Hærra matvöruverð heimilum til hagsbóta? Elín Björg Jónsdóttir skrifar 4. desember 2014 07:00 Fullt tilefni er til að setja fyrirvara við áhrif þeirra breytinga sem til stendur að gera á virðisaukaskatti og vörugjöldum. Samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytis eiga breytingarnar í heild að lækka vísitölu neysluverðs og þannig skila heimilunum meira ráðstöfunarfé. Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir að skattbreytingarnar, bæði hækkanir og lækkanir, skili sér að fullu út í verðlagið. Erfitt er þó að spá um með nokkurri vissu hvaða áhrif breytingarnar munu raunverulega hafa. Áhrifum gengisbreytinga á verðlag má á margan hátt líkja við fyrirhugaðar breytingar á sköttum og innflutningsgjöldum. Um utanaðkomandi áhrif er að ræða sem virka á sama hátt á alla aðila og gefa vísbendingar um hvernig skattbreytingar færast út í verðlag. Í rannsókn Rannsóknarseturs verslunarinnar frá 2011 er þetta kannað og þar kemur skýrt fram að styrking krónunnar hafi minni áhrif á verðlag en veiking hennar. Ef þessar niðurstöður eru yfirfærðar á fyrirhugaðar skattkerfisbreytingar bendir margt til þess að skattahækkanir á neðra þrepi muni skila sér mun betur út í verðlag en skattalækkanir efra þrepsins og afnám vörugjalda.Markmiðin bresta Áhrif gengisbreytinga skila sér samkvæmt sömu rannsókn best í verðlagningu matvara. Veiking krónunnar skilar sér að fullu og styrking skilar sér að tveimur þriðju hlutum. Verð matvöru hækkar því í fullu samræmi við gengishækkanir en lækkanir skila sér ekki nema að tveimur þriðju. Þegar kemur að heimilistækjum og byggingavörum skilar veiking krónunnar sér að fullu en áhrif af styrkingu eru mun minni. Því eru sterkar vísbendingar um að hækkanir skili sér hratt út í verðlag en lækkanirnar mun síðar. Þar sem fyrrgreindar skattbreytingar virka á margan hátt svipað og gengisbreytingar gefur samanburðurinn sterkar vísbendingar um raunveruleg áhrif skattbreytinganna á verðlag. Margt bendir því til að skattahækkanir muni skila sér að fullu út í verðlag en lækkanir skili sér takmarkað. Áhrifin gætu þannig orðið hækkun vísitölu neysluverðs í stað fyrirhugaðrar lækkunar. Um leið bresta markmið breytinganna um aukið ráðstöfunarfé til heimilanna og það eina sem eftir stendur er hærra matvöruverð. Það er því fullt tilefni til að hafa efasemdir um að fyrirhugaðar skattbreytingar muni koma heimilunum til góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Fullt tilefni er til að setja fyrirvara við áhrif þeirra breytinga sem til stendur að gera á virðisaukaskatti og vörugjöldum. Samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytis eiga breytingarnar í heild að lækka vísitölu neysluverðs og þannig skila heimilunum meira ráðstöfunarfé. Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir að skattbreytingarnar, bæði hækkanir og lækkanir, skili sér að fullu út í verðlagið. Erfitt er þó að spá um með nokkurri vissu hvaða áhrif breytingarnar munu raunverulega hafa. Áhrifum gengisbreytinga á verðlag má á margan hátt líkja við fyrirhugaðar breytingar á sköttum og innflutningsgjöldum. Um utanaðkomandi áhrif er að ræða sem virka á sama hátt á alla aðila og gefa vísbendingar um hvernig skattbreytingar færast út í verðlag. Í rannsókn Rannsóknarseturs verslunarinnar frá 2011 er þetta kannað og þar kemur skýrt fram að styrking krónunnar hafi minni áhrif á verðlag en veiking hennar. Ef þessar niðurstöður eru yfirfærðar á fyrirhugaðar skattkerfisbreytingar bendir margt til þess að skattahækkanir á neðra þrepi muni skila sér mun betur út í verðlag en skattalækkanir efra þrepsins og afnám vörugjalda.Markmiðin bresta Áhrif gengisbreytinga skila sér samkvæmt sömu rannsókn best í verðlagningu matvara. Veiking krónunnar skilar sér að fullu og styrking skilar sér að tveimur þriðju hlutum. Verð matvöru hækkar því í fullu samræmi við gengishækkanir en lækkanir skila sér ekki nema að tveimur þriðju. Þegar kemur að heimilistækjum og byggingavörum skilar veiking krónunnar sér að fullu en áhrif af styrkingu eru mun minni. Því eru sterkar vísbendingar um að hækkanir skili sér hratt út í verðlag en lækkanirnar mun síðar. Þar sem fyrrgreindar skattbreytingar virka á margan hátt svipað og gengisbreytingar gefur samanburðurinn sterkar vísbendingar um raunveruleg áhrif skattbreytinganna á verðlag. Margt bendir því til að skattahækkanir muni skila sér að fullu út í verðlag en lækkanir skili sér takmarkað. Áhrifin gætu þannig orðið hækkun vísitölu neysluverðs í stað fyrirhugaðrar lækkunar. Um leið bresta markmið breytinganna um aukið ráðstöfunarfé til heimilanna og það eina sem eftir stendur er hærra matvöruverð. Það er því fullt tilefni til að hafa efasemdir um að fyrirhugaðar skattbreytingar muni koma heimilunum til góða.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar