Handbolti

Íslenska U21 liðð lauk leik með sigri

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Adam Haukur stóð í ströngu
Adam Haukur stóð í ströngu vísir/vilhelm
Íslenska U21 árs landsliðið í handbolta lagði Eistland 31-28 í síðasta leik sínum í undankeppni heimsmeistarakeppninnar sem fram fer í Brasilíu í sumar. Ísland varð í öðru sæti í riðlinum.

Fyrr um daginn lagði Noregur Litháen 39-29 og tryggði sér sigurinn í riðlinum og farseðilinn til Brasilíu en íslenska liðið situr eftir með sárt ennið eftir tapið gegn Noregi í gær.

Leikur Íslands gegn Eistlandi var spennandi og voru Eistarnir aldrei langt undan þó Ísland væri með frumkvæðið nánast allan leikinn. Ísland var 17-15 yfir í hálfleik og lenti aldrei undir í seinni hálfleik.

Ómar Ingi Magnússon var markahæstur í íslenska liðinu með 9 mörk. Adam Haukur Baumruk skoraði 6 mörk og Gunnar Malmquist Þórsson 5.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×