Glöggt er gestsaugað Stjórnarmaðurinn skrifar 3. desember 2014 09:00 Stjórnarmanninum þykir sem málaferli breska kaupsýslumannsins Vincents Tchenguiz gegn Kaupþingi og öðrum hafi ekki farið jafn hátt í fjölmiðlum hér á landi og efni standa til. Fréttir af málinu hafa einblínt á þær upphæðir sem deilt er um, en krafa Tchenguiz nemur ríflega 400 milljörðum íslenskra króna, eða sem samsvarar rúmlega helmingi uppgefinna heildareigna Kaupþings. Minna hefur hins vegar farið fyrir því að skoða þær forsendur sem að baki liggja. Forsagamálsins er sú að snemma árs 2011 réðst breska efnahagsbrotadeildin SFO í húsleit hjá Tchenguiz-bræðrum í London, og handtók þá í kjölfarið. Síðar kom á daginn að húsleitirnar og handtökurnar höfðu verið ólögmætar, og gekk þetta mál svo nærri SFO að rætt var um það af fullri alvöru í Bretlandi að leggja þyrfti stofnunina niður. Fór þó svo að lokum að SFO greiddi Vincent Tchenguiz þrjár milljónir punda í skaðabætur og birti opinberlega afsökunarbeiðni. Í skaðabótakröfu Tchenguiz gegn Kaupþingi kemur fram að aðgerðir SFO voru byggðar á gögnum frá endurskoðunarfyrirtækinu Grant Thornton og slitastjórn Kaupþings. SFO taldi sig ekki hafa næg gögn til að rannsaka Tchenguiz, og fékk því Grant Thornton til að útbúa skýrslu þar sem fram komu ásakanir á hendur Tchenguiz um saknæmt athæfi. Þar með fékk SFO átyllu til að ráðast gegn Tchenguiz, en í þessu ferli öllu virðist sem slitastjórn Kaupþings og Sérstakur saksóknari á Íslandi hafi verið með í ráðum. Örlög SFO eru dæmi um hverjar afleiðingar misbeiting valds getur haft í siðuðum réttarríkjum. Það er nefnilega ekki þannig að tilgangurinn helgi alltaf meðalið. Glöggt er gestsaugað og þessi áfellisdómur yfir vinnubrögðum SFO, Kaupþings og Sérstaks saksóknara vekur okkur vonandi til umhugsunar um hvort rétt hafi verið haldið á spilunum við rannsóknir síðustu ára hér á landi.Þrætuepli til söluÁkvörðun atvinnuveganefndar að setja átta virkjanakosti í nýtingarflokk fór misvel í menn og talaði stjórnarandstaðan um fruntaskap ríkisstjórnarinnar. Það stóð ekki á svörunum frá fulltrúum ríkisstjórnarinnar: „Þið byrjuðuð!“ Atkvæðaveiðar og kjördæmapólitík hafa lengi ráðið ferðinni þegar kemur að ákvörðunartöku sem snýr að þessum málaflokki. Ljóst er að ef arðsemissjónarmið væru höfð að leiðarljósi væri öðru vísi haldið á spilunum. Tímabært er að skoða alvarlega þann möguleika að selja Landsvirkjun, í hluta eða heild, samhliða eflingu regluverksins. Langtímahagsmunum þjóðarinnar er alltént ekki þjónað í núverandi kerfi.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Stjórnarmanninum þykir sem málaferli breska kaupsýslumannsins Vincents Tchenguiz gegn Kaupþingi og öðrum hafi ekki farið jafn hátt í fjölmiðlum hér á landi og efni standa til. Fréttir af málinu hafa einblínt á þær upphæðir sem deilt er um, en krafa Tchenguiz nemur ríflega 400 milljörðum íslenskra króna, eða sem samsvarar rúmlega helmingi uppgefinna heildareigna Kaupþings. Minna hefur hins vegar farið fyrir því að skoða þær forsendur sem að baki liggja. Forsagamálsins er sú að snemma árs 2011 réðst breska efnahagsbrotadeildin SFO í húsleit hjá Tchenguiz-bræðrum í London, og handtók þá í kjölfarið. Síðar kom á daginn að húsleitirnar og handtökurnar höfðu verið ólögmætar, og gekk þetta mál svo nærri SFO að rætt var um það af fullri alvöru í Bretlandi að leggja þyrfti stofnunina niður. Fór þó svo að lokum að SFO greiddi Vincent Tchenguiz þrjár milljónir punda í skaðabætur og birti opinberlega afsökunarbeiðni. Í skaðabótakröfu Tchenguiz gegn Kaupþingi kemur fram að aðgerðir SFO voru byggðar á gögnum frá endurskoðunarfyrirtækinu Grant Thornton og slitastjórn Kaupþings. SFO taldi sig ekki hafa næg gögn til að rannsaka Tchenguiz, og fékk því Grant Thornton til að útbúa skýrslu þar sem fram komu ásakanir á hendur Tchenguiz um saknæmt athæfi. Þar með fékk SFO átyllu til að ráðast gegn Tchenguiz, en í þessu ferli öllu virðist sem slitastjórn Kaupþings og Sérstakur saksóknari á Íslandi hafi verið með í ráðum. Örlög SFO eru dæmi um hverjar afleiðingar misbeiting valds getur haft í siðuðum réttarríkjum. Það er nefnilega ekki þannig að tilgangurinn helgi alltaf meðalið. Glöggt er gestsaugað og þessi áfellisdómur yfir vinnubrögðum SFO, Kaupþings og Sérstaks saksóknara vekur okkur vonandi til umhugsunar um hvort rétt hafi verið haldið á spilunum við rannsóknir síðustu ára hér á landi.Þrætuepli til söluÁkvörðun atvinnuveganefndar að setja átta virkjanakosti í nýtingarflokk fór misvel í menn og talaði stjórnarandstaðan um fruntaskap ríkisstjórnarinnar. Það stóð ekki á svörunum frá fulltrúum ríkisstjórnarinnar: „Þið byrjuðuð!“ Atkvæðaveiðar og kjördæmapólitík hafa lengi ráðið ferðinni þegar kemur að ákvörðunartöku sem snýr að þessum málaflokki. Ljóst er að ef arðsemissjónarmið væru höfð að leiðarljósi væri öðru vísi haldið á spilunum. Tímabært er að skoða alvarlega þann möguleika að selja Landsvirkjun, í hluta eða heild, samhliða eflingu regluverksins. Langtímahagsmunum þjóðarinnar er alltént ekki þjónað í núverandi kerfi.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira