Snæfellskonur sluppu með skrekkinn – tólf sigrar í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2015 20:52 Gunnhildur Gunnarsdóttir var með 13 stig og 6 stoðsendingar. Vísir/Vilhelm Íslandsmeistarar Snæfells héldu sigurgöngu sinni áfram í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar liðið fagnaði sínum tólfta deildarsigri í röð eftir nauman fimm stiga sigur á KR, 63-58. Snæfell hefur áfram fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar en liðið hefur unnið alla leiki sína í deildinni síðan 18. október. Snæfellsliðið var þrettán stigum yfir þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum en KR-konur voru næstu því búnar að stela sigrinum með frábærum endaspretti. Kristen Denise McCarthy var með 20 stig og 12 fráköst fyrir Snæfell og Gunnhildur Gunnarsdóttir bætti við 13 stigum og 6 stoðsendingum. Simone Jaqueline Holmes skoraði 26 stig fyrir KR-liðið. Snæfellsliðið var komið fimmtán stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 22-7, en KR-konur minnkuðu muninn í tíu stig fyrir hálfleik, 33-23. Snæfell vann þriðja leikhlutann 15-11 og leiddi því með fjórtán stigum fyrir lokaleikhlutann, 48-34. KR-konur gáfust ekki upp og tókst að minnka muninn í þrjú stig með því að skora tíu stig í röð á tæplega þriggja mínútna kafla á lokakaflanum. Björg Guðrún Einarsdóttir minnkaði muninn í 59-56 þegar hálf mínútna var eftir af leiknum. Kristen Denise McCarthy setti þá niður tvö víti og kom Snæfell aftur fimm stigum yfir. Hildur Sigurðardóttir gerði síðan endanlega út um leikinn með því að setja niður tvö önnur víti.Snæfell-KR 63-58 (22-7, 11-16, 15-11, 15-24)Snæfell: Kristen Denise McCarthy 20/12 fráköst/5 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13/6 stoðsendingar/6 stolnir/4 varin skot, Berglind Gunnarsdóttir 9, Hildur Sigurðardóttir 9/12 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 4, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 4/5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 2, Rebekka Rán Karlsdóttir 2.KR: Simone Jaqueline Holmes 26/9 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 9/5 fráköst, Helga Einarsdóttir 6, Perla Jóhannsdóttir 5, Bergþóra Holton Tómasdóttir 4/5 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 3, Anna María Ævarsdóttir 3, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 2/5 fráköst. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira
Íslandsmeistarar Snæfells héldu sigurgöngu sinni áfram í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar liðið fagnaði sínum tólfta deildarsigri í röð eftir nauman fimm stiga sigur á KR, 63-58. Snæfell hefur áfram fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar en liðið hefur unnið alla leiki sína í deildinni síðan 18. október. Snæfellsliðið var þrettán stigum yfir þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum en KR-konur voru næstu því búnar að stela sigrinum með frábærum endaspretti. Kristen Denise McCarthy var með 20 stig og 12 fráköst fyrir Snæfell og Gunnhildur Gunnarsdóttir bætti við 13 stigum og 6 stoðsendingum. Simone Jaqueline Holmes skoraði 26 stig fyrir KR-liðið. Snæfellsliðið var komið fimmtán stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 22-7, en KR-konur minnkuðu muninn í tíu stig fyrir hálfleik, 33-23. Snæfell vann þriðja leikhlutann 15-11 og leiddi því með fjórtán stigum fyrir lokaleikhlutann, 48-34. KR-konur gáfust ekki upp og tókst að minnka muninn í þrjú stig með því að skora tíu stig í röð á tæplega þriggja mínútna kafla á lokakaflanum. Björg Guðrún Einarsdóttir minnkaði muninn í 59-56 þegar hálf mínútna var eftir af leiknum. Kristen Denise McCarthy setti þá niður tvö víti og kom Snæfell aftur fimm stigum yfir. Hildur Sigurðardóttir gerði síðan endanlega út um leikinn með því að setja niður tvö önnur víti.Snæfell-KR 63-58 (22-7, 11-16, 15-11, 15-24)Snæfell: Kristen Denise McCarthy 20/12 fráköst/5 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13/6 stoðsendingar/6 stolnir/4 varin skot, Berglind Gunnarsdóttir 9, Hildur Sigurðardóttir 9/12 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 4, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 4/5 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 2, Rebekka Rán Karlsdóttir 2.KR: Simone Jaqueline Holmes 26/9 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 9/5 fráköst, Helga Einarsdóttir 6, Perla Jóhannsdóttir 5, Bergþóra Holton Tómasdóttir 4/5 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 3, Anna María Ævarsdóttir 3, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 2/5 fráköst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira