem fyrirliði íslenska landsliðsins en hann var næstum búinn að tala sig úr stöðunni þegar hann lét fræg ummæli falla í aðdraganda landsleiks gegn Albaníu. „Ég hef lært heilmikið í þessu ferli og lært á sjálfan mig. Ég finn fyrir gífurlegum stuðningi leikmanna og virðingu þeirra líka. Þeir koma ekkert öðruvísi fram við mig en aðra bara af því að ég er fyrirliði en ég finn að þeir hlusta á mig. Ég fyllist stolti í hvert sinn sem ég leiði þennan hóp út á knattspyrnuvöll.“ Og hann segir að reynslan í Albaníu hafi kennt sér margt. „Ég lærði hvernig maður á að takast á við hlutina þegar illa gengur. Ég hef náð að kúpla mig niður og hugsa um það sem ég segi – ekki vera þessi flippaði gaur sem ég var. Þannig var ég – ég hafði gaman af því að fara í viðtöl og fólk hafði gaman af því að hlusta á mig.“ Hann segir að landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck hafi veitt honum fullan stuðning í því ferli. „Hann stóð alltaf við bakið á mér þó svo að einhverjir hefðu viljað taka af mér fyrirliðabandið í þessum leik. En ég ætlaði ekki að gefa það eftir svo auðveldlega, loksins þegar ég var kominn með það.“vísir/apLars ætlar með Ísland á stórmót Hann vonast til að eiga langan feril fyrir höndum með landsliðinu og að enn betri dagar séu fram undan. „Þegar Óli [Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsþjálfari] byrjaði að taka inn alla þessu ungu stráka sá maður að það var eitthvað gott í gangi. Við erum nú að uppskera eftir þau kynslóðaskipti,“ segir Aron Einar. „Við verðum þó auðvitað að halda okkur á jörðinni enda ekkert unnið enn. Ég veit þó að strákarnir eru hungraðir og vilja spila á stórmóti. Það er markmið okkar allra og þjálfaranna líka. Ég veit til dæmis að Lars vill og ætlar sér að fara með okkur á stórmót.“Voru ekki að hvíla menn Hann bendir á að leikurinn gegn Belgíu hafi verið hluti af þeirri áætlun. „Þjálfararnir voru ekki að gera allar þessar breytingar til að hvíla menn heldur vildi hann gefa öðrum tækifæri til að spila. Heimir og Lars ætluðu sér að vinna leikinn rétt eins og alla aðra. Hugsunarhátturinn í landsliðinu er breyttur frá því sem áður var og það er afar jákvætt.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ari Freyr: Google translate fór illa með Danina Telur að staða vinstri bakvarðar henti sér best. 14. nóvember 2014 09:45 Elmar: Eigum að sækja til sigurs Theódór Elmar Bjarnason segir Ísland mæta til leiks gegn Tékklandi með fullt sjálfstraust. 14. nóvember 2014 11:30 Þjálfari Tékka verður á heimavelli á sunnudaginn Pavel Vrba stýrði liði Viktoria Plzen í fimm ár og vann þrjá stóra titla. 14. nóvember 2014 08:00 Allir tóku þátt í æfingunni í dag Emil Hallfreðsson orðinn leikfær fyrir leikinn gegn Tékklandi á sunnudag. 14. nóvember 2014 13:00 Rúrik: Verðum kreisí eins og alltaf Segir að Ísland þurfi að standa vaktina vel í vörninni gegn sterku liði Tékklands. 14. nóvember 2014 13:30 Miklu betri þegar það telur Íslenska knattspyrnulandsliðið hefur náð sínum besta árangri í keppnisleikjum frá upphafi eftir að Lars Lagerbäck tók við en gengið í vináttulandsleikjunum er ekki nærri því eins gott. Nýta vináttuleikina vel. 14. nóvember 2014 07:00 Heimir: Það vill enginn missa af leiknum gegn Tékkum Heimir Hallgrímsson segir engan í íslenska liðinu geta verið öruggan með sæti sitt eftir frammistöðu "varamannanna“ í 3-1 tapinu fyrir Belgíu í fyrrakvöld. 14. nóvember 2014 06:00 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Ari Freyr: Google translate fór illa með Danina Telur að staða vinstri bakvarðar henti sér best. 14. nóvember 2014 09:45
Elmar: Eigum að sækja til sigurs Theódór Elmar Bjarnason segir Ísland mæta til leiks gegn Tékklandi með fullt sjálfstraust. 14. nóvember 2014 11:30
Þjálfari Tékka verður á heimavelli á sunnudaginn Pavel Vrba stýrði liði Viktoria Plzen í fimm ár og vann þrjá stóra titla. 14. nóvember 2014 08:00
Allir tóku þátt í æfingunni í dag Emil Hallfreðsson orðinn leikfær fyrir leikinn gegn Tékklandi á sunnudag. 14. nóvember 2014 13:00
Rúrik: Verðum kreisí eins og alltaf Segir að Ísland þurfi að standa vaktina vel í vörninni gegn sterku liði Tékklands. 14. nóvember 2014 13:30
Miklu betri þegar það telur Íslenska knattspyrnulandsliðið hefur náð sínum besta árangri í keppnisleikjum frá upphafi eftir að Lars Lagerbäck tók við en gengið í vináttulandsleikjunum er ekki nærri því eins gott. Nýta vináttuleikina vel. 14. nóvember 2014 07:00
Heimir: Það vill enginn missa af leiknum gegn Tékkum Heimir Hallgrímsson segir engan í íslenska liðinu geta verið öruggan með sæti sitt eftir frammistöðu "varamannanna“ í 3-1 tapinu fyrir Belgíu í fyrrakvöld. 14. nóvember 2014 06:00