Komugjöld: Tíu góð rök Bjarnheiður Hallsdóttir og Pétur Óskarsson skrifar 29. desember 2014 10:00 Enginn efast lengur um nauðsyn þess að bregðast við auknum fjölda ferðamanna við náttúruperlur landsins. Það hefur loksins skapast nokkur sátt innan ferðaþjónustunnar um að búa þurfi til sérstakan tekjustofn til þess að fjármagna viðhald og uppbyggingu ferðamannastaða. Enn er ekki komin niðurstaða í það hvernig þessi fjármögnun á að fara fram. Undanfarna 18 mánuði eða svo hefur átt sér stað mikil umræða um þetta mál, bæði innan ferðaþjónustunnar og utan hennar. Bæði kröftug umræða og mikil upplýsingaöflun. Hvort tveggja hefði betur átt sér stað ÁÐUR en stokkið var á óútfærða hugmynd um einhvers konar náttúrupassa, sem iðnaðarráðherra kaus að gera að sinni og situr nú uppi með, og glímir við almenna andstöðu og mótbyr. Innan Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) var gerð könnun á því hvernig félagsmenn teldu gjaldheimtu best komið og er þar skemmst frá að segja að náttúrupassinn fékk falleinkunn en hugmyndin um komugjöld var talin sú langbesta. Stjórn SAF kaus að fara í málamiðlun og lagði til að svokallað gistináttagjald yrði útfært öðruvísi og hækkað töluvert. Því útspili hafnaði ráðherra með framlagningu náttúrupassafrumvarpsins nú í desember. Það er mjög einkennilegt að sú leið sem flestum virðist hugnast, m.a. stórum hluta fagfólks í ferðaþjónustunni, skuli hafa verið slegin umsvifalaust út af borðinu og því jafnvel haldið fram að hún væri ekki gerleg. Eftir að öll kurl eru komin til grafar, þá kemur upp úr dúrnum að innleiðing komugjalda er vel möguleg og þau eru meira að segja lögð á án vandræða í nokkrum Evrópulöndum. Rökin gegn komugjaldinu eru fyrst og fremst tvenn. Í fyrsta lagi verða allir, óháð þjóðerni, að greiða komugjaldið. Það þýðir að Íslendingar munu einnig greiða komugjald þegar þeir koma til landsins. Hin rökin eru þau að komugjaldið myndi líka leggjast á flug innanlands. Það er rétt að hafa í huga að með komugjaldi er verið að tala um lága upphæð á hvern farþega og sama hvaða innheimtuleið mun verða farin, þá munu Íslendingar einnig þurfa að greiða það gjald sem upp verður sett. Hvað þessa tvo ókosti varðar, þá teljum við þá léttvæga, séu kostir og gallar komugjalds lagðir á vogarskálar. Svo ekki sé nú talað um aðrar innheimtuleiðir sem nefndar hafa verið til sögu. Auk þess væri ríkisvaldinu í lófa lagið að koma til móts við innanlandsflugið á öðrum sviðum sé vilji þar fyrir hendi. En hver eru helstu rökin fyrir því að taka upp komugjöld? Komugjöld eru eina innheimtuaðferðin þar sem öruggt er að það næst til allra gesta sem koma til landsins, undantekningalaust (bæði flug- og skipafarþega). Komugjöld þurfa ekki að vera há, þar sem innheimtuaðferðin er 100% skilvirk. Kostnaður við innleiðingu og innheimtu komugjalda er í lágmarki. Komugjöld munu ólíklega valda samdrætti í eftirspurn eftir Íslandsferðum, þar sem þau verða lág og innheimta þeirra fer fram á hljóðlátan hátt. Komugjöld greiðast með farmiðanum til landsins og þar með er málið afgreitt fyrir alla hlutaðeigandi. Komugjöld hafa engin áhrif á upplifun ferðamanna af landinu. Komugjöld þarfnast ekki eftirlitsiðnaðar og náttúruvarða. Komugjöld þurfa ekki nýtt skrifræðisbatterí, innheimtuleiðin er þegar opin og þarfnast lítils undirbúnings. Komugjöld eru sú innheimtuaðferð sem nýtur mests fylgis í atvinnugreininni. Með komugjöldum er ekki verið að finna upp hjólið, heldur velja leið sem aðrar þjóðir hafa notað og nota með góðum árangri. Komugjöld eru þekkt og viðtekin aðferð og engin þörf er á kynningar-, markaðs- og sölustarfi (líkt og innleiðing náttúrupassa myndi krefjast). