Primera Air segist áskilja sér rétt til að höfða mál gegn ASÍ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. febrúar 2015 19:21 Flugvél frá Primera Air. Vísir/Hörður Stjórnendur Primera Air segja yfirlýsingu Alþýðusambands Íslands frá því fyrr í dag vera furðulega, óréttmæta og villandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá flugfélaginu sem send var fjölmiðlum í kvöld. Þar segir að ASÍ hafi ekki byggt ályktun sína á neinni sérstakri vitneskju, þekkingu eða staðreyndum.Miðstjórn ASÍ mótmælti í dag harðlega því sem sambandið kallaði aðför Primera Air að réttindum launafólks. Sagði sambandið í ályktun að flugfélagið byggi starfsemi sína frá Íslandi „á grófum félagslegum undirboðum gagnvart áhöfnum þeirra flugvéla sem notaðar eru í rekstri félagsins“. Primera hafnar ásökunum ASÍ og segir sambandið ekki hafa reynt að afla upplýsinga um starfsemina. „ASÍ hefur ekki sett sig í samband við Primera Air hvorki fyrr né síðar til að afla upplýsinga og sætir það furðu að það hafi ekki gerst þegar haft er í huga að skorað er á yfirvöld að stöðva ólögmæta starfsemi,“ segir í yfirlýsingunni. Í ályktun ASÍ kom fram að um kaup og kjör áhafna Primera Air fari samkvæmt íslenskum lögum og kjarasamningum, hvort heldur litið er til laga um starfsmannaleigur eða laga um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands. Flugfélagið segist hinsvegar ekki þurfa að greiða starfsfólki sínu laun miðað við kjarasamninga í þeim löndum þar sem bækistöðvar félagsins eru. „Primera flýgur frá mörgum bækistöðvum í 6 löndum til 80 flugvalla og gæti orðið æði flókið ef kaup og kjör fylgdu ávallt bækistöð hverju sinni eins og ASÍ virðist ætla sé venjan í flugrekstri,“ segir í yfirlýsingunni. „Menn geta svo ímyndað sér hvernig stór erlend flugfélög með langdrægari flugvélar um allan heim færu að því að reka sína starfsemi.“ Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að flugfélagið ásakanir ASÍ svo alvarlegar og ærumeiðandi að það áskilji sér rétt til leita réttar síns fyrir dómstólum. Fréttir af flugi Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Stjórnendur Primera Air segja yfirlýsingu Alþýðusambands Íslands frá því fyrr í dag vera furðulega, óréttmæta og villandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá flugfélaginu sem send var fjölmiðlum í kvöld. Þar segir að ASÍ hafi ekki byggt ályktun sína á neinni sérstakri vitneskju, þekkingu eða staðreyndum.Miðstjórn ASÍ mótmælti í dag harðlega því sem sambandið kallaði aðför Primera Air að réttindum launafólks. Sagði sambandið í ályktun að flugfélagið byggi starfsemi sína frá Íslandi „á grófum félagslegum undirboðum gagnvart áhöfnum þeirra flugvéla sem notaðar eru í rekstri félagsins“. Primera hafnar ásökunum ASÍ og segir sambandið ekki hafa reynt að afla upplýsinga um starfsemina. „ASÍ hefur ekki sett sig í samband við Primera Air hvorki fyrr né síðar til að afla upplýsinga og sætir það furðu að það hafi ekki gerst þegar haft er í huga að skorað er á yfirvöld að stöðva ólögmæta starfsemi,“ segir í yfirlýsingunni. Í ályktun ASÍ kom fram að um kaup og kjör áhafna Primera Air fari samkvæmt íslenskum lögum og kjarasamningum, hvort heldur litið er til laga um starfsmannaleigur eða laga um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands. Flugfélagið segist hinsvegar ekki þurfa að greiða starfsfólki sínu laun miðað við kjarasamninga í þeim löndum þar sem bækistöðvar félagsins eru. „Primera flýgur frá mörgum bækistöðvum í 6 löndum til 80 flugvalla og gæti orðið æði flókið ef kaup og kjör fylgdu ávallt bækistöð hverju sinni eins og ASÍ virðist ætla sé venjan í flugrekstri,“ segir í yfirlýsingunni. „Menn geta svo ímyndað sér hvernig stór erlend flugfélög með langdrægari flugvélar um allan heim færu að því að reka sína starfsemi.“ Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að flugfélagið ásakanir ASÍ svo alvarlegar og ærumeiðandi að það áskilji sér rétt til leita réttar síns fyrir dómstólum.
Fréttir af flugi Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur