Snorri Steinn: Þegar ég kem heim og þjálfa ykkur í meistaraflokki | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2015 15:30 Snorri Steinn Guðjónsson. Vísir/Valli Landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson er mikill Valsmaður og hann sýndi það í verki þegar hann kom og stýrði æfingu hjá 4. flokki Valsmanna á dögunum. Þorgeir Símonarson tók upp æfinguna, bjó til myndband og setti inn á Youtube. Snorri Steinn er á fullu að undirbúa sig fyrir HM í Katar sem hefst seinna í þessum mánuði en Snorri er nú á sínu fyrsta tímabili með franska liðinu Sélestat AHB. Valsmenn eru örugglega mjög ánægðir að heyra Snorri Stein segja eitt á æfingunni. „Þegar ég kem heim og þjálfa ykkur í meistaraflokki," sagði Snorri Steinn við strákana þegar hann var að ræða við þá um að losa boltann rétt niður í hornið. Snorri Steinn er einn af þessum leikmönnum sem menn sjá fyrir sér í þjálfun í framtíðinni og það gæti farið að styttast í það enda kappinn að verða 34 ára seinna á þessu ári. „Strákar þetta var glæsilegt og ég hafði mjög gaman af þessu. Það er laukrétt sem Kári og fleiri segja að þið séuð mjög efnilegir. Það er tvennt ólíkt að vera efnilegur og vera góður. Ég vona að flestir ykkar ætlið ykkur að vera landsliðsmenn og atvinnumenn. Ég var sjálfur í svona hóp eins og þið því við unnum allt og vorum rosalega góðir," sagði Snorri Steinn meðal annars þegar hann talaði við strákana eftir æfinguna. Þar bætti hann við: „Það eru örugglega mjög margir hérna sem eiga eftir að spila með meistaraflokki Vals í handbolta og ég hef engar áhyggjur af því. Þegar ég verð þjálfari og við vinnum þetta allt. Það eru örugglega fáir sem eiga eftir að spila landsleiki og það eru enn færri, færri en ykkur grunar, sem eiga að fara alla leið og spila tvö til þrjú hundruð landsleiki og vera atvinnumenn í tíu ár. Það eru samt mjög margir hérna sem geta það en til þess þarf maður að leggja virkilega mikið á sig," sagði Snorri Steinn. Það er hægt að sjá Snorra Stein á æfingunni og heyra alla ræðuna hans með því að smella hér fyrir neðan. Íslenski handboltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson er mikill Valsmaður og hann sýndi það í verki þegar hann kom og stýrði æfingu hjá 4. flokki Valsmanna á dögunum. Þorgeir Símonarson tók upp æfinguna, bjó til myndband og setti inn á Youtube. Snorri Steinn er á fullu að undirbúa sig fyrir HM í Katar sem hefst seinna í þessum mánuði en Snorri er nú á sínu fyrsta tímabili með franska liðinu Sélestat AHB. Valsmenn eru örugglega mjög ánægðir að heyra Snorri Stein segja eitt á æfingunni. „Þegar ég kem heim og þjálfa ykkur í meistaraflokki," sagði Snorri Steinn við strákana þegar hann var að ræða við þá um að losa boltann rétt niður í hornið. Snorri Steinn er einn af þessum leikmönnum sem menn sjá fyrir sér í þjálfun í framtíðinni og það gæti farið að styttast í það enda kappinn að verða 34 ára seinna á þessu ári. „Strákar þetta var glæsilegt og ég hafði mjög gaman af þessu. Það er laukrétt sem Kári og fleiri segja að þið séuð mjög efnilegir. Það er tvennt ólíkt að vera efnilegur og vera góður. Ég vona að flestir ykkar ætlið ykkur að vera landsliðsmenn og atvinnumenn. Ég var sjálfur í svona hóp eins og þið því við unnum allt og vorum rosalega góðir," sagði Snorri Steinn meðal annars þegar hann talaði við strákana eftir æfinguna. Þar bætti hann við: „Það eru örugglega mjög margir hérna sem eiga eftir að spila með meistaraflokki Vals í handbolta og ég hef engar áhyggjur af því. Þegar ég verð þjálfari og við vinnum þetta allt. Það eru örugglega fáir sem eiga eftir að spila landsleiki og það eru enn færri, færri en ykkur grunar, sem eiga að fara alla leið og spila tvö til þrjú hundruð landsleiki og vera atvinnumenn í tíu ár. Það eru samt mjög margir hérna sem geta það en til þess þarf maður að leggja virkilega mikið á sig," sagði Snorri Steinn. Það er hægt að sjá Snorra Stein á æfingunni og heyra alla ræðuna hans með því að smella hér fyrir neðan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira