Kolbeinn með rafmagnsgítarinn og Guðjón Valur í bakröddunum | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2015 11:30 Vísir/Getty og Eva Björk Eyjólfur Kristjánsson fékk nýstárlega og skemmtilega hjálp þegar hann gerði nýja útgáfu af lagi sínu „Ég lifi í draumi" sem varð á sínum tíma í þriðja sæti í Söngvakeppni Sjónvarpsins 1986. Að þessu sinni þá leitaði Eyjólfur til besta íþróttafólks landsins og fékk það til að aðstoða sig við flutning lagsins. Íþróttafólkið mætti í stúdíó og tók lagið með Eyva en allt var þetta gert fyrir nýja Lottó-auglýsingu sem minnir á hversu ótrúlega marga íþróttamenn og konur fólk styður þegar það spilar með í Lottó. Meðal þeirra íþróttafólks sem sjá má í þessu myndbandi hér fyrir neðan eru körfuboltamaðurinn Pavel Ermolinskij sem er á bassanum, knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Sigþórsson sem er með rafmagnsgítarinn, knattspyrnumarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson sem er á píanóinu, knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir sem sér um hljómborðið, spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir sem slær á trommu, kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson sem er með fiðluna og handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson sem er í bakröddunum með Alexander Petersson. Þá má ekki gleyma kórnum sem er undir stjórn Ágústs Jóhannssonar, landsliðsþjálfara kvenna í handbolta eða landsliðsþjálfurunum í fótbolta, Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, sem stjórna upptökunni á laginu. Hér fyrir neðan má bæði myndbandið með laginu sem og myndband um gerð lagsins en þar koma fyrir lýsendurnir góðkunnu Einar Örn Jónsson hjá RÚV og Guðmundur Benediktsson hjá Stöð 2 Sport. „Hér er myndband við nýju útgáfuna af þessu vinsæla lagi með Eyjólfi Kristjánssyni og sannkölluðu landsliði tónlistarfólks, þar sem leikgleðin er í fyrirrúmi!," segir um lagið á fésbókarsíðu Lottó sem og: „Við frumsýndum þessa auglýsingu um helgina til að minna á hversu ótrúlega marga þú styður þegar þú spilar með! Þú heldur ósjálfrátt með öllum!" Í lok myndbandsins má síðan finna lista yfir allt það íþróttafólk sem tók þátt í flutningnum á einkennislagi nýju markaðsherferðar Lottó.Nýja myndbandið við 'Ég lifi í draumi' ´ Um gerð myndbandsins. Innlegg frá Lottó. Íslenski boltinn Frjálsar íþróttir Íslenski handboltinn Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira
Eyjólfur Kristjánsson fékk nýstárlega og skemmtilega hjálp þegar hann gerði nýja útgáfu af lagi sínu „Ég lifi í draumi" sem varð á sínum tíma í þriðja sæti í Söngvakeppni Sjónvarpsins 1986. Að þessu sinni þá leitaði Eyjólfur til besta íþróttafólks landsins og fékk það til að aðstoða sig við flutning lagsins. Íþróttafólkið mætti í stúdíó og tók lagið með Eyva en allt var þetta gert fyrir nýja Lottó-auglýsingu sem minnir á hversu ótrúlega marga íþróttamenn og konur fólk styður þegar það spilar með í Lottó. Meðal þeirra íþróttafólks sem sjá má í þessu myndbandi hér fyrir neðan eru körfuboltamaðurinn Pavel Ermolinskij sem er á bassanum, knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Sigþórsson sem er með rafmagnsgítarinn, knattspyrnumarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson sem er á píanóinu, knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir sem sér um hljómborðið, spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir sem slær á trommu, kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson sem er með fiðluna og handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson sem er í bakröddunum með Alexander Petersson. Þá má ekki gleyma kórnum sem er undir stjórn Ágústs Jóhannssonar, landsliðsþjálfara kvenna í handbolta eða landsliðsþjálfurunum í fótbolta, Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, sem stjórna upptökunni á laginu. Hér fyrir neðan má bæði myndbandið með laginu sem og myndband um gerð lagsins en þar koma fyrir lýsendurnir góðkunnu Einar Örn Jónsson hjá RÚV og Guðmundur Benediktsson hjá Stöð 2 Sport. „Hér er myndband við nýju útgáfuna af þessu vinsæla lagi með Eyjólfi Kristjánssyni og sannkölluðu landsliði tónlistarfólks, þar sem leikgleðin er í fyrirrúmi!," segir um lagið á fésbókarsíðu Lottó sem og: „Við frumsýndum þessa auglýsingu um helgina til að minna á hversu ótrúlega marga þú styður þegar þú spilar með! Þú heldur ósjálfrátt með öllum!" Í lok myndbandsins má síðan finna lista yfir allt það íþróttafólk sem tók þátt í flutningnum á einkennislagi nýju markaðsherferðar Lottó.Nýja myndbandið við 'Ég lifi í draumi' ´ Um gerð myndbandsins. Innlegg frá Lottó.
Íslenski boltinn Frjálsar íþróttir Íslenski handboltinn Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira