„Þjóðverjum hefur ávallt verið illa við peningaprentun“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. janúar 2015 13:20 Mario Draghi seðlabankastjóri Seðlabanka Evrópu. Evran hefur ekki verið lægri í ellefu og ár og hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi og hún gerði í gær í þrjú ár. Við lokun markaða í gær kostaði ein evra 1,11 dollara og hefur ekki verið veikari síðan árið 2004, að því er fram kemur í Financial Times. Þessi mikla lækkun evrunnar átti sér stað daginn eftir að Seðlabanki Evrópu kynnti aðgerðir til að draga úr verðhjöðnun á evrusvæðinu með kaupum á ríkisskuldabréfum. Aðgerðir seðlabankans felast í því sem kallað er quantative easing í engilsaxneskum fjölmiðlum en það er stundum sagt fínna orð fyrir peningaprentun. Seðlabanki Evrópu hyggst kaupa ríkisskuldabréf í hverjum mánuði frá mars næstkomandi þangað til í september á næsta ári fyrir 60 milljarða evra á mánuði, eða fyrir alls eitt þúsund milljarða evra, en um að ræða stefnubreytingu af hálfu bankans. Tilgangurinn er að draga úr verðhjöðnun á evrusvæðinu. Keypt verða ríkisskuldabréf allra ríkja nema Grikklands.Höfðu engin önnur spil á hendi Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir erfitt að segja hvað gerist ef aðgerðirnar skili ekki tilætluðum árangri. „Þetta er síðasta aðgerðin sem þeir hafa til að bregðast við. Það er ekki hægt að lækka vexti meira þannig að peningaprentun er í raun síðasti kosturinn. Ef miðað er við reynslu Breta og Bandaríkjamanna sem hafa prentað peninga í miklum mæli á síðustu þremur til fjórum árum þá ættu áhrifin að vera einhver. Við sjáum lækkun evrunnar á gjaldeyrismarkaði sem ætti að hafa jákvæð áhrif á evrópskt efnhagslíf,“ segir Ásgeir. Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Sérgrein Ásgeirs er peningamálahagfræði.365/ÞÞMario Draghi seðlabankastjóri gaf í fyrst í skyn að þessi stefnubreyting, sem felst í eiginlegri peningaprentun, kynni að vera í döfinni í ræðu sem hann flutti í ágúst í fyrra. Var slík yfirlýsing gefin án samráðs við stjórnvöld í Berlín og hefur það skaðað samband hans og Angelu Merkel Þýskalandskanslara, að því er fram kemur í Financial Times. Angela Merkel telur að kaup á ríkisskuldabréfum muni draga úr þrýstingi á ríkin á evrusvæðinu um að sýna aðhald í ríkisfjármálum. Jens Weidmann, forseti Bundesbank, Seðlabanka Þýskalands, tekur í sama streng og segir í viðtali við þýska dagblaðið Bild í dag að þessi nýja stefna Seðlabanka Evrópu muni létta pressu á ríki eins og Frakkland og Ítalíu um að sýna aðhald í ríkisfjármálum.Á sér sögulegar rætur Ásgeir Jónsson segir að andstaða Þjóðverja við seðlaprentun eigi sér sögulegar rætur. „Peningaprentun hefur aldrei verið Þjóðverjum að skapi. Það er rakið til annars vegar óðaverðbólgunnar á Weimar-tímanum (innsk. Weimar-lýðveldið í Þýskalandi á tímabilinu 1919 til 1933) sem stafaði af of mikilli peningaprentun. Hins vegar náðu Þjóðverjar niður verðbólgu á árunum 1970-1980 með því að draga úr peningamagni í umferð (innsk. e. money supply target model). Það var hið opinbera viðmið þýska seðlabankans áður en Þjóðverjar urðu hluti af Seðlabanka Evrópu. Þjóðverjum hefur ávallt verið gríðarlega illa við peningaprentun og talið að það myndi hefna sín með verðbólgu eða þannig að hlutirnir færu úr böndunum.“ Grikkland Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Evran hefur ekki verið lægri í ellefu og ár og hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi og hún gerði í gær í þrjú ár. Við lokun markaða í gær kostaði ein evra 1,11 dollara og hefur ekki verið veikari síðan árið 2004, að því er fram kemur í Financial Times. Þessi mikla lækkun evrunnar átti sér stað daginn eftir að Seðlabanki Evrópu kynnti aðgerðir til að draga úr verðhjöðnun á evrusvæðinu með kaupum á ríkisskuldabréfum. Aðgerðir seðlabankans felast í því sem kallað er quantative easing í engilsaxneskum fjölmiðlum en það er stundum sagt fínna orð fyrir peningaprentun. Seðlabanki Evrópu hyggst kaupa ríkisskuldabréf í hverjum mánuði frá mars næstkomandi þangað til í september á næsta ári fyrir 60 milljarða evra á mánuði, eða fyrir alls eitt þúsund milljarða evra, en um að ræða stefnubreytingu af hálfu bankans. Tilgangurinn er að draga úr verðhjöðnun á evrusvæðinu. Keypt verða ríkisskuldabréf allra ríkja nema Grikklands.Höfðu engin önnur spil á hendi Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir erfitt að segja hvað gerist ef aðgerðirnar skili ekki tilætluðum árangri. „Þetta er síðasta aðgerðin sem þeir hafa til að bregðast við. Það er ekki hægt að lækka vexti meira þannig að peningaprentun er í raun síðasti kosturinn. Ef miðað er við reynslu Breta og Bandaríkjamanna sem hafa prentað peninga í miklum mæli á síðustu þremur til fjórum árum þá ættu áhrifin að vera einhver. Við sjáum lækkun evrunnar á gjaldeyrismarkaði sem ætti að hafa jákvæð áhrif á evrópskt efnhagslíf,“ segir Ásgeir. Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Sérgrein Ásgeirs er peningamálahagfræði.365/ÞÞMario Draghi seðlabankastjóri gaf í fyrst í skyn að þessi stefnubreyting, sem felst í eiginlegri peningaprentun, kynni að vera í döfinni í ræðu sem hann flutti í ágúst í fyrra. Var slík yfirlýsing gefin án samráðs við stjórnvöld í Berlín og hefur það skaðað samband hans og Angelu Merkel Þýskalandskanslara, að því er fram kemur í Financial Times. Angela Merkel telur að kaup á ríkisskuldabréfum muni draga úr þrýstingi á ríkin á evrusvæðinu um að sýna aðhald í ríkisfjármálum. Jens Weidmann, forseti Bundesbank, Seðlabanka Þýskalands, tekur í sama streng og segir í viðtali við þýska dagblaðið Bild í dag að þessi nýja stefna Seðlabanka Evrópu muni létta pressu á ríki eins og Frakkland og Ítalíu um að sýna aðhald í ríkisfjármálum.Á sér sögulegar rætur Ásgeir Jónsson segir að andstaða Þjóðverja við seðlaprentun eigi sér sögulegar rætur. „Peningaprentun hefur aldrei verið Þjóðverjum að skapi. Það er rakið til annars vegar óðaverðbólgunnar á Weimar-tímanum (innsk. Weimar-lýðveldið í Þýskalandi á tímabilinu 1919 til 1933) sem stafaði af of mikilli peningaprentun. Hins vegar náðu Þjóðverjar niður verðbólgu á árunum 1970-1980 með því að draga úr peningamagni í umferð (innsk. e. money supply target model). Það var hið opinbera viðmið þýska seðlabankans áður en Þjóðverjar urðu hluti af Seðlabanka Evrópu. Þjóðverjum hefur ávallt verið gríðarlega illa við peningaprentun og talið að það myndi hefna sín með verðbólgu eða þannig að hlutirnir færu úr böndunum.“
Grikkland Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira