Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. janúar 2015 08:14 Guðmundur á blaðamannafundi á Hilton-hótelinu í Doha. Vísir/Eva Björk Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, hóf blaðamannafund sinn á Hilton-hótelinu í Doha á morgun á alvarlegum nótum. Danskir fjölmiðlar fjölluðu í gær um meint ósætti danska landsliðsmannsins Kasper Söndergaard við hlutverk sitt í liðinu eftir uppákomu á æfingu liðsins fyrr í vikunni. Söndergaard var sagður hafa sakað Guðmund um að hafa sýnt sér virðingarleysi en sjálfur sagði leikmaðurinn á Twitter-síðu sinni í gær að það væri alrangt og að hann væri sáttur við hvaða hlutverk sem honum væri úthlutað. „Kasper er einn af tryggustu leikmönnum liðsins. Hann er liðsmaður og ég er leiður vegna þess fréttaflutnings sem átti sér stað í kringum hann,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi sínum í morgun. „Ég skil ekki af hverju það voru sagðar fréttir af ósætti sem ekki er til staðar. Það er erfitt að ætla að svara fyrir það. Hann, ég og liðið allt vorum einbeittir að leiknum í gær,“ bætti hann við en Danir unnu Rússa á HM í Katar í gær. „Ég hef alltaf átt gott samstarf við fjölmiðla en svona lagað hef ég ekki upplifað áður á mínum 25 ára þjálfaraferli. Það er það sem ég hef að segja um þetta mál,“ sagði Guðmundur. Þjálfarinn sagðist ánægður með margt sem hann sá í leik sinna manna gegn Rússum í gær, sér í lagi sóknarleikinn. „Ég hef ekki upplifað áður á stórmótum að mæta svo mörkum varnarafbrigðum á einu og sama mótinu. Við höfum spilað gegn 6-0, 5-1, 3-2-1 og 4-2 vörnum en mér fannst að sóknin hafi leyst sitt vel á stórum köflum í leiknum í gær.“ „Varnarleikurinn var líka góður í fyrri hálfleik og það kom kafli þá sem við unnum 8-0. Síðari hálfleikurinn var ekki í sama gæðaflokki en ég er auðvitað fyrist og fremst ánægður með að hafa unnið Rússa.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur og Dagur litríkir á hliðarlínunni í gær | Myndband Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, og Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, fengu eitt stig á mann þegar lið þeirra mættust á heimsmeistaramótinu í Katar í gærkvöldi. 21. janúar 2015 15:30 Guðmundur: Hlusta ekki eftir áliti sérfræðinga Danir hafa gert tvö jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum á HM. Guðmundur Guðmundsson segir að Danir stefni nú á annað sæti C-riðils. 21. janúar 2015 13:30 Danir slökuðu á í seinni en unnu samt Rússa örugglega Danska landsliðið undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar vann þriggja marka sigur á Rússlandi, 31-28, í fjórða leik sínum á HM í handbolta í kvöld. 22. janúar 2015 19:41 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, hóf blaðamannafund sinn á Hilton-hótelinu í Doha á morgun á alvarlegum nótum. Danskir fjölmiðlar fjölluðu í gær um meint ósætti danska landsliðsmannsins Kasper Söndergaard við hlutverk sitt í liðinu eftir uppákomu á æfingu liðsins fyrr í vikunni. Söndergaard var sagður hafa sakað Guðmund um að hafa sýnt sér virðingarleysi en sjálfur sagði leikmaðurinn á Twitter-síðu sinni í gær að það væri alrangt og að hann væri sáttur við hvaða hlutverk sem honum væri úthlutað. „Kasper er einn af tryggustu leikmönnum liðsins. Hann er liðsmaður og ég er leiður vegna þess fréttaflutnings sem átti sér stað í kringum hann,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi sínum í morgun. „Ég skil ekki af hverju það voru sagðar fréttir af ósætti sem ekki er til staðar. Það er erfitt að ætla að svara fyrir það. Hann, ég og liðið allt vorum einbeittir að leiknum í gær,“ bætti hann við en Danir unnu Rússa á HM í Katar í gær. „Ég hef alltaf átt gott samstarf við fjölmiðla en svona lagað hef ég ekki upplifað áður á mínum 25 ára þjálfaraferli. Það er það sem ég hef að segja um þetta mál,“ sagði Guðmundur. Þjálfarinn sagðist ánægður með margt sem hann sá í leik sinna manna gegn Rússum í gær, sér í lagi sóknarleikinn. „Ég hef ekki upplifað áður á stórmótum að mæta svo mörkum varnarafbrigðum á einu og sama mótinu. Við höfum spilað gegn 6-0, 5-1, 3-2-1 og 4-2 vörnum en mér fannst að sóknin hafi leyst sitt vel á stórum köflum í leiknum í gær.“ „Varnarleikurinn var líka góður í fyrri hálfleik og það kom kafli þá sem við unnum 8-0. Síðari hálfleikurinn var ekki í sama gæðaflokki en ég er auðvitað fyrist og fremst ánægður með að hafa unnið Rússa.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur og Dagur litríkir á hliðarlínunni í gær | Myndband Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, og Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, fengu eitt stig á mann þegar lið þeirra mættust á heimsmeistaramótinu í Katar í gærkvöldi. 21. janúar 2015 15:30 Guðmundur: Hlusta ekki eftir áliti sérfræðinga Danir hafa gert tvö jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum á HM. Guðmundur Guðmundsson segir að Danir stefni nú á annað sæti C-riðils. 21. janúar 2015 13:30 Danir slökuðu á í seinni en unnu samt Rússa örugglega Danska landsliðið undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar vann þriggja marka sigur á Rússlandi, 31-28, í fjórða leik sínum á HM í handbolta í kvöld. 22. janúar 2015 19:41 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Sjá meira
Guðmundur og Dagur litríkir á hliðarlínunni í gær | Myndband Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, og Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, fengu eitt stig á mann þegar lið þeirra mættust á heimsmeistaramótinu í Katar í gærkvöldi. 21. janúar 2015 15:30
Guðmundur: Hlusta ekki eftir áliti sérfræðinga Danir hafa gert tvö jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum á HM. Guðmundur Guðmundsson segir að Danir stefni nú á annað sæti C-riðils. 21. janúar 2015 13:30
Danir slökuðu á í seinni en unnu samt Rússa örugglega Danska landsliðið undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar vann þriggja marka sigur á Rússlandi, 31-28, í fjórða leik sínum á HM í handbolta í kvöld. 22. janúar 2015 19:41