Mismunað í námi vegna fjárskorts Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 3. desember 2014 07:00 Mikill skortur er á verknámi sem gagnast föngum vel þegar komið er út í samfélagið eftir afplánun. Vísir/Heiða „Við stöndumst ekki þær kröfur alþjóðasamfélagsins sem við höfum skuldbundið okkur til,“ segir Inga Guðrún Kristjánsdóttir, aðferðafræðikennari við Háskóla Íslands, um lögbundinn rétt fanga til náms. Fjárskortur hefur valdið því að staða námsráðgjafa við Fjölbrautaskóla Suðurlands er ekki fullmönnuð sem hefur mikil áhrif á nám fanganna að sögn Ingu Guðrúnar. Máli hennar til stuðnings má benda á að í skýrslu Ríkisendurskoðunar 2008 kom fram að námsárangur fanga hafði batnað töluvert á milli ára og var það rakið til starfs námsráðgjafa sem þá starfaði í fullri stöðu. Mælti Ríkisendurskoðun með því að hlúa að því fyrirkomulagi til frambúðar.Inga Guðrún Kristjánsdóttir segir föngum mismunað eftir því hvar þeir afplána. Vísir/ValliDregur úr afbrotatíðni Inga Guðrún fylgdi eftir átta föngum í námi á Litla-Hrauni í rannsókn sinni á vægi menntunar og fræðslustarfs í fangelsum. Á rannsókn sinni byggði hún meistararitgerðina „Nám er besta betrunin“ í uppeldis- og menntunarfræði árið 2010 sem er fyrsta eigindlega langtímarannsóknin á þessu sviði. „Rannsóknir sýna fram á að þeir fangar sem leggja stund á nám eru ólíklegri en aðrir fangar til að lenda aftur í afplánun. Menntun er mikilvægur liður í því að draga úr ítrekunartíðni afbrota,“ segir hún og vísar meðal annars í rannsókn Helga Gunnlaugssonar frá árinu 2007. Menntunarstaða íslenskra fanga er verri en annars staðar á Norðurlöndum og stærri hluti hefur átt erfitt uppdráttar í grunnskóla. Hins vegar er áhugi á menntun meðal fanga meiri hér en á Norðurlöndunum og í því felast tækifæri. Þá er einnig merkilegt að á Íslandi eru fleiri fangar hlutfallslega í háskólanámi. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að námsráðgjafi er mikilvægur í námi fanga. Brotinn námsferill þeirra krefst greiningar og það þarf að leita stuðnings fyrir þá fanga sem hafa ekki nauðsynlegar undirstöður úr grunnskóla.“Vantar námsskrá Fyrir utan skerta námsráðgjöf nefnir Inga Guðrún að fangar sækist eftir að fá að fara í verknám, en fái almennt ekki. Námið þyki of dýrt, þá sé aðgengi að námi ekki auðvelt í öllum fangelsum. Aðgengi að námi sé gott á Litla-Hrauni en verra í öðrum. Þá þurfi menntamálayfirvöld að semja námsskrá fyrir fanga. Námsskrá fyrir almenna nemendur henti ekki þessum hópi. Það eru önnur og fleiri markmið með námi fanga en almennra nemenda. Þessi hópur hefur orðið útundan,“ segir Inga Guðrún. „Verknámið er það fyrsta sem var skorið niður eftir hrun. Því má ekki gleyma, að nám er lykill aftur út í samfélagið. Það veitir tækifæri sem dregur úr neikvæðum áhrifum þess að hafa verið fangi og að vera fyrrverandi fangi. Prófgráða er veganesti og verknámið veitir fleiri og skilvirkari tækifæri fyrir fanga. Það opnar skýrari leiðir út í samfélagið.“ Föngum er lögbundinn réttur til náms (Lög um fullnustu refsinga nr.49/2005), sem þýðir að námsframboð skuli alltaf standa til boða. „Það er afar misjafnt á milli fangelsa hvernig staðið er að þessum rétti og hvernig aðgengi að námi birtist. Það þarf að bjóða föngum sambærileg tækifæri til náms óháð því hvar þeir afplána. Þess vegna er mikilvægt að semja námsskrá þar sem skilgreint er að hverju skal stefnt.“Guðmundur Ingi Þóroddsson er ósáttur við Fangelsismálastofnun.Segir fanga þurfa að kaupa skólabækurGuðmundur Ingi Þóroddsson er formaður félags fanga, Afstöðu. Hann var tiltölulega nýlega fluttur hingað til lands frá Danmörku þar sem hann hlaut 12 ára fangelsi fyrir innflutning á fíkniefnum. Þar áður afplánaði hann sjö ára dóm frá árinu 2000, en þá var hann dæmdur fyrir innflutning á 3.850 e-töflum og sölu og dreifingu fíkniefnanna hérlendis. Guðmundur Ingi stundar fjarnám í Verslunarskólanum og afplánar dóm sinn í fangelsinu á Akureyri. Hann deilir á Fangelsismálastofnun og segir hana vilja að fangar á Akureyri borgi skólabækurnar sjálfir. Slíkt gangi gegn þeirri hugsun að nám sé betrun og gangi gegn gildandi lögum. „Fangaverðirnir keyptu fyrir okkur skólabækurnar. Það varð allt brjálað í Fangelsismálastofnun og vörðunum var gert að draga kostnaðinn frá dagpeningum okkar,“ segir Guðmundur Ingi. „Föngum er bæði mismunað eftir landshlutum og eftir kynferði. Konur í Kvennafangelsinu í Kópavogi fá til dæmis aðeins kennara til sín einu sinni í viku og geta ekki stundað fullt nám heldur kannski aðeins í einu fagi. Við fáum ekki kennslu hingað til okkar á Akureyri en hér er herbergi með tölvum og þannig getum við stundað fjarnám. Við erum þrír sem erum í fjarnámi hér á Akureyri og við þurfum að greiða allt sem viðkemur náminu. Á Litla-Hrauni fá fangar námsbækur og námsaðstoð.“ Guðmundur Ingi flosnaði upp úr framhaldsskóla. „Ég hef ekki verið í skóla í 20 ár fyrr en nú. Ég hef setið inni áður, með stóran dóm á bakinu. Þá var ég ekki í námi. Nú er ég í námi og með ákveðna framtíðarsýn, í framhaldinu langar mig að taka BA-próf í spænsku og seinna réttindi í löggiltri skjalaþýðingu. Fangar geta ekki greitt fyrir fjarnám. Til þess hafa þeir ekki tekjur. Ég gæti ekki gert það með peningum úr fangelsinu. Ef ég hefði ekki fengið peninga utan að, þá hefði ég ekki átt kost á því að stunda nám. Ég hef ekki rétt á því að fara í háskóla fyrr en ég er búinn að sitja inni í fimm ár. Ég myndi hins vegar vilja nýta tímann betur. Best væri að ég gæti útskrifast í fangelsinu svo ég hafi veganesti þegar ég losna. Það hætta flestir sem ég þekki og hafa hug á háskólanámi, þeir hafa ekki efni á því." Fréttaskýringar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
„Við stöndumst ekki þær kröfur alþjóðasamfélagsins sem við höfum skuldbundið okkur til,“ segir Inga Guðrún Kristjánsdóttir, aðferðafræðikennari við Háskóla Íslands, um lögbundinn rétt fanga til náms. Fjárskortur hefur valdið því að staða námsráðgjafa við Fjölbrautaskóla Suðurlands er ekki fullmönnuð sem hefur mikil áhrif á nám fanganna að sögn Ingu Guðrúnar. Máli hennar til stuðnings má benda á að í skýrslu Ríkisendurskoðunar 2008 kom fram að námsárangur fanga hafði batnað töluvert á milli ára og var það rakið til starfs námsráðgjafa sem þá starfaði í fullri stöðu. Mælti Ríkisendurskoðun með því að hlúa að því fyrirkomulagi til frambúðar.Inga Guðrún Kristjánsdóttir segir föngum mismunað eftir því hvar þeir afplána. Vísir/ValliDregur úr afbrotatíðni Inga Guðrún fylgdi eftir átta föngum í námi á Litla-Hrauni í rannsókn sinni á vægi menntunar og fræðslustarfs í fangelsum. Á rannsókn sinni byggði hún meistararitgerðina „Nám er besta betrunin“ í uppeldis- og menntunarfræði árið 2010 sem er fyrsta eigindlega langtímarannsóknin á þessu sviði. „Rannsóknir sýna fram á að þeir fangar sem leggja stund á nám eru ólíklegri en aðrir fangar til að lenda aftur í afplánun. Menntun er mikilvægur liður í því að draga úr ítrekunartíðni afbrota,“ segir hún og vísar meðal annars í rannsókn Helga Gunnlaugssonar frá árinu 2007. Menntunarstaða íslenskra fanga er verri en annars staðar á Norðurlöndum og stærri hluti hefur átt erfitt uppdráttar í grunnskóla. Hins vegar er áhugi á menntun meðal fanga meiri hér en á Norðurlöndunum og í því felast tækifæri. Þá er einnig merkilegt að á Íslandi eru fleiri fangar hlutfallslega í háskólanámi. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að námsráðgjafi er mikilvægur í námi fanga. Brotinn námsferill þeirra krefst greiningar og það þarf að leita stuðnings fyrir þá fanga sem hafa ekki nauðsynlegar undirstöður úr grunnskóla.“Vantar námsskrá Fyrir utan skerta námsráðgjöf nefnir Inga Guðrún að fangar sækist eftir að fá að fara í verknám, en fái almennt ekki. Námið þyki of dýrt, þá sé aðgengi að námi ekki auðvelt í öllum fangelsum. Aðgengi að námi sé gott á Litla-Hrauni en verra í öðrum. Þá þurfi menntamálayfirvöld að semja námsskrá fyrir fanga. Námsskrá fyrir almenna nemendur henti ekki þessum hópi. Það eru önnur og fleiri markmið með námi fanga en almennra nemenda. Þessi hópur hefur orðið útundan,“ segir Inga Guðrún. „Verknámið er það fyrsta sem var skorið niður eftir hrun. Því má ekki gleyma, að nám er lykill aftur út í samfélagið. Það veitir tækifæri sem dregur úr neikvæðum áhrifum þess að hafa verið fangi og að vera fyrrverandi fangi. Prófgráða er veganesti og verknámið veitir fleiri og skilvirkari tækifæri fyrir fanga. Það opnar skýrari leiðir út í samfélagið.“ Föngum er lögbundinn réttur til náms (Lög um fullnustu refsinga nr.49/2005), sem þýðir að námsframboð skuli alltaf standa til boða. „Það er afar misjafnt á milli fangelsa hvernig staðið er að þessum rétti og hvernig aðgengi að námi birtist. Það þarf að bjóða föngum sambærileg tækifæri til náms óháð því hvar þeir afplána. Þess vegna er mikilvægt að semja námsskrá þar sem skilgreint er að hverju skal stefnt.“Guðmundur Ingi Þóroddsson er ósáttur við Fangelsismálastofnun.Segir fanga þurfa að kaupa skólabækurGuðmundur Ingi Þóroddsson er formaður félags fanga, Afstöðu. Hann var tiltölulega nýlega fluttur hingað til lands frá Danmörku þar sem hann hlaut 12 ára fangelsi fyrir innflutning á fíkniefnum. Þar áður afplánaði hann sjö ára dóm frá árinu 2000, en þá var hann dæmdur fyrir innflutning á 3.850 e-töflum og sölu og dreifingu fíkniefnanna hérlendis. Guðmundur Ingi stundar fjarnám í Verslunarskólanum og afplánar dóm sinn í fangelsinu á Akureyri. Hann deilir á Fangelsismálastofnun og segir hana vilja að fangar á Akureyri borgi skólabækurnar sjálfir. Slíkt gangi gegn þeirri hugsun að nám sé betrun og gangi gegn gildandi lögum. „Fangaverðirnir keyptu fyrir okkur skólabækurnar. Það varð allt brjálað í Fangelsismálastofnun og vörðunum var gert að draga kostnaðinn frá dagpeningum okkar,“ segir Guðmundur Ingi. „Föngum er bæði mismunað eftir landshlutum og eftir kynferði. Konur í Kvennafangelsinu í Kópavogi fá til dæmis aðeins kennara til sín einu sinni í viku og geta ekki stundað fullt nám heldur kannski aðeins í einu fagi. Við fáum ekki kennslu hingað til okkar á Akureyri en hér er herbergi með tölvum og þannig getum við stundað fjarnám. Við erum þrír sem erum í fjarnámi hér á Akureyri og við þurfum að greiða allt sem viðkemur náminu. Á Litla-Hrauni fá fangar námsbækur og námsaðstoð.“ Guðmundur Ingi flosnaði upp úr framhaldsskóla. „Ég hef ekki verið í skóla í 20 ár fyrr en nú. Ég hef setið inni áður, með stóran dóm á bakinu. Þá var ég ekki í námi. Nú er ég í námi og með ákveðna framtíðarsýn, í framhaldinu langar mig að taka BA-próf í spænsku og seinna réttindi í löggiltri skjalaþýðingu. Fangar geta ekki greitt fyrir fjarnám. Til þess hafa þeir ekki tekjur. Ég gæti ekki gert það með peningum úr fangelsinu. Ef ég hefði ekki fengið peninga utan að, þá hefði ég ekki átt kost á því að stunda nám. Ég hef ekki rétt á því að fara í háskóla fyrr en ég er búinn að sitja inni í fimm ár. Ég myndi hins vegar vilja nýta tímann betur. Best væri að ég gæti útskrifast í fangelsinu svo ég hafi veganesti þegar ég losna. Það hætta flestir sem ég þekki og hafa hug á háskólanámi, þeir hafa ekki efni á því."
Fréttaskýringar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira