Hver er að draga hvern niður? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. nóvember 2014 09:30 Þeir sem önduðu léttar við afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra á föstudaginn og töldu að þar með væri hægt að leggja lekamálið til hvílu þurfa að hugsa málið upp á nýtt. Það virðist nefnilega langt í það að öll kurl í því máli komi til grafar og hætt við því að fleiri þurfi að fjúka áður en um hægist. Efst á þeim lista er að sjálfsögðu lögreglustjórinn í Reykjavík, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sem virðist hafa gert sig seka um óafsakanlegt fljótræði, svo ekki sé dýpra í árinni tekið, með því að afhenda pólitískum aðstoðarmanni ráðherra trúnaðargögn úr sakamálarannsókn. Í Fréttablaðinu í gær kemur fram að þeir lögreglustjórar sem samband náðist við eru allir á einu máli um að háttalag eins og það sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum viðhafði í umræddu máli þekki þeir ekki úr störfum sínum og margir þeirra furða sig á þessu framferði hennar. Fram kemur í sömu frétt að Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu, telur aðstoðarmenn ekki hafa heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra þeirra. Aðstoðarmenn geti einungis óskað eftir gögnum sem varða pólitísk störf ráðherra sem þeir vinna fyrir eða stefnumótun. Ragnhildur bendir jafnframt á að rannsókn lögreglu á sakamálum og meðferð ákæruvalds lýtur ekki eftirliti dómsmálaráðherra heldur ríkissaksóknara, sem er æðsti handhafi ákæruvalds. Það virðist því liggja ljóst fyrir að hvorki hafði aðstoðarmaður ráðherra leyfi til að óska eftir gögnunum né lögreglustjóri til að afhenda þau og væri affarasælast fyrir þau bæði að viðurkenna mistök sín án undanbragða. Sigríður Björk virðist hins vegar ekkert hafa lært af örlögum innanríkisráðherrans fyrrverandi og þverskallast við að játa nokkra sök hjá sjálfri sér. Segir að embættinu beri að veita ráðuneyti, sem æðra stjórnvaldi, þær upplýsingar sem það óskar og ásakar fréttamenn um að „draga sig niður“ eftir átján ára flekklausan feril. Eins og það komi málinu nokkuð við. Maður sem verður uppvís að því að berja konuna sína getur ekki skýlt sér á bak við það að hann hafi aldrei barið aðrar konur, svo dæmi sé tekið, sú málsvörn heldur engan veginn vatni. Hinn almenni borgari á betra skilið en að þurfa að hlusta á svona innantómt froðusnakk og píslarvættisvæl í nánast hverjum einasta fréttatíma. Það hefur staðið yfir alltof lengi og nú er mál að linni. Lágmarkskrafan er sú að fólk í valdastöðum fari að skrúfa niður í hrokanum og gangast við mistökum sínum í stað þess að forherðast og kvarta og kveina yfir aðför og ofsóknum þegar gengið er á það um glöp í starfi. Sú framkoma er ekki að skila þeim neinu nema gremju fólksins í landinu og síminnkandi trausti á valdastofnunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Lekamálið Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem önduðu léttar við afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra á föstudaginn og töldu að þar með væri hægt að leggja lekamálið til hvílu þurfa að hugsa málið upp á nýtt. Það virðist nefnilega langt í það að öll kurl í því máli komi til grafar og hætt við því að fleiri þurfi að fjúka áður en um hægist. Efst á þeim lista er að sjálfsögðu lögreglustjórinn í Reykjavík, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sem virðist hafa gert sig seka um óafsakanlegt fljótræði, svo ekki sé dýpra í árinni tekið, með því að afhenda pólitískum aðstoðarmanni ráðherra trúnaðargögn úr sakamálarannsókn. Í Fréttablaðinu í gær kemur fram að þeir lögreglustjórar sem samband náðist við eru allir á einu máli um að háttalag eins og það sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum viðhafði í umræddu máli þekki þeir ekki úr störfum sínum og margir þeirra furða sig á þessu framferði hennar. Fram kemur í sömu frétt að Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu, telur aðstoðarmenn ekki hafa heimild til að óska eftir gögnum um einstök mál sem heyra undir ráðherra þeirra. Aðstoðarmenn geti einungis óskað eftir gögnum sem varða pólitísk störf ráðherra sem þeir vinna fyrir eða stefnumótun. Ragnhildur bendir jafnframt á að rannsókn lögreglu á sakamálum og meðferð ákæruvalds lýtur ekki eftirliti dómsmálaráðherra heldur ríkissaksóknara, sem er æðsti handhafi ákæruvalds. Það virðist því liggja ljóst fyrir að hvorki hafði aðstoðarmaður ráðherra leyfi til að óska eftir gögnunum né lögreglustjóri til að afhenda þau og væri affarasælast fyrir þau bæði að viðurkenna mistök sín án undanbragða. Sigríður Björk virðist hins vegar ekkert hafa lært af örlögum innanríkisráðherrans fyrrverandi og þverskallast við að játa nokkra sök hjá sjálfri sér. Segir að embættinu beri að veita ráðuneyti, sem æðra stjórnvaldi, þær upplýsingar sem það óskar og ásakar fréttamenn um að „draga sig niður“ eftir átján ára flekklausan feril. Eins og það komi málinu nokkuð við. Maður sem verður uppvís að því að berja konuna sína getur ekki skýlt sér á bak við það að hann hafi aldrei barið aðrar konur, svo dæmi sé tekið, sú málsvörn heldur engan veginn vatni. Hinn almenni borgari á betra skilið en að þurfa að hlusta á svona innantómt froðusnakk og píslarvættisvæl í nánast hverjum einasta fréttatíma. Það hefur staðið yfir alltof lengi og nú er mál að linni. Lágmarkskrafan er sú að fólk í valdastöðum fari að skrúfa niður í hrokanum og gangast við mistökum sínum í stað þess að forherðast og kvarta og kveina yfir aðför og ofsóknum þegar gengið er á það um glöp í starfi. Sú framkoma er ekki að skila þeim neinu nema gremju fólksins í landinu og síminnkandi trausti á valdastofnunum.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun