Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Snæfell 61-72 | Meistararnir höfðu betur Anton Ingi Leifsson á Ásvöllum skrifar 6. janúar 2015 15:51 Vísir/vilhelm Snæfell vann Hauka í toppbaráttuslag í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn var mikið fyrir augað, en hann var jafn og spennandi allan leikinn. Snæfell tók völdin í öðrum leikhluta og létu forystuna síðan ekkert af hendi, en lokatölur urðu ellefu stiga sigur; 61-72. Fyrirfram var búist við hörkuleik og það var heldur betur raunin. Liðin höfðu mæst í nokkrum þrælskemmtilegum leikjum og sá síðasti fór meðal annars í framlengingu á Ásvöllum, þar sem Snæfell hafði að lokum betur eftir æsilegar lokamínútur. Haukarnir byrjaði að krafti og náði strax undirtökunum og skoruðu meðal annars þrjár fyrstu körfurnar. Snæfell var ekki með í leiknum og Lele Hardy lék á alls oddi. Þær léku sterkan varnarleik og voru yfir 19-15 eftir fyrsta leikhlutann. Í öðrum leikhlutanum snerist leikurinn. Snæfell byrjaði að spila betri varnarleik og þrátt fyrir að Hildur Sigurðardóttir hafi ekki náð sér á strik þá skipti það litlu máli, Kristin McCarthy var algjörlega frábær og var komin með 21 stig í hálfleik, en Snæfell náðu forystunni síðari hlutann í öðrum leikhluta. Heimastúlkur breyttu stöðunni úr 28-27 í 28-36 sér í vil og þannig var staðan í hálfleik. Það var ljóst að Haukaliðið þyrfti að spila mun betri sóknarleik í síðari hálfleik ef þær ætluðu sér að vinna toppliðið. Þær voru þó aldrei langt undan og bæði lið voru að spila betri varnarleik heldur en sóknarleik. Haukar náðu að minnka muninn í þrjú stig 48-45 undir lok þriðja leikhluta, en nær komust þær ekki í bili og staðan 53-46 þegar einungis síðasti leikhlutinn var eftir. Sjö stig í röð frá Hildi Sigurðardóttir í upphafi þriðja leikhluta kom Snæfell í tólf stiga forystu, 60-48, en það var mesti munurinn sem orðið hefði i leiknum. Eftir það sigldi toppliðið og Íslandsmeistararnir sigrinum heim þrátt fyrir pressu frá Haukunum undir lokin. Lokatölur 61-72. Kristin Denise McCarthy spilaði frábærlega í liði Snæfells og skoraði 29 stig auk þess að taka 15 fráköst. Næst kom Hildur Sigurðardóttir með 18 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar - en einnig spilaði Hildur frábærlega í vörninni gegn Lele Hardy. Sem fyrr var LeLe Hardy stigahæst hjá Haukum, en hún var með afar myndarlega tvennu; 34 stig og 20 fráköst, auk þess sem hún gaf 4 stoðsendingar. Með sigrinum nær Snæfell átta stiga forystu á toppnum og er með 28 stig, en Haukar er í þriðja sæti með 22 stig.Haukar-Snæfell 61-72 (19-15, 9-21, 18-17, 15-19) Haukar: LeLe Hardy 34/20 fráköst/5 stolnir, María Lind Sigurðardóttir 12/6 fráköst/4 varin skot, Sólrún Inga Gísladóttir 7, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 6/5 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2/7 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 0/6 stoðsendingar.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 29/15 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 18/8 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9/7 stolnir/3 varin skot, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 6, María Björnsdóttir 4/6 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 4, Alda Leif Jónsdóttir 2.LeLe Hardy átti stórgóðan leik eins og alltaf.vísir/vilhelmÍvar: Gerðum vitleysur sem eyðilagði allt fyrir okkur „Þetta var bara lélegt á allan hátt. Vörnin okkar sem er oftar en ekki góð var mjög léleg. Það vantaði alla stemninguna og tal," sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, hundfúll í leikslok. „Flæðið í sókninni var einnig mjög lélegt og við vorum eiginlega ekki bara með í þessum leik. Þó svo að við höfðum náð einhverri forystu í fyrsta leikhluta þá vorum við hikandi og einnig að skjóta illa." „Við tókum ekki nein skot og það var hik í öllu sem við gerðum. Í hvert skipti sem við minnkuðum muninn og vorum að komast á run þá gerum við mistök til að mynda brjótum á þeim í lay-uppi eða þær setja niður þriggja stiga skot. Það var saga þessa leiks." „Við vorum að minnka muninn í fjögur til fimm stig, en svo gerðum við djöfulsins vitleysu sem eyðilagði allt fyrir okkur." „Það vantaði að fleiri stigi upp í sóknarleiknum, en það voru leikmenn eins og Sylvía sem er búinn að vera rosalega góð, en hún náði sér ekki á strik í dag. Hún er nátturlega bara sextán ára og það er ekki hægt að ætlast til að hún sé alltaf best. Hún er búin að vera meidd og það háði henni kannski." „Heilt yfir var þetta lélegt og við áttum ekkert skilið úr þessum leik. Útlendingurinn þeirra var frábær og hélt þeim á floti á meða Lele hjá okkur var ekkert að spila vel, hún skoraði mikið en var ekkert að spila svo vel. Það er munurinn," sagði Ívar í leikslok.Hildur stýrði leik Snæfells með sóma að vanda og skoraði 18 stig.vísir/vilhelmHildur: Erum að týnast saman á æfingar „Barátta og samvinna skóp þennan sigur. Við komum ágætlega samstilltar úr jólafríinu, en í rauninni hafði maður enga hugmynd um hvernig liðið myndi koma til leiks hér í dag," sagði Hildur Sigurðardóttir, stórskytta Snæfells, við Vísi í leikslok. Hildur spilaði afar vel í leiknum. „Við erum svona að týnast saman á æfingar. Við erum ekki allar búsettar í Hólminum þannig við erum ekki búnar að vera spila neitt saman, en þetta gekk," sem segir það hafi ekki verið erfitt að koma sér á stað aftur. „Nei nei, það er fínt að komast á fullt aftur. Það er líka gaman að byrja af krafti með fínan sigur á góðu Hauka liði, þannig það er bara jákvætt." „Ég vissi ekkert hvernig liðið kæmi til leiks, en ég veit hvað býr í liðinu og það er barátta og vilji til þess að vinna leiki. Við getum alltaf komið til baka. Það er enginn sem gefst upp í þessu liði." „Þetta er frábær Kani sem við erum með, innan sem utan vallar. Hún er yndisleg og hún kemur vel úr sínu fríi. Það er virkilega gaman að spila með þessum leikmanni." „Það er sex stiga forysta, en það er nóg eftir. VIð þurfum að halda vel á spöðunum og bæta okkar leik. Við eigum helling inni. Þetta var ekki glæsilegur leikur í adg, en það er jákvætt að vera á toppnum og vita að við getum gert betur," sagði Hildur að lokum.vísir/vilhelmLeiklýsing: Leik lokið (61-72): Snæfell með sigur. Nánari umfjöllun og viðtöl síðar í kvöld.38. mín (59-68): Nú er Snæfell að klára þetta. Munurinn orðn níu stig, en Gunnhildur Gunnarsdóttir var að henda niður sínu níunda stigi gegn gömlu félögunum.36. mín (56-62): Fjögur stig í röð frá Haukunum. Fáum við leik? Ívar tekur leikhlé og vill undirbúa síðustu fjórar mínúturnar.34. mín (52-62): Sylvía Rún Háfldánardóttir setur niður tvö stig fyrir heimastúlkur og munurinn er tíu stig. Nú er að duga eða drepast fyrir Haukana.32. mín (48-60): Sjö stig í röð frá Hildi Sigurðardóttir í upphafi þriðja leikhluta og munurinn er orðinn tólf stig. Þetta er orðið erfitt fyrir heimastúlkur sem eru að tapa hverri frákastarbaráttunni þessa stundina. Ívar Ásgrímsdóttir, þjálfari Hauka, tekur leikhlé.Þriðja leikhluta lokið (46-53): Sjö stiga munur þegar við erum á leið inn í síðasta leikhlutann. Kristen McCarthy og Lele Hardy eru stigahæstir í sitthvoru liðinu, báðar með 23 stig. Næstar koma þær María Lind (10 stig) hjá Haukum og Hildur Sigurðardóttir (11 stig) hjá Snæfell.28. mín (45-48): Góður kafli hjá Haukum þessa stundina og munurinn þrjú stig. Inga Þór er hætt að lítast á blikuna og tekur leikhlé.27. mín (40-45): Þristur frá Hardy og vð erum að tala um fimm stiga leik. Ekki mikið skorað, en hraðinn er mikill þessa stundina.25. mín (36-45): Snæfell er alltaf skrefi á undan. Haukarnir eru að missa boltann of oft klaufalega og gefa Snæfell boltann. Það er ekki vænlegt til að saxa þetta forskot niður. Svo mikið er víst.23. mín (34-38): Fjögur stig í röð frá Maríu Lind og hún minnkar muninn í fjögur stig. Hildur Sigurðardóttir hefur oft spilað betur en hún er einungis með fimm stig. Hún mun byrja skora fyrr en síðar, það er ég viss um.21. mín (28-38): Helga Hjördís skorar fyrstu stigin í síðari hálfleik og þetta er orðinn tíu stiga leikur.Tölfræði í hálfleik: Kristin Denise McCarthy er stigahæst í hálfleik með 21 stig. Hún er einnig búin að taka átta fráköst og hefur verið afar öflug í þessum leik hingað til. Næst koma þeir Gunnhildur Gunnarsdóttir og Hildur Sigurðardóttir með fimm stig hvor. Lele er stigahæst hjá Haukum með fjórtán stig, en næst kemur Sólrún Inga Gísladóttir með einungis sex stig.Hálfleikur (28-36): Átta stiga munur í hálfleik. Haukarnir byrjuðu betur, en annar leikhlutinn var eign gestanna. Þær náðu að stoppa Lele Hardy sem skoraði einungis tvö af sínum fjórtan stigum í öðrum leikhluta.18. mín (28-34): Eru Haukarnir að gefa eftir? Snæfell er að ganga á lagið og er að auka forystuna ef eitthvað er. Varnarleikurinn sterkur hjá Snæfell.16. mín (28-29): Gestirnir hafa tekið forystuna. Denise McCarthy leikur á alls oddi og er kominn með sautján stig. Hún er að keyra Snæfell-vagninn.14. mín (26-22): Sólrún Inga grýtti niður þrist og munurinn orðinn fjögur stig.12. mín (22-20): Tveggja stiga leikur hér. Varnarleikurinn skánað til muna hjá gestunum og þær eiga Hildi Sigurðardóttir enn inni í sóknarleiknum.Fyrsta leikhluta lokið (19-15): Heimastúlkur skrefi á undan. Þær tóku forystuna í byrjun og hafa haldið henni. Gestirnir úr Stykkishólmi hafa skánað eftir því sem liðið hefur á. Lele Hardy er stigahæst með tólf stig hjá Haukum, en hjá Snæfell er það Kristen Denise McCarthy með sjö stig.8. mín (16-12): Aðeins að skána hjá gestunum, en heimastúlkur eru að kasta boltanum of mikið frá sér. Ingi fær sína síðustu áminningu frá Davíð dómara áður en hann fær tæknivilu.6. mín (16-8): Heimastúlkur byrja vel. Þær eru að spila sig í góð færi og varnarleikurinn hefur verið frábær hingað til. Lítið að frétta hjá gestunum.4. mín(10-5): Haukarnir byrja af miklum krafti. Ráðleysislegur sóknarleikur hingað til hjá Snæfell og Lele er á leið á vítalínuna. Hún er komin með átta stig af tíu hjá Haukum. Tvö vítaköst, en Ingi tekur leikhjá hjá Snæfell.2. mín (6-0): Lele Hardy komin með sex stig, eða öll stigin sem komin eru fyrir lengra komna.1. mín (0-0): Þetta er byrjað. Góða skemmtun!Fyrir leikinn: Fimm mínútur í leik og ekki eru margir mættir. Mættu vera mikið fleiri mættir enda gífurlega mikið undir.Fyrir leik: Tíu mínútur í leikinn og blaðamannastúkan er heldur betur að fyllast af fagmönnum. Kristján Jónsson er mættur frá Morgunblaðinu og Adolf Ingi Erlingsson frá sporttv.is. Elítan myndi einhver segja.Fyrir leik: Um tuttugu mínútur eru til leiks. Davíð Tómas Tómasson og Ísak Ernir Kristinsson eru með flautuna. Þeir fá heldur betur stórt verkefni í dag og vonandi vegnar þeim vel.Fyrir leik: Bæði lið eru mætt hér í upphitun sína og fer hún fram með hefðbundnu sniði. Miklar skotæfingar í gangi þessa stundina.Fyrir leik: Í dag voru veitt verðlaun fyrir bestu frammistöðurnar í Dominos-deildinni. Snæfell áttu tvo í úrvalsliði kvenna í fyrri hlutanum (Hildur Sigurðardóttir og Gunnhildur Gunnarsdóttir) og Haukar einn (Lele Hardy). Hardy var einnig valinn besti leikmaðurinn.Fyrir leik: Snæfell er á toppi Dominos-deildarinnar. Snæfell er á toppnum með 26 stig og hefur liðið einungis tapað einum leik í vetur. Haukarnir eru í þriðja sætinu með 22 stig og því um mikilvægan leik að ræða hér í kvöld.Fyrir leik: Eins og segir í fyrirsögninni eru liðin með sitthvorn stóra titilinn í sínu búri; Snæfell með Íslandsmeistaratitilinn og Hafnarfjarðarliðið með bikarmeistaratitilinn.Fyrir leik: Velkomin til leiks hér á Vísi en við munum fylgjast með leik Hauka og Snæfells í Domino's-deild kvenna. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira
Snæfell vann Hauka í toppbaráttuslag í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn var mikið fyrir augað, en hann var jafn og spennandi allan leikinn. Snæfell tók völdin í öðrum leikhluta og létu forystuna síðan ekkert af hendi, en lokatölur urðu ellefu stiga sigur; 61-72. Fyrirfram var búist við hörkuleik og það var heldur betur raunin. Liðin höfðu mæst í nokkrum þrælskemmtilegum leikjum og sá síðasti fór meðal annars í framlengingu á Ásvöllum, þar sem Snæfell hafði að lokum betur eftir æsilegar lokamínútur. Haukarnir byrjaði að krafti og náði strax undirtökunum og skoruðu meðal annars þrjár fyrstu körfurnar. Snæfell var ekki með í leiknum og Lele Hardy lék á alls oddi. Þær léku sterkan varnarleik og voru yfir 19-15 eftir fyrsta leikhlutann. Í öðrum leikhlutanum snerist leikurinn. Snæfell byrjaði að spila betri varnarleik og þrátt fyrir að Hildur Sigurðardóttir hafi ekki náð sér á strik þá skipti það litlu máli, Kristin McCarthy var algjörlega frábær og var komin með 21 stig í hálfleik, en Snæfell náðu forystunni síðari hlutann í öðrum leikhluta. Heimastúlkur breyttu stöðunni úr 28-27 í 28-36 sér í vil og þannig var staðan í hálfleik. Það var ljóst að Haukaliðið þyrfti að spila mun betri sóknarleik í síðari hálfleik ef þær ætluðu sér að vinna toppliðið. Þær voru þó aldrei langt undan og bæði lið voru að spila betri varnarleik heldur en sóknarleik. Haukar náðu að minnka muninn í þrjú stig 48-45 undir lok þriðja leikhluta, en nær komust þær ekki í bili og staðan 53-46 þegar einungis síðasti leikhlutinn var eftir. Sjö stig í röð frá Hildi Sigurðardóttir í upphafi þriðja leikhluta kom Snæfell í tólf stiga forystu, 60-48, en það var mesti munurinn sem orðið hefði i leiknum. Eftir það sigldi toppliðið og Íslandsmeistararnir sigrinum heim þrátt fyrir pressu frá Haukunum undir lokin. Lokatölur 61-72. Kristin Denise McCarthy spilaði frábærlega í liði Snæfells og skoraði 29 stig auk þess að taka 15 fráköst. Næst kom Hildur Sigurðardóttir með 18 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar - en einnig spilaði Hildur frábærlega í vörninni gegn Lele Hardy. Sem fyrr var LeLe Hardy stigahæst hjá Haukum, en hún var með afar myndarlega tvennu; 34 stig og 20 fráköst, auk þess sem hún gaf 4 stoðsendingar. Með sigrinum nær Snæfell átta stiga forystu á toppnum og er með 28 stig, en Haukar er í þriðja sæti með 22 stig.Haukar-Snæfell 61-72 (19-15, 9-21, 18-17, 15-19) Haukar: LeLe Hardy 34/20 fráköst/5 stolnir, María Lind Sigurðardóttir 12/6 fráköst/4 varin skot, Sólrún Inga Gísladóttir 7, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 6/5 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2/7 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 0/6 stoðsendingar.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 29/15 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 18/8 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9/7 stolnir/3 varin skot, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 6, María Björnsdóttir 4/6 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 4, Alda Leif Jónsdóttir 2.LeLe Hardy átti stórgóðan leik eins og alltaf.vísir/vilhelmÍvar: Gerðum vitleysur sem eyðilagði allt fyrir okkur „Þetta var bara lélegt á allan hátt. Vörnin okkar sem er oftar en ekki góð var mjög léleg. Það vantaði alla stemninguna og tal," sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, hundfúll í leikslok. „Flæðið í sókninni var einnig mjög lélegt og við vorum eiginlega ekki bara með í þessum leik. Þó svo að við höfðum náð einhverri forystu í fyrsta leikhluta þá vorum við hikandi og einnig að skjóta illa." „Við tókum ekki nein skot og það var hik í öllu sem við gerðum. Í hvert skipti sem við minnkuðum muninn og vorum að komast á run þá gerum við mistök til að mynda brjótum á þeim í lay-uppi eða þær setja niður þriggja stiga skot. Það var saga þessa leiks." „Við vorum að minnka muninn í fjögur til fimm stig, en svo gerðum við djöfulsins vitleysu sem eyðilagði allt fyrir okkur." „Það vantaði að fleiri stigi upp í sóknarleiknum, en það voru leikmenn eins og Sylvía sem er búinn að vera rosalega góð, en hún náði sér ekki á strik í dag. Hún er nátturlega bara sextán ára og það er ekki hægt að ætlast til að hún sé alltaf best. Hún er búin að vera meidd og það háði henni kannski." „Heilt yfir var þetta lélegt og við áttum ekkert skilið úr þessum leik. Útlendingurinn þeirra var frábær og hélt þeim á floti á meða Lele hjá okkur var ekkert að spila vel, hún skoraði mikið en var ekkert að spila svo vel. Það er munurinn," sagði Ívar í leikslok.Hildur stýrði leik Snæfells með sóma að vanda og skoraði 18 stig.vísir/vilhelmHildur: Erum að týnast saman á æfingar „Barátta og samvinna skóp þennan sigur. Við komum ágætlega samstilltar úr jólafríinu, en í rauninni hafði maður enga hugmynd um hvernig liðið myndi koma til leiks hér í dag," sagði Hildur Sigurðardóttir, stórskytta Snæfells, við Vísi í leikslok. Hildur spilaði afar vel í leiknum. „Við erum svona að týnast saman á æfingar. Við erum ekki allar búsettar í Hólminum þannig við erum ekki búnar að vera spila neitt saman, en þetta gekk," sem segir það hafi ekki verið erfitt að koma sér á stað aftur. „Nei nei, það er fínt að komast á fullt aftur. Það er líka gaman að byrja af krafti með fínan sigur á góðu Hauka liði, þannig það er bara jákvætt." „Ég vissi ekkert hvernig liðið kæmi til leiks, en ég veit hvað býr í liðinu og það er barátta og vilji til þess að vinna leiki. Við getum alltaf komið til baka. Það er enginn sem gefst upp í þessu liði." „Þetta er frábær Kani sem við erum með, innan sem utan vallar. Hún er yndisleg og hún kemur vel úr sínu fríi. Það er virkilega gaman að spila með þessum leikmanni." „Það er sex stiga forysta, en það er nóg eftir. VIð þurfum að halda vel á spöðunum og bæta okkar leik. Við eigum helling inni. Þetta var ekki glæsilegur leikur í adg, en það er jákvætt að vera á toppnum og vita að við getum gert betur," sagði Hildur að lokum.vísir/vilhelmLeiklýsing: Leik lokið (61-72): Snæfell með sigur. Nánari umfjöllun og viðtöl síðar í kvöld.38. mín (59-68): Nú er Snæfell að klára þetta. Munurinn orðn níu stig, en Gunnhildur Gunnarsdóttir var að henda niður sínu níunda stigi gegn gömlu félögunum.36. mín (56-62): Fjögur stig í röð frá Haukunum. Fáum við leik? Ívar tekur leikhlé og vill undirbúa síðustu fjórar mínúturnar.34. mín (52-62): Sylvía Rún Háfldánardóttir setur niður tvö stig fyrir heimastúlkur og munurinn er tíu stig. Nú er að duga eða drepast fyrir Haukana.32. mín (48-60): Sjö stig í röð frá Hildi Sigurðardóttir í upphafi þriðja leikhluta og munurinn er orðinn tólf stig. Þetta er orðið erfitt fyrir heimastúlkur sem eru að tapa hverri frákastarbaráttunni þessa stundina. Ívar Ásgrímsdóttir, þjálfari Hauka, tekur leikhlé.Þriðja leikhluta lokið (46-53): Sjö stiga munur þegar við erum á leið inn í síðasta leikhlutann. Kristen McCarthy og Lele Hardy eru stigahæstir í sitthvoru liðinu, báðar með 23 stig. Næstar koma þær María Lind (10 stig) hjá Haukum og Hildur Sigurðardóttir (11 stig) hjá Snæfell.28. mín (45-48): Góður kafli hjá Haukum þessa stundina og munurinn þrjú stig. Inga Þór er hætt að lítast á blikuna og tekur leikhlé.27. mín (40-45): Þristur frá Hardy og vð erum að tala um fimm stiga leik. Ekki mikið skorað, en hraðinn er mikill þessa stundina.25. mín (36-45): Snæfell er alltaf skrefi á undan. Haukarnir eru að missa boltann of oft klaufalega og gefa Snæfell boltann. Það er ekki vænlegt til að saxa þetta forskot niður. Svo mikið er víst.23. mín (34-38): Fjögur stig í röð frá Maríu Lind og hún minnkar muninn í fjögur stig. Hildur Sigurðardóttir hefur oft spilað betur en hún er einungis með fimm stig. Hún mun byrja skora fyrr en síðar, það er ég viss um.21. mín (28-38): Helga Hjördís skorar fyrstu stigin í síðari hálfleik og þetta er orðinn tíu stiga leikur.Tölfræði í hálfleik: Kristin Denise McCarthy er stigahæst í hálfleik með 21 stig. Hún er einnig búin að taka átta fráköst og hefur verið afar öflug í þessum leik hingað til. Næst koma þeir Gunnhildur Gunnarsdóttir og Hildur Sigurðardóttir með fimm stig hvor. Lele er stigahæst hjá Haukum með fjórtán stig, en næst kemur Sólrún Inga Gísladóttir með einungis sex stig.Hálfleikur (28-36): Átta stiga munur í hálfleik. Haukarnir byrjuðu betur, en annar leikhlutinn var eign gestanna. Þær náðu að stoppa Lele Hardy sem skoraði einungis tvö af sínum fjórtan stigum í öðrum leikhluta.18. mín (28-34): Eru Haukarnir að gefa eftir? Snæfell er að ganga á lagið og er að auka forystuna ef eitthvað er. Varnarleikurinn sterkur hjá Snæfell.16. mín (28-29): Gestirnir hafa tekið forystuna. Denise McCarthy leikur á alls oddi og er kominn með sautján stig. Hún er að keyra Snæfell-vagninn.14. mín (26-22): Sólrún Inga grýtti niður þrist og munurinn orðinn fjögur stig.12. mín (22-20): Tveggja stiga leikur hér. Varnarleikurinn skánað til muna hjá gestunum og þær eiga Hildi Sigurðardóttir enn inni í sóknarleiknum.Fyrsta leikhluta lokið (19-15): Heimastúlkur skrefi á undan. Þær tóku forystuna í byrjun og hafa haldið henni. Gestirnir úr Stykkishólmi hafa skánað eftir því sem liðið hefur á. Lele Hardy er stigahæst með tólf stig hjá Haukum, en hjá Snæfell er það Kristen Denise McCarthy með sjö stig.8. mín (16-12): Aðeins að skána hjá gestunum, en heimastúlkur eru að kasta boltanum of mikið frá sér. Ingi fær sína síðustu áminningu frá Davíð dómara áður en hann fær tæknivilu.6. mín (16-8): Heimastúlkur byrja vel. Þær eru að spila sig í góð færi og varnarleikurinn hefur verið frábær hingað til. Lítið að frétta hjá gestunum.4. mín(10-5): Haukarnir byrja af miklum krafti. Ráðleysislegur sóknarleikur hingað til hjá Snæfell og Lele er á leið á vítalínuna. Hún er komin með átta stig af tíu hjá Haukum. Tvö vítaköst, en Ingi tekur leikhjá hjá Snæfell.2. mín (6-0): Lele Hardy komin með sex stig, eða öll stigin sem komin eru fyrir lengra komna.1. mín (0-0): Þetta er byrjað. Góða skemmtun!Fyrir leikinn: Fimm mínútur í leik og ekki eru margir mættir. Mættu vera mikið fleiri mættir enda gífurlega mikið undir.Fyrir leik: Tíu mínútur í leikinn og blaðamannastúkan er heldur betur að fyllast af fagmönnum. Kristján Jónsson er mættur frá Morgunblaðinu og Adolf Ingi Erlingsson frá sporttv.is. Elítan myndi einhver segja.Fyrir leik: Um tuttugu mínútur eru til leiks. Davíð Tómas Tómasson og Ísak Ernir Kristinsson eru með flautuna. Þeir fá heldur betur stórt verkefni í dag og vonandi vegnar þeim vel.Fyrir leik: Bæði lið eru mætt hér í upphitun sína og fer hún fram með hefðbundnu sniði. Miklar skotæfingar í gangi þessa stundina.Fyrir leik: Í dag voru veitt verðlaun fyrir bestu frammistöðurnar í Dominos-deildinni. Snæfell áttu tvo í úrvalsliði kvenna í fyrri hlutanum (Hildur Sigurðardóttir og Gunnhildur Gunnarsdóttir) og Haukar einn (Lele Hardy). Hardy var einnig valinn besti leikmaðurinn.Fyrir leik: Snæfell er á toppi Dominos-deildarinnar. Snæfell er á toppnum með 26 stig og hefur liðið einungis tapað einum leik í vetur. Haukarnir eru í þriðja sætinu með 22 stig og því um mikilvægan leik að ræða hér í kvöld.Fyrir leik: Eins og segir í fyrirsögninni eru liðin með sitthvorn stóra titilinn í sínu búri; Snæfell með Íslandsmeistaratitilinn og Hafnarfjarðarliðið með bikarmeistaratitilinn.Fyrir leik: Velkomin til leiks hér á Vísi en við munum fylgjast með leik Hauka og Snæfells í Domino's-deild kvenna.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira