Með sérleyfi á fjöllin fyrir þyrluskíðaferðir Kristján Már Unnarsson skrifar 2. febrúar 2015 19:45 Þrjú fyrirtæki hafa nú haslað sér völl í þyrluskíðaferðum á Tröllaskaga og hefur elsta fyrirtækið gripið til þess ráðs að semja við landeigendur og sveitarfélög um sérleyfi til að lenda með skíðamenn á fjallstindum. „Það er eðlilegt þegar eitthvað gengur vel á Íslandi, þá fara allir af stað,“ segir Jökull Bergmann fjallaleiðsögumaður sem ruddi brautina í þessari tegund ferðaþjónustu á Tröllaskaga þegar hann stofnaði fyrirtækið Bergmenn árið 2008. Tvö önnur fyrirtæki bættust við í fyrra, annað á Ólafsfirði og hitt á Siglufirði og í Fljótum. Jökull var hins vegar áður byrjaður að gera einkaréttarsamninga.Jökull Bergmann á Klængshóli í Skíðadal, eigandi Bergmanna.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Það eru kannski fyrstu samningar á Íslandi sem hafa verið gerðir við landeigendur um einkarétt á nýtingu á þeirra landi til þessa ákveðna hlutar, þar sem þeir eru að fá greiðslu fyrir, - bæði búinn að gera mikið af samningum við landeigendur og svo sveitarfélögin á svæðinu, einfaldlega til að koma í veg fyrir að varan yrði eyðilögð.“ Bandarískir ferðamenn sem við hittum á Klængshóli í Skíðadal nefndu þá upplifun að vera einir á ferðinni þar sem engir aðrir væru. „Svona starfsemi þarf gríðarlega mikið pláss vegna þess að varan sem fólk er að kaupa er í raun að hafa aðgang að óskíðuðum brekkum, það er að segja að enginn annar hafi skíðað þar,“ segir Jökull.Skíðamennirnir sækjast eftir brekkum þar sem engin skíðaför sjást og engir aðrir eru á ferðinni.Mynd/Bergmenn.Í Ólafsfirði hóf Björgvin Björgvinsson rekstur Viking-þyrluskíðafyrirtækisins í fyrra. Hann gerði þá athugasemdir við að Dalvíkurbyggð og Grýtubakkahreppur skyldu semja um einkarétt við Jökul. Björgvin hefur þó ekki látið reyna á þá samninga og segist í samtali við Stöð 2 vonast til að allir geti lifað saman í sátt. Hann segir svæðið það stórt að viðskiptavinir ættu ekki að verða varir við þyrlur frá öðrum. Sveitarfélagið Fjallabyggð hefur hins vegar ekki gert slíka samninga. Jökull Bergmann hefur áhyggjur. „Þetta er í raun eins og með allar aðrar auðlindir, sama hvort það er fiskur eða eitthvað annað; ef þú ofveiðir, þá taparðu á endanum, alveg klárlega, þótt þú græðir kannski í augnablikinu.“ Fjallað var um fyrirtæki Jökuls, Bergmenn, í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í síðustu viku.Þyrla flýgur í Skíðadal.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Fjallabyggð Skagafjörður Skíðasvæði Um land allt Tengdar fréttir Þyrluskíðaferðir skapa grunn að þyrlurekstri á Norðurlandi Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. 27. janúar 2015 19:18 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nemendur búa sig undir vinnumarkaðinn á stafrænum Atvinnudögum HÍ Atvinnulíf Kjúklingur Panang – nýjung frá 1944 Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Þrjú fyrirtæki hafa nú haslað sér völl í þyrluskíðaferðum á Tröllaskaga og hefur elsta fyrirtækið gripið til þess ráðs að semja við landeigendur og sveitarfélög um sérleyfi til að lenda með skíðamenn á fjallstindum. „Það er eðlilegt þegar eitthvað gengur vel á Íslandi, þá fara allir af stað,“ segir Jökull Bergmann fjallaleiðsögumaður sem ruddi brautina í þessari tegund ferðaþjónustu á Tröllaskaga þegar hann stofnaði fyrirtækið Bergmenn árið 2008. Tvö önnur fyrirtæki bættust við í fyrra, annað á Ólafsfirði og hitt á Siglufirði og í Fljótum. Jökull var hins vegar áður byrjaður að gera einkaréttarsamninga.Jökull Bergmann á Klængshóli í Skíðadal, eigandi Bergmanna.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Það eru kannski fyrstu samningar á Íslandi sem hafa verið gerðir við landeigendur um einkarétt á nýtingu á þeirra landi til þessa ákveðna hlutar, þar sem þeir eru að fá greiðslu fyrir, - bæði búinn að gera mikið af samningum við landeigendur og svo sveitarfélögin á svæðinu, einfaldlega til að koma í veg fyrir að varan yrði eyðilögð.“ Bandarískir ferðamenn sem við hittum á Klængshóli í Skíðadal nefndu þá upplifun að vera einir á ferðinni þar sem engir aðrir væru. „Svona starfsemi þarf gríðarlega mikið pláss vegna þess að varan sem fólk er að kaupa er í raun að hafa aðgang að óskíðuðum brekkum, það er að segja að enginn annar hafi skíðað þar,“ segir Jökull.Skíðamennirnir sækjast eftir brekkum þar sem engin skíðaför sjást og engir aðrir eru á ferðinni.Mynd/Bergmenn.Í Ólafsfirði hóf Björgvin Björgvinsson rekstur Viking-þyrluskíðafyrirtækisins í fyrra. Hann gerði þá athugasemdir við að Dalvíkurbyggð og Grýtubakkahreppur skyldu semja um einkarétt við Jökul. Björgvin hefur þó ekki látið reyna á þá samninga og segist í samtali við Stöð 2 vonast til að allir geti lifað saman í sátt. Hann segir svæðið það stórt að viðskiptavinir ættu ekki að verða varir við þyrlur frá öðrum. Sveitarfélagið Fjallabyggð hefur hins vegar ekki gert slíka samninga. Jökull Bergmann hefur áhyggjur. „Þetta er í raun eins og með allar aðrar auðlindir, sama hvort það er fiskur eða eitthvað annað; ef þú ofveiðir, þá taparðu á endanum, alveg klárlega, þótt þú græðir kannski í augnablikinu.“ Fjallað var um fyrirtæki Jökuls, Bergmenn, í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í síðustu viku.Þyrla flýgur í Skíðadal.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Fjallabyggð Skagafjörður Skíðasvæði Um land allt Tengdar fréttir Þyrluskíðaferðir skapa grunn að þyrlurekstri á Norðurlandi Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. 27. janúar 2015 19:18 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nemendur búa sig undir vinnumarkaðinn á stafrænum Atvinnudögum HÍ Atvinnulíf Kjúklingur Panang – nýjung frá 1944 Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Þyrluskíðaferðir skapa grunn að þyrlurekstri á Norðurlandi Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. 27. janúar 2015 19:18
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur