Ætlum að klára dæmið á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2014 06:30 Þórey Rósa gerir ráð fyrir að það verði erfiðara að spila gegn Makedóníu en Ítalíu. fréttablaðið/stefán Eftir tvo sannfærandi sigra á Ítalíu er íslenska landsliðið í góðri stöðu á toppi síns riðils í forkeppni HM 2015. Liðið þarf aðeins eitt stig úr leikjunum tveimur gegn Makedóníu sem fram undan eru en liðin mætast í Laugardalshöllinni í kvöld. Ítalía vann Makedóníu tvívegis í síðasta mánuði en þrátt fyrir það reikna þjálfarar og leikmenn íslenska liðsins með erfiðum leik enda hafi sigur Ítalanna á makedónska liðinu komið mjög á óvart. Breytingar voru gerðar á liði Makedóníu eftir ósigrana. Skipt var um þjálfara og kallað á leikmenn sem ekki voru með í leikjunum gegn Ítalíu. „Það getur því vel verið að þær séu að mæta mun sterkari til leiks nú,“ sagði hornamaðurinn Þórey Rósa Stefánsdóttir í samtali við Fréttablaðið. „Þær voru afar ósáttar við að tapa þessum leikjum og því má reikna með að það verði miklar breytingar á liðinu,“ segir Þórey Rósa en íslenska liðið hefur búið sig undir leikinn með myndefni frá leikjum Ítalíu og Makedóníu. „Við reiknum þó allt eins með því að þær geri eitthvað allt annað og þá eitthvað sem við höfum ekki undirbúið okkur undir. Við þurfum því að gæta þess að vera sérstaklega vel undirbúnar í leiknum sjálfum.“Ætla að keyra grimmt á þær Varnarleikur og markvarsla Íslands gegn Ítalíu var afar öflug og Þórey Rósa segir mikilvægt að halda uppteknum hætti. „Við þurfum að standa vörnina vel og keyra grimmt á þær í hraðaupphlaupum. Við sáum að þær eru afar hægar til baka,“ segir hún. Ljóst er að ef leikurinn tapast í kvöld verður hreinn úrslitaleikur í Skopje á laugardaginn um hvort liðið kemst áfram í umspilskeppnina. „Ef við töpum þá verður ferðin út mjög erfið. En við ætlum okkur að klára þetta á heimavelli og vera bara í góðum málum þarna úti.“ Leikurinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari hefur margóskað eftir því að handboltaáhugamenn í landinu sýni stuðning sinn í verki og mæti á völlinn. Þórey Rósa tekur undir það og biður fólk einnig um að taka vel undir í þjóðsöngnum. „Mér fannst ég bara vera í stúlknakór fyrir leikinn [gegn Ítalíu í Laugardalshöllinni] á fimmtudag. Það væri skemmtilegt ef allir gætu tekið hressilega undir og sungið með okkur.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Sjá meira
Eftir tvo sannfærandi sigra á Ítalíu er íslenska landsliðið í góðri stöðu á toppi síns riðils í forkeppni HM 2015. Liðið þarf aðeins eitt stig úr leikjunum tveimur gegn Makedóníu sem fram undan eru en liðin mætast í Laugardalshöllinni í kvöld. Ítalía vann Makedóníu tvívegis í síðasta mánuði en þrátt fyrir það reikna þjálfarar og leikmenn íslenska liðsins með erfiðum leik enda hafi sigur Ítalanna á makedónska liðinu komið mjög á óvart. Breytingar voru gerðar á liði Makedóníu eftir ósigrana. Skipt var um þjálfara og kallað á leikmenn sem ekki voru með í leikjunum gegn Ítalíu. „Það getur því vel verið að þær séu að mæta mun sterkari til leiks nú,“ sagði hornamaðurinn Þórey Rósa Stefánsdóttir í samtali við Fréttablaðið. „Þær voru afar ósáttar við að tapa þessum leikjum og því má reikna með að það verði miklar breytingar á liðinu,“ segir Þórey Rósa en íslenska liðið hefur búið sig undir leikinn með myndefni frá leikjum Ítalíu og Makedóníu. „Við reiknum þó allt eins með því að þær geri eitthvað allt annað og þá eitthvað sem við höfum ekki undirbúið okkur undir. Við þurfum því að gæta þess að vera sérstaklega vel undirbúnar í leiknum sjálfum.“Ætla að keyra grimmt á þær Varnarleikur og markvarsla Íslands gegn Ítalíu var afar öflug og Þórey Rósa segir mikilvægt að halda uppteknum hætti. „Við þurfum að standa vörnina vel og keyra grimmt á þær í hraðaupphlaupum. Við sáum að þær eru afar hægar til baka,“ segir hún. Ljóst er að ef leikurinn tapast í kvöld verður hreinn úrslitaleikur í Skopje á laugardaginn um hvort liðið kemst áfram í umspilskeppnina. „Ef við töpum þá verður ferðin út mjög erfið. En við ætlum okkur að klára þetta á heimavelli og vera bara í góðum málum þarna úti.“ Leikurinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari hefur margóskað eftir því að handboltaáhugamenn í landinu sýni stuðning sinn í verki og mæti á völlinn. Þórey Rósa tekur undir það og biður fólk einnig um að taka vel undir í þjóðsöngnum. „Mér fannst ég bara vera í stúlknakór fyrir leikinn [gegn Ítalíu í Laugardalshöllinni] á fimmtudag. Það væri skemmtilegt ef allir gætu tekið hressilega undir og sungið með okkur.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Sjá meira