Lífshættulegt verkfall lækna Sigurjón M. Egilsson skrifar 13. desember 2014 07:00 Best er að hafa viðeigandi orð um hlutina. Verkfall lækna er dauðans alvara. Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær sjúklinga vera í lífshættu vegna verkfallsins. Fréttablaðið hefur sagt margar og sárar fréttir af því ömurlega ástandi sem hefur skapast. Og það sem meira er, ástandið á sjúkrahúsinu, og víðar í heilbrigðiskerfinu, var bágt fyrir. Nú er það orðið beinlínis lífshættulegt. Meðan sú er staðan er ekkert að gerast í samningaviðræðunum. Samninganefnd fjármálaráðherra virðist umboðslaus, hið minnsta umboðslítil. Á meðan eru samningafundir gagnslausir. Ábyrgðin á hreint ömurlegu ástandi liggur hjá læknum og ríkisstjórn Íslands, ekki síst hjá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Þegar við skoðum afleiðingar verkfallsátakanna blasa við okkur tölur á blaði. Nú hefur rúmlega 700 aðgerðum verið frestað, 500 skurðaðgerðum og um 200 sértækum aðgerðum. Yfir tvö þúsund dag- og göngudeildarkomum hefur verið frestað og heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fær falleinkunn í athugun á þjónustu hennar. Þetta eru tölurnar og einkunn heilsugæslunnar er aðeins 2,5 af tíu mögulegum. Þarf að hafa um það fleiri orð? Já. Þess þarf. Því að baki öllum þessum tölum er fólk, oft mikið veikt, og það þjáist vegna þess hvernig komið er. Ekki bara af viðkomandi sjúkdómum. Við þá bætist kvíði, ótti og önnur vanlíðan. Almenningur bíður lausna. Vilhjálmur Ari Arason, læknir á heilsugæslu, sagði í viðtali við Morgunblaðið að á sama tíma og vandinn eykst deyi fólk að óþörfu, vegna ófullnægjandi læknismeðferðar. Fyrir fáum vikum var Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gestur þáttarins Sprengisands á Bylgjunni, og hann sagði þá nánast það sama og Vilhjálmur Ari. Þetta er dauðans alvara. Bjarni Torfason yfirlæknir hefur einnig tjáð sig mjög ákveðið um stöðuna, með þeim hætti að engum dylst hvaða alvara er á ferð. Við Íslendingar höfum lengi vel gefið sjálfum okkur hæstu einkunnir og ekki hikað við að fullyrða að við séum öðrum þjóðum fremri á flestum sviðum. Þar á meðal er fullyrt að íslenska heilbrigðiskerfið sé það besta í heimi. Auðvitað vitum við að þetta er hin mesta vitleysa. Lengi vel höfum við haft fullboðlegt heilbrigðiskerfi, við höfum átt stöku lækna og hjúkrunarfólk sem hefur staðið sig með mestu ágætum. En að við höfum verið meðal fremstu þjóða, heilt yfir, er vitleysa. Kári Stefánsson sagði, í fyrrnefndum útvarpsþætti, að nokkrum árum fyrir hrun hafi mátt segja að heilbrigðiskerfið okkar hafi verið fyrsta flokks, síðan hafi sigið mikið á ógæfuhliðina og nú sé það þriðja flokks. Vandinn er ekki bara læknaverkfall. Landspítalinn er illa þrifinn, sjúklingar eru hýstir í eldhúsum og á salernum, maurar og mýs herja á sjúkrahúsið, vinnuaðstaða starfsfólks er fullkomlega óviðunandi og annað er eftir því. Í þessari stöðu bætist við, að því er virðist, fullkomin uppgjöf þess fólks sem ber ábyrgðina. Það er komið nóg og við ætlumst til að lausn finnist áður en skaðinn verður meiri en orðinn er. Ábyrgð lækna er einnig mikil, mjög mikil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Best er að hafa viðeigandi orð um hlutina. Verkfall lækna er dauðans alvara. Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær sjúklinga vera í lífshættu vegna verkfallsins. Fréttablaðið hefur sagt margar og sárar fréttir af því ömurlega ástandi sem hefur skapast. Og það sem meira er, ástandið á sjúkrahúsinu, og víðar í heilbrigðiskerfinu, var bágt fyrir. Nú er það orðið beinlínis lífshættulegt. Meðan sú er staðan er ekkert að gerast í samningaviðræðunum. Samninganefnd fjármálaráðherra virðist umboðslaus, hið minnsta umboðslítil. Á meðan eru samningafundir gagnslausir. Ábyrgðin á hreint ömurlegu ástandi liggur hjá læknum og ríkisstjórn Íslands, ekki síst hjá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Þegar við skoðum afleiðingar verkfallsátakanna blasa við okkur tölur á blaði. Nú hefur rúmlega 700 aðgerðum verið frestað, 500 skurðaðgerðum og um 200 sértækum aðgerðum. Yfir tvö þúsund dag- og göngudeildarkomum hefur verið frestað og heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fær falleinkunn í athugun á þjónustu hennar. Þetta eru tölurnar og einkunn heilsugæslunnar er aðeins 2,5 af tíu mögulegum. Þarf að hafa um það fleiri orð? Já. Þess þarf. Því að baki öllum þessum tölum er fólk, oft mikið veikt, og það þjáist vegna þess hvernig komið er. Ekki bara af viðkomandi sjúkdómum. Við þá bætist kvíði, ótti og önnur vanlíðan. Almenningur bíður lausna. Vilhjálmur Ari Arason, læknir á heilsugæslu, sagði í viðtali við Morgunblaðið að á sama tíma og vandinn eykst deyi fólk að óþörfu, vegna ófullnægjandi læknismeðferðar. Fyrir fáum vikum var Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gestur þáttarins Sprengisands á Bylgjunni, og hann sagði þá nánast það sama og Vilhjálmur Ari. Þetta er dauðans alvara. Bjarni Torfason yfirlæknir hefur einnig tjáð sig mjög ákveðið um stöðuna, með þeim hætti að engum dylst hvaða alvara er á ferð. Við Íslendingar höfum lengi vel gefið sjálfum okkur hæstu einkunnir og ekki hikað við að fullyrða að við séum öðrum þjóðum fremri á flestum sviðum. Þar á meðal er fullyrt að íslenska heilbrigðiskerfið sé það besta í heimi. Auðvitað vitum við að þetta er hin mesta vitleysa. Lengi vel höfum við haft fullboðlegt heilbrigðiskerfi, við höfum átt stöku lækna og hjúkrunarfólk sem hefur staðið sig með mestu ágætum. En að við höfum verið meðal fremstu þjóða, heilt yfir, er vitleysa. Kári Stefánsson sagði, í fyrrnefndum útvarpsþætti, að nokkrum árum fyrir hrun hafi mátt segja að heilbrigðiskerfið okkar hafi verið fyrsta flokks, síðan hafi sigið mikið á ógæfuhliðina og nú sé það þriðja flokks. Vandinn er ekki bara læknaverkfall. Landspítalinn er illa þrifinn, sjúklingar eru hýstir í eldhúsum og á salernum, maurar og mýs herja á sjúkrahúsið, vinnuaðstaða starfsfólks er fullkomlega óviðunandi og annað er eftir því. Í þessari stöðu bætist við, að því er virðist, fullkomin uppgjöf þess fólks sem ber ábyrgðina. Það er komið nóg og við ætlumst til að lausn finnist áður en skaðinn verður meiri en orðinn er. Ábyrgð lækna er einnig mikil, mjög mikil.
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun