Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Valur 21-28 | Yfirburðir Vals í seinni hálfleik 8. febrúar 2015 14:48 Vísir/Stefán Topplið Vals í Olísdeild karla tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar í handbolta með sigri á Akureyri norðan heiðá, 28-21. Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku Valsmenn öll völd í þeim síðari og sigldu öruggum sigri í höfn. Geir Guðmundsson, uppalinn Akureyringur, var markahæstur Valsmanna með sex mörk en Nicklas Selvic skoraði sex fyrir heimamenn. Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi en mistök voru nokkuð áberandi partur af leik beggja liða, lélegar sendingar og mikið um tapaða bolta. Mestur var munurinn þrjú mörk þegar rétt um tíu mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik en Valsmenn skoruðu þá þrjú mörk í röð og jöfnuðu leikinn. Liðin skiptust á að leiða með einu þangað til að Ómar Ingi Magnússon kom kom Val í tveggja marka forustu rétt áður en Orri Freyr Gíslason fékk sína þriðju brottvísun. Það var svo Sigþór Heimisson sem minnkaði muninn með síðasta marki hálfleiksins og staðan því 10-11 Valsmönnum í vil þegar hálfleiksflautan gall. Seinni hálfleikurinn var svo gott sem eign Vals frá upphafi til enda, það var í raun aðeins eitt lið sem mætti til leiks eftir hálfleik. Heimamenn héldu áfram að gera mistök á meðan leikur Vals small betur en í fyrri hálfleiknum og þá sérstaklega varnarleikurinn sem var gríðarlega þéttur. Það tók Valsmenn aðeins sjö mínútur að komast fimm mörkum yfir og það var forskot sem þeir sleptu aldrei takinu á. Þegar um sex mínútur voru eftir af leiknum var munurinn kominn í tíu mörk en korterið þar á undan höfðu heimamenn aðeins náð að skora tvö mörk á móti átta frá leikmönnum Vals. Þrátt fyrir uppgjöf hjá heimamönnum náðu þeir aðeins að laga stöðuna fyrir lokaflautið og minnka forskot Vals niður í sjö mörk, 21-28. Sanngjarn og verðskuldaður sigur Vals en liðið virkar afar öflugt þessa daga í efsta sæti í deild og komnir í undanúrslit í bikar.Geir: Frábært að vera kominn í Höllina „Þetta var hörku leikur og sérstaklega í fyrri hálfleik," sagði Geir Guðmundsson nokkuð sáttur eftir leik en hann var markahæstur í liði Vals með sex mörk á sínum gamla heimavelli. „Það mættu bæði lið brjáluð til leiks en sóknarleikur beggja var nokkuð stirður, tæknifeilar og menn klúðrandi góðum færum. En við fórum saman inn í hálfleik og vorum sammála um það að við ættum helling inni. Við mætum svo og fáum á okkur einhver tíu mörk og skorum sautján sem er bara hörku gott." Sautján marka sigur í síðasta deildarleik og svo öruggur útisigur á Akureyri í næsta leik, er liðið óstöðvandi? „Við erum allavega á rönni. Tökum einn leik í einu og einbeitum okkur af litlu verkefnum fyrst. Það er bara svo frábært að vera kominn í Höllina og vonandi höldum við þessu rönni bara áfram"Sverre: Vonbrigðin snúast ekki um bakið á mér „Ég bara hreinlega veit það ekki," sagði afmælisbarnið Sverre Andreas Jakobsson eftir leik þegar hann var spurður út í það hvað gerðist í seinni hálfleik leiksins. „Það eiginlega bara hrundi allt. Við spiluðum agað og með hjartanu, vorum í góri stöðu í hálfleik og maður sá fram á hörku leik sem við ætluðum okkur að sjálfsögðu að klára en svo datt bara allt niður." Þú virtist sjálfur eiga eitthvað erfitt þarna í seinni hálfleiknum? „Já ég fór í bakinu stuttu fyrir hálfleik. Ég ætlaði mér að klára leikinn en svo bara gat ég það ekki, því miður. Ég ætla ekkert að láta þetta plaga mig of lengi samt, leiðinlegur tímapunktur en vonbrigðin snúast ekki um bakið á mér heldur að við höfum ekki gert meiri leik úr þessu. Við lögðum mikla vinnu í fyrri hálfleikinn en löbbum svo útaf með skottið milli fóta og það er sárt. Það var rosalega skemmtileg helgi í boði sem eru forréttindi fyrir alla handboltamenn að fá að taka þátt í og ég og nokkrir aðrir hér eru á síðasta snúning að fá að upplifa slíkt, sem leikmaður allavega, þannig að þetta var leiðinleg afmælisgjöf." Íslenski handboltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Topplið Vals í Olísdeild karla tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar í handbolta með sigri á Akureyri norðan heiðá, 28-21. Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku Valsmenn öll völd í þeim síðari og sigldu öruggum sigri í höfn. Geir Guðmundsson, uppalinn Akureyringur, var markahæstur Valsmanna með sex mörk en Nicklas Selvic skoraði sex fyrir heimamenn. Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi en mistök voru nokkuð áberandi partur af leik beggja liða, lélegar sendingar og mikið um tapaða bolta. Mestur var munurinn þrjú mörk þegar rétt um tíu mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik en Valsmenn skoruðu þá þrjú mörk í röð og jöfnuðu leikinn. Liðin skiptust á að leiða með einu þangað til að Ómar Ingi Magnússon kom kom Val í tveggja marka forustu rétt áður en Orri Freyr Gíslason fékk sína þriðju brottvísun. Það var svo Sigþór Heimisson sem minnkaði muninn með síðasta marki hálfleiksins og staðan því 10-11 Valsmönnum í vil þegar hálfleiksflautan gall. Seinni hálfleikurinn var svo gott sem eign Vals frá upphafi til enda, það var í raun aðeins eitt lið sem mætti til leiks eftir hálfleik. Heimamenn héldu áfram að gera mistök á meðan leikur Vals small betur en í fyrri hálfleiknum og þá sérstaklega varnarleikurinn sem var gríðarlega þéttur. Það tók Valsmenn aðeins sjö mínútur að komast fimm mörkum yfir og það var forskot sem þeir sleptu aldrei takinu á. Þegar um sex mínútur voru eftir af leiknum var munurinn kominn í tíu mörk en korterið þar á undan höfðu heimamenn aðeins náð að skora tvö mörk á móti átta frá leikmönnum Vals. Þrátt fyrir uppgjöf hjá heimamönnum náðu þeir aðeins að laga stöðuna fyrir lokaflautið og minnka forskot Vals niður í sjö mörk, 21-28. Sanngjarn og verðskuldaður sigur Vals en liðið virkar afar öflugt þessa daga í efsta sæti í deild og komnir í undanúrslit í bikar.Geir: Frábært að vera kominn í Höllina „Þetta var hörku leikur og sérstaklega í fyrri hálfleik," sagði Geir Guðmundsson nokkuð sáttur eftir leik en hann var markahæstur í liði Vals með sex mörk á sínum gamla heimavelli. „Það mættu bæði lið brjáluð til leiks en sóknarleikur beggja var nokkuð stirður, tæknifeilar og menn klúðrandi góðum færum. En við fórum saman inn í hálfleik og vorum sammála um það að við ættum helling inni. Við mætum svo og fáum á okkur einhver tíu mörk og skorum sautján sem er bara hörku gott." Sautján marka sigur í síðasta deildarleik og svo öruggur útisigur á Akureyri í næsta leik, er liðið óstöðvandi? „Við erum allavega á rönni. Tökum einn leik í einu og einbeitum okkur af litlu verkefnum fyrst. Það er bara svo frábært að vera kominn í Höllina og vonandi höldum við þessu rönni bara áfram"Sverre: Vonbrigðin snúast ekki um bakið á mér „Ég bara hreinlega veit það ekki," sagði afmælisbarnið Sverre Andreas Jakobsson eftir leik þegar hann var spurður út í það hvað gerðist í seinni hálfleik leiksins. „Það eiginlega bara hrundi allt. Við spiluðum agað og með hjartanu, vorum í góri stöðu í hálfleik og maður sá fram á hörku leik sem við ætluðum okkur að sjálfsögðu að klára en svo datt bara allt niður." Þú virtist sjálfur eiga eitthvað erfitt þarna í seinni hálfleiknum? „Já ég fór í bakinu stuttu fyrir hálfleik. Ég ætlaði mér að klára leikinn en svo bara gat ég það ekki, því miður. Ég ætla ekkert að láta þetta plaga mig of lengi samt, leiðinlegur tímapunktur en vonbrigðin snúast ekki um bakið á mér heldur að við höfum ekki gert meiri leik úr þessu. Við lögðum mikla vinnu í fyrri hálfleikinn en löbbum svo útaf með skottið milli fóta og það er sárt. Það var rosalega skemmtileg helgi í boði sem eru forréttindi fyrir alla handboltamenn að fá að taka þátt í og ég og nokkrir aðrir hér eru á síðasta snúning að fá að upplifa slíkt, sem leikmaður allavega, þannig að þetta var leiðinleg afmælisgjöf."
Íslenski handboltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira