
Nútíminn - Myndin sem við blasir
Er komið nóg?
Fylgjast má í forundran með hvernig mannkynið virðist algerlega hjálparlaust gagnvart eigin brjálsemi. Stöðugir smáskammtar af hræðilegum uppákomum minnir mig á tilraun með frosk sem settur var í krukku með köldu vatni sem síðan var hitað upp hægt og rólega. Þótt hitinn væri að lokum komin vel yfir þolmörk frosksins hreyfði hann sig ekki fyrr en komið var við hann, þá gerði hann sér grein fyrir ástandinu og forðaði sér með látum. Er þetta sambærilegt við ástandið sem einkennir líf mannkynsins í dag? Er „hitinn“ sem við búum við enn þá þægilegur eða er hann kannski kominn yfir hættumörk? Er enn ekkert það komið upp sem vekur mannkynið af dvalanum svo það grípi til þeirra ráða sem samsvara því þegar froskurinn brást við og forðaði lífi sínu. Virðist ekki vera.
Fyrirheit um heimsfrið og Sevilla yfirlýsingin
Vegna aðgerðarleysisins leitar á hugann það sem fram kemur í Fyrirheiti um heimsfrið, víðkunnu friðarbréfi baháí heimssamfélagsins frá árinu 1985. Þar er talað um tregðu í friðarviðleitni sem „lömun viljans“ og því haldið fram að þessa lömun viljans megi rekja til þeirrar rótgrónu falshugmyndar að maðurinn sé sjálfselskur og árásargjarn að eðlisfari.
Í þessu samhengi er áhugavert að skoða Sevilla yfirlýsinguna um ofbeldi, sem var samþykkt á alþjóðlegri ráðstefnu vísindamanna í Sevilla á Spáni 1986. Tilgangur ráðstefnunnar var að fjalla um og hrekja þá fullyrðingu að skipulegt mannlegt ofbeldi sé líffræðilega ákvarðað. Í ályktun ráðstefnunnar segir m.a. að það sé vísindalega rangt að halda því fram að við erfum stríðshneigðina frá forfeðrum okkar í dýraríkinu. Hernaður sé fyrirbæri sem einskorðist við manninn og þekkist ekki hjá öðrum tegundum. Það sé vísindalega rangt að halda því fram að ofbeldisfull hegðun sé erfðafræðilega forrituð í mannlegt eðli. Einnig segir þar að það sé rangt að halda því fram að menn fæðist með „ofbeldisfullan heila“. Hegðun okkar mótist fyrst og fremst af því hvernig við höfum verið skilyrt og af félagslegum aðstæðum. Lokaorð yfirlýsingarinnar eru á þessa leið – Við ályktum að við (mennirnir) séum ekki dæmdir til hernaðarátaka og ofbeldis af líffræðilegum ástæðum. Þess í stað er okkur mögulegt að binda enda á stríð og þær þjáningar sem þau valda. Við getum það ekki ein og hvert í sínu lagi heldur aðeins með samvinnu. Það skiptir hins vegar gríðarlegu máli að við, hvert og eitt okkar, trúum því að við getum þetta. Án þeirrar trúar má vera að við reynum ekki einu sinni. (viljinn lamast innsk. höf.) Stríð voru fundin upp í fornöld og á sama hátt getum við fundið upp friðinn á okkar tímum. Það er í höndum hvers og eins okkar að leggja okkar lóð á vogarskálina.
Þann 25. september 2011 var haldin önnur ráðstefna í Róm undir yfirskriftinni Sevilla yfirlýsingin 25 árum síðar. Til ráðstefnunnar mætti hópur alþjóðlegra sérfræðinga úr ýmsum greinum frá fjölda landa. Í hringborðsumræðu í lok ráðstefnunnar var sá möguleiki ræddur hvort endurskoða þyrfti yfirlýsinguna frá 1986 og uppfæra hana eða breyta. Niðurstaða samráðsins varð sú að yfirlýsingin frá 1986 væri enn í fullu gildi óbreytt.
Lokaorð
Hvert getur framlag okkar hér á landi verið til að aflétta stríðsbölinu? Manni dettur í hug að það gæti falist í því að sameinast um að halda því á lofti að stríðsrekstur sé ekki líffræðilega byggður inn í eðli mannsins og að tegundin sem fann upp stríð í fyrndinni sé fullkomlega fær um að finna upp frið í nútímanum.
Skoðun

Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun
Erna Bjarnadóttir skrifar

Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque
Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar

Traustur vinur getur gert voðaverk!
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Hrós getur skipt sköpum
Ingrid Kuhlman skrifar

Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda
Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar

Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands
Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar

Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum
Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar

Jón og félagar eru farnir
Árni Guðmundsson skrifar

Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi
Einar Karl Friðriksson skrifar

Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru
Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar

Við lifum í skjóli hvers annars
Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar

Halldór 01.03.2025
skrifar

COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Meira um íslenskan her
skrifar

Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu
Hópur Sjálfstæðismanna skrifar

Háskóladagurinn og föðurlausir drengir
Margrét Valdimarsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands
Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar

En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla
Pétur Henry Petersen skrifar

Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur
Micah Garen skrifar

Tölum um það sem skiptir máli
Flosi Eiríksson skrifar

Hvernig borg verður til
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar?
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Helga Rósa Másdóttir skrifar

Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund?
Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025
Alice Viktoría Kent skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar

Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Jóna Lárusdóttir skrifar

Látum verkin tala
Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar