Metið hans Birkis lifir enn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2014 08:30 Birkir Kristinsson fagnar hér 1-1 jafntefli á móti Frökkum á Laugardals-vellinum ásamt þeim Þórði Guðjónssyni og Rúnari Kristinssyni. Birkir hélt marki sínu hreinu í næstu þremur mótsleikjum og 59 mínútum betur. Vísir/Hilmar Þór Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska knattspyrnulandsliðsins, náði ekki að ógna meti Birkis Kristinssonar þrátt fyrir að hafa haldið íslenska markinu hreinu í þrjá og hálfan leik í undankeppni EM. Met Birkis frá því í undankeppni EM 2000 stendur því áfram óhaggað. Hannes Þór var fyrir löngu búinn að bæta sitt persónulega met og komast upp fyrir Árna Gaut Arason og upp í annað sætið þegar hann hélt hreinu gegn bronsliði Hollendinga á Laugardalsvellinum. Hannes hélt hreinu þar til í uppbótartíma fyrri hálfleiks á móti Tékkum en hann var þá búinn að halda markinu hreinu í 315 mínútur og átti enn 68 mínútur eftir í að jafna met Birkis Kristinssonar frá því í undankeppni EM 2000. Birkir Kristinsson hélt þá íslenska markinu hreinu í þremur leikjum í röð líkt og Hannes en að auki fékk Birkir ekki á sig mark í 54 mínútur fyrir þessa þriggja leikja törn og þá var ekki skorað hjá honum fyrr en eftir 59 mínútur í fjórða leiknum. Birkir hélt markinu hreinu í leikjum á móti Armeníu (0-0), Rússlandi (1-0) og Andorra (2-0). Frakkinn Christophe Dugarry var síðastur til að skora hjá honum í 1-1 jafntefli á Laugardalsvellinum og Birkir hélt frá því íslenska markinu hreinu í 383 mínútur eða þar til að Úkraínumaðurinn Vladyslav Vashchuk skoraði í 1-1 jafntefli í Kiev. Hér til hliðar má sjá lista yfir þá markmenn sem hafa haldið íslenska markinu lengst hreinu í einni undankeppni HM eða EM. Hannes er þar líka í sjöunda sæti síðan úr síðustu keppni en Birkir á þrjár af sex lengstu törnum íslenskra markvarða með hreint mark á bak við sig.Lengst haldið hreinu í einni undankeppniBirkir Kristinsson, EM 2000 - 383 mínúturHannes Þór Halldórsson, EM 2016 - 315 mínúturÁrni Gautur Arason, HM 2002 - 247 mínúturKristján Finnbogason, HM 1998 -231 mínútaBirkir Kristinsson, HM 1994 - 220 mínúturBirkir Kristinsson, EM 1996 - 217 mínúturHannes Þór Halldórsson, HM 2014 - 201 mínútaÞorsteinn Bjarnason, EM 1984 - 188 mínúturBjarni Sigurðsson, EM 1988 - 184 mínúturÁrni Gautur Arason, EM 2004 - 182 mínúturBirkir Kristinsson, EM 2000 - 180 mínúturHannes Þór Halldórsson, HM 2014 - 177 mínútur EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska knattspyrnulandsliðsins, náði ekki að ógna meti Birkis Kristinssonar þrátt fyrir að hafa haldið íslenska markinu hreinu í þrjá og hálfan leik í undankeppni EM. Met Birkis frá því í undankeppni EM 2000 stendur því áfram óhaggað. Hannes Þór var fyrir löngu búinn að bæta sitt persónulega met og komast upp fyrir Árna Gaut Arason og upp í annað sætið þegar hann hélt hreinu gegn bronsliði Hollendinga á Laugardalsvellinum. Hannes hélt hreinu þar til í uppbótartíma fyrri hálfleiks á móti Tékkum en hann var þá búinn að halda markinu hreinu í 315 mínútur og átti enn 68 mínútur eftir í að jafna met Birkis Kristinssonar frá því í undankeppni EM 2000. Birkir Kristinsson hélt þá íslenska markinu hreinu í þremur leikjum í röð líkt og Hannes en að auki fékk Birkir ekki á sig mark í 54 mínútur fyrir þessa þriggja leikja törn og þá var ekki skorað hjá honum fyrr en eftir 59 mínútur í fjórða leiknum. Birkir hélt markinu hreinu í leikjum á móti Armeníu (0-0), Rússlandi (1-0) og Andorra (2-0). Frakkinn Christophe Dugarry var síðastur til að skora hjá honum í 1-1 jafntefli á Laugardalsvellinum og Birkir hélt frá því íslenska markinu hreinu í 383 mínútur eða þar til að Úkraínumaðurinn Vladyslav Vashchuk skoraði í 1-1 jafntefli í Kiev. Hér til hliðar má sjá lista yfir þá markmenn sem hafa haldið íslenska markinu lengst hreinu í einni undankeppni HM eða EM. Hannes er þar líka í sjöunda sæti síðan úr síðustu keppni en Birkir á þrjár af sex lengstu törnum íslenskra markvarða með hreint mark á bak við sig.Lengst haldið hreinu í einni undankeppniBirkir Kristinsson, EM 2000 - 383 mínúturHannes Þór Halldórsson, EM 2016 - 315 mínúturÁrni Gautur Arason, HM 2002 - 247 mínúturKristján Finnbogason, HM 1998 -231 mínútaBirkir Kristinsson, HM 1994 - 220 mínúturBirkir Kristinsson, EM 1996 - 217 mínúturHannes Þór Halldórsson, HM 2014 - 201 mínútaÞorsteinn Bjarnason, EM 1984 - 188 mínúturBjarni Sigurðsson, EM 1988 - 184 mínúturÁrni Gautur Arason, EM 2004 - 182 mínúturBirkir Kristinsson, EM 2000 - 180 mínúturHannes Þór Halldórsson, HM 2014 - 177 mínútur
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira