Handbolti

Guðfaðirinn tekur Óla Stef í kennslustund með smámynt ber að ofan

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rússinn Boris Bjarni Akbachev hefur búið til fjölmarga af bestu handboltamönnum heims í gegnum tíðina, jafnt á Íslandi sem og í gömlu Sovétríkjunum.

Hann kom til Íslands á níunda áratug síðustu aldar og átti gríðarlega stóran þátt í því að færa íslenskan handbolta upp á hærra plan.

Sjá einnig:Óli Stef reiður: Þú skýtur eins og þú sért spastískur

Valsmenn nutu góðs af þekkingu Borisar Bjarna sem kom til Hlíðarendafélagsins árið 1980. Þar aldi hann upp gullkynslóð með Ólaf Stefánsson fremstan í flokki.

Í heimildamyndinni Óli Prik fer Ólafur Stefánsson og hittir manninn sem stundum er kallaður Guðfaðir handboltans á Íslandi. Hann vill vita hvað Boris finnst um hvernig hann sé að stýra leikjum Valsliðsins.

„Þú verður að breyta leiknum eins og þú vilt á móti liðum. Þú breyttir bara um leikmenn en ekki leiknum,“ segir Boris. „Hvernig breyti ég leiknum,“ spyr Ólafur og fær stutt svar: „Það er mjög einfalt.“

Boris rífur þá fram A4-blað og slatta af smámynt til að gefa besta handboltamanni Íslandssögunnar kennslustund í fræðunum.


Tengdar fréttir

Þjóðargersemin Óli

Ólafur Stefánsson er þjóðargersemi. Íslenska þjóðin elskar þennan farsæla handboltamann. Í heimildarmyndinni Óli Prik fær maður að skyggnast inn í líf mannsins bak við boltann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×