Fyrsta kínverska flugvélin Finnur Thorlacius skrifar 2. janúar 2015 12:15 Comac ARJ21-700 hefur sig til flugs. Fyrsta flugvélin sem hönnuð er og smíðuð í Kína var kynnt þarlendis síðasta þriðjudag. Vélin ber heitið Comac ARJ21-700 og stendur Comac fyrir Commercial Aircraft Corporation of China. Hún er ætluð til innanlandsflugs í Kína og getur tekið 70 til 90 farþega og hefur 3.700 kílómetra flugþol. Það tók 12 ár að þróa vélina og síðustu 6 ár hafa farið í að reynslufljúga henni. Þessi fyrsta vél verður í þjónustu kínverska flugfélagsins Chengdu Airlines. Vélin er afar lík McDonnell Douglas MD-10 og er þar engin tilviljun á ferð, því verksmiðjan sem vélin er smíðuð í hafði áður sett saman slíkar vélar fyrir McDonnell Douglas til sölu í Kína. Comac fyrirtækið kínverska er einnig að þróa smíði stærri flugvélar sem taka á 158 manns í sæti og stendur til að bjóða þá vél til sölu árið 2018. Á áttunda áratug síðustu aldar hófu kínverjar smíði eigin flugvélar, vélar sem fékk nafnið Shanghai Y-10, en hætt var við smíði hennar þó svo hún hafi farið í ein 130 tilraunaflug á árunum 1980 til 1984. Þegar vélin var tilbúin til fjöldaframleiðslu reyndist enginn markaður fyrir hana þar sem hún stóð öðrum vélum, sem kínversk flugfélög höfðu í sinni þjónustu, engan veginn snúning og þróun hennar því úrelt. Varð smíði hennar því sjálfhætt. Mest lesið Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Fyrsta flugvélin sem hönnuð er og smíðuð í Kína var kynnt þarlendis síðasta þriðjudag. Vélin ber heitið Comac ARJ21-700 og stendur Comac fyrir Commercial Aircraft Corporation of China. Hún er ætluð til innanlandsflugs í Kína og getur tekið 70 til 90 farþega og hefur 3.700 kílómetra flugþol. Það tók 12 ár að þróa vélina og síðustu 6 ár hafa farið í að reynslufljúga henni. Þessi fyrsta vél verður í þjónustu kínverska flugfélagsins Chengdu Airlines. Vélin er afar lík McDonnell Douglas MD-10 og er þar engin tilviljun á ferð, því verksmiðjan sem vélin er smíðuð í hafði áður sett saman slíkar vélar fyrir McDonnell Douglas til sölu í Kína. Comac fyrirtækið kínverska er einnig að þróa smíði stærri flugvélar sem taka á 158 manns í sæti og stendur til að bjóða þá vél til sölu árið 2018. Á áttunda áratug síðustu aldar hófu kínverjar smíði eigin flugvélar, vélar sem fékk nafnið Shanghai Y-10, en hætt var við smíði hennar þó svo hún hafi farið í ein 130 tilraunaflug á árunum 1980 til 1984. Þegar vélin var tilbúin til fjöldaframleiðslu reyndist enginn markaður fyrir hana þar sem hún stóð öðrum vélum, sem kínversk flugfélög höfðu í sinni þjónustu, engan veginn snúning og þróun hennar því úrelt. Varð smíði hennar því sjálfhætt.
Mest lesið Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent