Handbolti

Búið að ákveða úrslitin fyrir leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pólverjar voru æfir yfir dómgæslunni í leik sínum gegn Katar í dag og klöppuðu hæðnislega fyrir dómurunum eftir leik.

Það voru þeir Nikolic og Stojkovic frá Serbíu sem dæmdu leikinn og sitt sýndist hverjum um frammistöðu þeirra. Sumir sögðu þá draga taum Katara en öðrum fannst þeir allt í lagi.

Mörgum finnst eins og dómararnir hafi hjálpað heimaliðinu í síðustu þrem leikjum. Öll dómarapörin í þeim leikjum komu frá Balkan-þjóðum.

„Það sáu allir hvað dómararnir gerðu. Þetta er skömm fyrir handboltann. Ég veit ekki hvort Katar sé búið að kaupa heimsmeistaratitilinn nú þegar," sagði Pólverjinn Piotr Chrapkowski bálreiður eftir leikinn.

„Þetta er algjör skömm og í raun algjört stórslys. Það ætti að reka dómarana og aldrei leyfa þeim að dæma aftur. Það vita allir að það var búið að ákveða úrslitin fyrir leikinn. Það var ekkert eðlilegt við þetta."

Viðtalið við Pólverjann má sjá hér að ofan og hér að neðan má sjá þegar Pólverjarnir klappa fyrir dómurunum.




Tengdar fréttir

Katar komið í úrslit á HM

Ævintýri fjölþjóðalandsliðs Katar í handbolta hélt áfram í dag er liðið tryggði sér farseðilinn í úrslitaleik HM. Það sá enginn fyrir að gæti gerst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×