Handbolti

Stelpurnar mega tapa með ellefu marka mun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það var létt yfir stelpunum á æfingu í gær.
Það var létt yfir stelpunum á æfingu í gær. fréttablaðið/stefán
Sú staða gæti komið upp í riðli Íslands í forkeppni HM 2015 að öll þrjú liðin verði jöfn að stigum að henni lokinni. Til þess þarf Makedónía að vinna Ísland tvívegis, fyrst í Laugardalshöllinni í kvöld og svo ytra á laugardaginn.

Verði það tilfellið mun það ráðast á markamun hvaða lið kemst áfram í umspilskeppnina í vor en aðeins eitt lið kemst áfram. Ítalía er þegar úr leik þar sem liðið er með mun verri markatölu en Ísland og búið að spila sína leiki. Það mun því ráðast af leikjum Íslands og Makedóníu hvort liðið kemst áfram.

Stelpurnar okkar standa þar ágætlega að vígi. Makedónía þarf að vinna upp 23 marka mun á liðunum og þarf því tólf marka samanlagðan sigur úr leikjunum tveimur til að slá Ísland úr efsta sæti riðilsins.

Það er því ljóst að Ísland má tapa leikjunum tveimur með samanlögðum ellefu marka mun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×