Mikilvægi Ríkisútvarpsins Katrín Jakobsdóttir skrifar 11. desember 2014 07:00 Undanfarna daga hefur staðið mikill styrr um Ríkisútvarpið. Núverandi ríkisstjórn kaus að breyta lögum árið 2013 þar sem boðuð var lækkun á útvarpsgjaldinu og komið í veg fyrir að það rynni óskert til Ríkisútvarpsins. Nú virðist stjórnarmeirihlutinn ætla sér að hrinda þessari lækkun í framkvæmd án þess að nokkur þarfagreining eða faglegar ástæður liggi þar að baki þó að fallist hafi verið á að hið lægra gjald renni óskert til útvarpsins. Útvarpsgjaldið á Íslandi er ekki hátt í alþjóðlegum samanburði þó að við séum fámenn þjóð, lægra í krónum talið en í Noregi og á Bretlandi, og sú ákvörðun stjórnvalda að lækka það virðist fyrst og fremst ráðast af einhverjum ranghugmyndum um að RÚV sé ofhaldið. Staðreyndin er sú að starfsmönnum á RÚV hefur fækkað um tæpan þriðjung frá árinu 2008 og starfsemin verið endurskipulögð með mikilli hagræðingu. Engin fagleg rök eru fyrir lækkuninni og ljóst að hún mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi Ríkisútvarpsins til hins verra. Enn dapurlegra er að þessar fyrirætlanir koma beint ofan í metnaðarfulla framtíðarsýn stjórnenda útvarpsins. Þar eru höfuðatriðin að efla þjónustu við landsbyggðina og auka svæðismiðlun, efla innlenda dagskrárgerð, sérstaklega fyrir börn og ungmenni og gera átak í safnamálum útvarpsins en í geymslum þess leynast mikil menningarverðmæti. Á Íslandi býr 320 þúsund manna þjóð sem á allt sitt undir því hvernig við hlúum að sögu okkar og menningu. Þar er tungumálið lykilþáttur. Ríkisútvarpið hefur mikilvægu hlutverki að gegna í þeim málum og því nauðsynlegt að við sinnum öllum þeim þáttum sem birtast í framtíðarsýn útvarpsins. Þetta hlutverk RÚV er þeim mun mikilvægara ef ríkisstjórnin hyggst virkilega halda áfram á sömu vegferð í menningarmálum almennt, hækka skatta á tónlist og bækur og hunsa tillögur um að efla notkun íslenskrar tungu í stafrænum heimi. Við stöndum frammi fyrir þeirri hættu að almannaútvarpið verði skorið svo niður að það hafi engin tök á að sinna hlutverki sínu sem þjóðarútvarp. Það er útlátalítið fyrir meirihlutann að styðja við Ríkisútvarpið. Það eina sem þarf er að falla frá lækkun útvarpsgjaldsins og standa við það sem áður hefur verið samþykkt; að það renni óskert til útvarpsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur staðið mikill styrr um Ríkisútvarpið. Núverandi ríkisstjórn kaus að breyta lögum árið 2013 þar sem boðuð var lækkun á útvarpsgjaldinu og komið í veg fyrir að það rynni óskert til Ríkisútvarpsins. Nú virðist stjórnarmeirihlutinn ætla sér að hrinda þessari lækkun í framkvæmd án þess að nokkur þarfagreining eða faglegar ástæður liggi þar að baki þó að fallist hafi verið á að hið lægra gjald renni óskert til útvarpsins. Útvarpsgjaldið á Íslandi er ekki hátt í alþjóðlegum samanburði þó að við séum fámenn þjóð, lægra í krónum talið en í Noregi og á Bretlandi, og sú ákvörðun stjórnvalda að lækka það virðist fyrst og fremst ráðast af einhverjum ranghugmyndum um að RÚV sé ofhaldið. Staðreyndin er sú að starfsmönnum á RÚV hefur fækkað um tæpan þriðjung frá árinu 2008 og starfsemin verið endurskipulögð með mikilli hagræðingu. Engin fagleg rök eru fyrir lækkuninni og ljóst að hún mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi Ríkisútvarpsins til hins verra. Enn dapurlegra er að þessar fyrirætlanir koma beint ofan í metnaðarfulla framtíðarsýn stjórnenda útvarpsins. Þar eru höfuðatriðin að efla þjónustu við landsbyggðina og auka svæðismiðlun, efla innlenda dagskrárgerð, sérstaklega fyrir börn og ungmenni og gera átak í safnamálum útvarpsins en í geymslum þess leynast mikil menningarverðmæti. Á Íslandi býr 320 þúsund manna þjóð sem á allt sitt undir því hvernig við hlúum að sögu okkar og menningu. Þar er tungumálið lykilþáttur. Ríkisútvarpið hefur mikilvægu hlutverki að gegna í þeim málum og því nauðsynlegt að við sinnum öllum þeim þáttum sem birtast í framtíðarsýn útvarpsins. Þetta hlutverk RÚV er þeim mun mikilvægara ef ríkisstjórnin hyggst virkilega halda áfram á sömu vegferð í menningarmálum almennt, hækka skatta á tónlist og bækur og hunsa tillögur um að efla notkun íslenskrar tungu í stafrænum heimi. Við stöndum frammi fyrir þeirri hættu að almannaútvarpið verði skorið svo niður að það hafi engin tök á að sinna hlutverki sínu sem þjóðarútvarp. Það er útlátalítið fyrir meirihlutann að styðja við Ríkisútvarpið. Það eina sem þarf er að falla frá lækkun útvarpsgjaldsins og standa við það sem áður hefur verið samþykkt; að það renni óskert til útvarpsins.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar