Jólatíð Ólafur Halldórsson skrifar 22. desember 2014 07:00 Stundum bregður fyrir þeim misskilningi að jól séu eingöngu fæðingarhátíð Krists, eða Kristsmessa. Jólahátíðin er ævaforn sólhvarfahátíð á norðurhveli jarðar og sem slík er hún hátíð allra, jafnt trúleysingja sem allra trúa fólks. Frá fornu fari hafa jólin verið birtu-, gleði- og gjafahátíð. Það þótti auðvitað tilefni samfagnaðar hér áður fyrr, og þykir enn, þegar sólin tók að hysja sig ofar á himininn í síðari hluta desember. Vetrarsólhvörf, þegar sólin fer að hækka á lofti eftir að hafa lækkað í hálft ár, eru 20. - 21. desember. Fljótlega upp úr því kemur í ljós hvernig þetta gengur hjá henni. Rómverjar héldu vetrarsólhvörfin hátíðleg og tilbáðu þá hina ósigruðu sól, Sol Invictus. Síðan gerðist það smám saman á 4. og 5. öld að farið var að minnast fæðingar Jesú á þessum birtu- og gleðidögum, en um raunverulegan fæðingartíma Jesú veit enginn. Þetta var vel til fundið því fæðing Jesú er í huga kristinna manna mikill birtu- og gleðiatburður. Á norðurhveli eru vetrarsólhvörfin enn greinilegri en suður við Miðjarðarhaf. Hugtakið jól er notað í norrænum málum, og stundum bregður því enn fyrir í ensku þótt einhver engilsaxneskur biskup hafi tekið upp á því að kalla þessa hátíð Kristsmessu (Christmas). Englendingar tala stundum upp á gamla mátann um Yuletide, Jólatíð. Gleðilega jólatíð, með von og jafnvel vissu um að sólin muni bráðlega taka að fikra sig upp himinhvelið, nú eins og endranær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stundum bregður fyrir þeim misskilningi að jól séu eingöngu fæðingarhátíð Krists, eða Kristsmessa. Jólahátíðin er ævaforn sólhvarfahátíð á norðurhveli jarðar og sem slík er hún hátíð allra, jafnt trúleysingja sem allra trúa fólks. Frá fornu fari hafa jólin verið birtu-, gleði- og gjafahátíð. Það þótti auðvitað tilefni samfagnaðar hér áður fyrr, og þykir enn, þegar sólin tók að hysja sig ofar á himininn í síðari hluta desember. Vetrarsólhvörf, þegar sólin fer að hækka á lofti eftir að hafa lækkað í hálft ár, eru 20. - 21. desember. Fljótlega upp úr því kemur í ljós hvernig þetta gengur hjá henni. Rómverjar héldu vetrarsólhvörfin hátíðleg og tilbáðu þá hina ósigruðu sól, Sol Invictus. Síðan gerðist það smám saman á 4. og 5. öld að farið var að minnast fæðingar Jesú á þessum birtu- og gleðidögum, en um raunverulegan fæðingartíma Jesú veit enginn. Þetta var vel til fundið því fæðing Jesú er í huga kristinna manna mikill birtu- og gleðiatburður. Á norðurhveli eru vetrarsólhvörfin enn greinilegri en suður við Miðjarðarhaf. Hugtakið jól er notað í norrænum málum, og stundum bregður því enn fyrir í ensku þótt einhver engilsaxneskur biskup hafi tekið upp á því að kalla þessa hátíð Kristsmessu (Christmas). Englendingar tala stundum upp á gamla mátann um Yuletide, Jólatíð. Gleðilega jólatíð, með von og jafnvel vissu um að sólin muni bráðlega taka að fikra sig upp himinhvelið, nú eins og endranær.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar