Hverjir fá?
Hversu margir fá?
Niðurstaðan nú er sú að yfir 90.000 manns fá leiðréttingu og enn getur bæst í hópinn. Ef við tökum með þá sem nýta sér að auki séreignarsparnaðarleiðina njóta yfir 120.000 einstaklingar aðgerðanna og geta náð allt að 20% leiðréttingu eða því sem nemur allri óvæntri verðbólgu á umræddu tímabili umfram 4%, sem eru eftir vikmörk Seðlabankans.
Hvert fer leiðréttingin?
Meðaltal leiðréttingar á umsækjanda er 1.350 þúsund krónur og tíðasta gildi leiðréttingar til hjóna er 1.400 þúsund krónur og 800 þúsund krónur fara til einstaklinga. Meirihluti leiðréttingarinnar fer sannarlega til fólks sem hefur meðaltekjur eða þaðan af minna. Einstaklingur með 330 þúsund í mánaðartekjur er tíðasta gildi leiðréttingarinnar. Til samanburðar er vert að geta þess að meðal heildarlaun á íslenskum vinnumarkaði árið 2013 voru 526.000 krónur. Rúmlega helmingur leiðréttingarinnar rennur til einstaklinga sem eiga minna en fjórar milljónir króna í eigið fé og heimila sem eiga minna en 13 milljónir króna í eigið fé. Einstaklingar sem skulda minna er 15 milljónir króna og heimili sem skulda minna en 30 milljónir króna fá 70% af fjárhæð leiðréttingarinnar
Áhrif leiðréttingarinnar?
Tökum dæmi af heimili sem tekur 15 milljóna króna lán til 40 ára á 4,15% vöxtum og meðalverðbólgan á tímabilinu er 6%. Fjölskyldan mun þurfa að greiða 22 milljónum króna minna þegar upp er staðið. Þessir peningar fara ekki til bankanna heldur nýtast fjölskyldunni beint í daglegu lífi. Ráðstöfunartekjur heimilanna aukast og viðnámsþróttur þeirra eykst. Minni skuldsetning heimila eflir allt hagkerfið.
Skoðun
Hjólað inní framtíðinna
Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn.
Stefán Jón Hafstein skrifar
Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð
Sara María Júlíudóttir skrifar
Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Upprætum óttann við óttann
Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar
Hér er kona, um konu…
Vilborg Gunnarsdóttir skrifar
Vegna greinar Snorra Mássonar
Guðmundur Andri Thorsson skrifar
Ertu á krossgötum?
Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins?
Sigurjón Þórðarson skrifar
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg?
Gunnar Ármannsson skrifar
Máttur kaffibollans
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar
Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin
Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands?
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Árið 1975 er að banka
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar?
Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Val Vigdísar
Skúli Ólafsson skrifar
Friður á jörðu
Þröstur Friðfinnsson skrifar
Af hverju eru kennarar að fara í verkfall?
Anton Már Gylfason skrifar
Opið bréf til Íslandspósts ohf.
Gróa Jóhannsdóttir skrifar
Gaza getur ekki beðið lengur
Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar
Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu
Jón Frímann Jónsson skrifar
SVEIT – Kastið inn handklæðinu
Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar
Skjáfíkn - vísindi eða trú?
Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Evrópusambandið eða nasismi
Snorri Másson skrifar
Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað
Andri Þorvarðarson skrifar
Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi
Sæunn Kjartansdóttir skrifar
Listin að styðja en ekki stýra
Árni Sigurðsson skrifar
Með vægi í samræmi við það
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku
Bergsveinn Ólafsson skrifar