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Pétur Óskarsson Ferðamennska á Íslandi Skattar og tollar Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Enginn efast lengur um nauðsyn þess að bregðast við auknum fjölda ferðamanna við náttúruperlur landsins. Það hefur loksins skapast nokkur sátt innan ferðaþjónustunnar um að búa þurfi til sérstakan tekjustofn til þess að fjármagna viðhald og uppbyggingu ferðamannastaða. Enn er ekki komin niðurstaða í það hvernig þessi fjármögnun á að fara fram. Undanfarna 18 mánuði eða svo hefur átt sér stað mikil umræða um þetta mál, bæði innan ferðaþjónustunnar og utan hennar. Bæði kröftug umræða og mikil upplýsingaöflun. Hvort tveggja hefði betur átt sér stað ÁÐUR en stokkið var á óútfærða hugmynd um einhvers konar náttúrupassa, sem iðnaðarráðherra kaus að gera að sinni og situr nú uppi með, og glímir við almenna andstöðu og mótbyr. Innan Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) var gerð könnun á því hvernig félagsmenn teldu gjaldheimtu best komið og er þar skemmst frá að segja að náttúrupassinn fékk falleinkunn en hugmyndin um komugjöld var talin sú langbesta. Stjórn SAF kaus að fara í málamiðlun og lagði til að svokallað gistináttagjald yrði útfært öðruvísi og hækkað töluvert. Því útspili hafnaði ráðherra með framlagningu náttúrupassafrumvarpsins nú í desember. Það er mjög einkennilegt að sú leið sem flestum virðist hugnast, m.a. stórum hluta fagfólks í ferðaþjónustunni, skuli hafa verið slegin umsvifalaust út af borðinu og því jafnvel haldið fram að hún væri ekki gerleg. Eftir að öll kurl eru komin til grafar, þá kemur upp úr dúrnum að innleiðing komugjalda er vel möguleg og þau eru meira að segja lögð á án vandræða í nokkrum Evrópulöndum. Rökin gegn komugjaldinu eru fyrst og fremst tvenn. Í fyrsta lagi verða allir, óháð þjóðerni, að greiða komugjaldið. Það þýðir að Íslendingar munu einnig greiða komugjald þegar þeir koma til landsins. Hin rökin eru þau að komugjaldið myndi líka leggjast á flug innanlands. Það er rétt að hafa í huga að með komugjaldi er verið að tala um lága upphæð á hvern farþega og sama hvaða innheimtuleið mun verða farin, þá munu Íslendingar einnig þurfa að greiða það gjald sem upp verður sett. Hvað þessa tvo ókosti varðar, þá teljum við þá léttvæga, séu kostir og gallar komugjalds lagðir á vogarskálar. Svo ekki sé nú talað um aðrar innheimtuleiðir sem nefndar hafa verið til sögu. Auk þess væri ríkisvaldinu í lófa lagið að koma til móts við innanlandsflugið á öðrum sviðum sé vilji þar fyrir hendi. En hver eru helstu rökin fyrir því að taka upp komugjöld? Komugjöld eru eina innheimtuaðferðin þar sem öruggt er að það næst til allra gesta sem koma til landsins, undantekningalaust (bæði flug- og skipafarþega). Komugjöld þurfa ekki að vera há, þar sem innheimtuaðferðin er 100% skilvirk. Kostnaður við innleiðingu og innheimtu komugjalda er í lágmarki. Komugjöld munu ólíklega valda samdrætti í eftirspurn eftir Íslandsferðum, þar sem þau verða lág og innheimta þeirra fer fram á hljóðlátan hátt. Komugjöld greiðast með farmiðanum til landsins og þar með er málið afgreitt fyrir alla hlutaðeigandi. Komugjöld hafa engin áhrif á upplifun ferðamanna af landinu. Komugjöld þarfnast ekki eftirlitsiðnaðar og náttúruvarða. Komugjöld þurfa ekki nýtt skrifræðisbatterí, innheimtuleiðin er þegar opin og þarfnast lítils undirbúnings. Komugjöld eru sú innheimtuaðferð sem nýtur mests fylgis í atvinnugreininni. Með komugjöldum er ekki verið að finna upp hjólið, heldur velja leið sem aðrar þjóðir hafa notað og nota með góðum árangri. Komugjöld eru þekkt og viðtekin aðferð og engin þörf er á kynningar-, markaðs- og sölustarfi (líkt og innleiðing náttúrupassa myndi krefjast).
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun