Handritshöfundar hornkerlingar á Eddunni Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2015 16:08 Kollegar Margrétar eru henni hjartanlega sammála og nú bíða þau viðbragða frá framkvæmdastjóra Eddunnar. Margrét Örnólfsdóttir, rithöfundur með meiru, er afar ósátt við það hvernig þeir sem sjá um Edduverðlaunin haga tilnefningum í flokki handrita. Henni þykir skjóta skökku við að sjónvarpþættirnir Orðbragð séu tilefndir. Hún segir Orðbragð vandaða og velheppnaða sjónvarpsþætti. Hins vegar er handrit að kvikmynd eða sjónvarps-mynd/þáttaröð og sjónvarpsþætti sem Orðbragði er einfaldlega sitthvor hluturinn. Vísir spurði Margréti einfaldlega hvort henni finnist þeir sem sjá um að skipuleggja Edduna þá ekki hafa nokkurn skilning á mikilvægi handritsgerðar? „Þú hittir algjörlega naglann á höfuðið þarna, líklega án þess að átta þig á því, þegar þú velur að nota orðið handritsgerð. Það er nefnilega ekki sama handritsgerð og handritsskrif. Handrit að þáttum á borð við Orðbragð er handritsgerð en maður skrifar hins vegar handrit að kvikmynd eða leiknu sjónvarpefni. Gæti hljómað eins smásmyglisháttur hjá mér, hvort tveggja er að sjálfsögðu skrifað, en það er grundvallarmunur á. Það má til dæmis benda á að það tekur yfirleitt mörg ár að þróa kvikmyndahandrit, frá því hugmynd kviknar og þar til hægt er að kalla handritið lokaútgáfu. Það er hreint og klárt höfundaverk sem á lítið skylt við sjónvarpsþætti þar sem til að mynda stór hluti efnisins byggir á framlagi viðmælenda, viðtölum og slíku. Flokkurinn handrit ársins hjá alvöru kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunum ætti að takmarkast við handrit að leiknu efni. Skilyrðin fyrir innsendingum í þennan flokk eru því augljóslega of slök eða óljós.“ Margrét segir það rétt vera að handritsgerð hafi verið hálfgerð hornkerling í íslenskri kvikmyndagerð, alla tíð. „Það hefur breyst mikið til batnaðar á síðustu tíu árum eða svo enda margir farnir bæði að mennta sig sérstaklega í handritsskrifum og sífellt fleiri hafa nokkuð samfellda atvinnu af þessu, sérstaklega síðan kippur kom í framleiðslu á leiknu sjónvarpsefni. Sömuleiðis hefur almennt vaxið skilningur á mikilvægi handritsþáttarins, honum gert hærra undir höfði og lagt meira upp úr handritsþróun en áður.“ Margrét skrifaði pistil um málið sem birtist á kvikmyndavefnum Klapptré. Og hún hefur fengið talsverð viðbrögð við þeim skrifum. „Fyrir utan læk og deilingar á facebook? Kollegarnir eru auðvitað hjartanlega sammála en ég er ennþá að bíða eftir viðbrögðum við athugasemdum sem ég sendi framkvæmdastjóra Eddunnar.“ Eddan Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Margrét Örnólfsdóttir, rithöfundur með meiru, er afar ósátt við það hvernig þeir sem sjá um Edduverðlaunin haga tilnefningum í flokki handrita. Henni þykir skjóta skökku við að sjónvarpþættirnir Orðbragð séu tilefndir. Hún segir Orðbragð vandaða og velheppnaða sjónvarpsþætti. Hins vegar er handrit að kvikmynd eða sjónvarps-mynd/þáttaröð og sjónvarpsþætti sem Orðbragði er einfaldlega sitthvor hluturinn. Vísir spurði Margréti einfaldlega hvort henni finnist þeir sem sjá um að skipuleggja Edduna þá ekki hafa nokkurn skilning á mikilvægi handritsgerðar? „Þú hittir algjörlega naglann á höfuðið þarna, líklega án þess að átta þig á því, þegar þú velur að nota orðið handritsgerð. Það er nefnilega ekki sama handritsgerð og handritsskrif. Handrit að þáttum á borð við Orðbragð er handritsgerð en maður skrifar hins vegar handrit að kvikmynd eða leiknu sjónvarpefni. Gæti hljómað eins smásmyglisháttur hjá mér, hvort tveggja er að sjálfsögðu skrifað, en það er grundvallarmunur á. Það má til dæmis benda á að það tekur yfirleitt mörg ár að þróa kvikmyndahandrit, frá því hugmynd kviknar og þar til hægt er að kalla handritið lokaútgáfu. Það er hreint og klárt höfundaverk sem á lítið skylt við sjónvarpsþætti þar sem til að mynda stór hluti efnisins byggir á framlagi viðmælenda, viðtölum og slíku. Flokkurinn handrit ársins hjá alvöru kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunum ætti að takmarkast við handrit að leiknu efni. Skilyrðin fyrir innsendingum í þennan flokk eru því augljóslega of slök eða óljós.“ Margrét segir það rétt vera að handritsgerð hafi verið hálfgerð hornkerling í íslenskri kvikmyndagerð, alla tíð. „Það hefur breyst mikið til batnaðar á síðustu tíu árum eða svo enda margir farnir bæði að mennta sig sérstaklega í handritsskrifum og sífellt fleiri hafa nokkuð samfellda atvinnu af þessu, sérstaklega síðan kippur kom í framleiðslu á leiknu sjónvarpsefni. Sömuleiðis hefur almennt vaxið skilningur á mikilvægi handritsþáttarins, honum gert hærra undir höfði og lagt meira upp úr handritsþróun en áður.“ Margrét skrifaði pistil um málið sem birtist á kvikmyndavefnum Klapptré. Og hún hefur fengið talsverð viðbrögð við þeim skrifum. „Fyrir utan læk og deilingar á facebook? Kollegarnir eru auðvitað hjartanlega sammála en ég er ennþá að bíða eftir viðbrögðum við athugasemdum sem ég sendi framkvæmdastjóra Eddunnar.“
Eddan Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira