Get ég safnað mér 5 milljónum í eigið fé til íbúðakaupa með þau laun sem ég hef? Þorgrímur Einar Guðbjartsson skrifar 10. febrúar 2015 20:47 Það var í fréttum á dögunum að til þess að fólk geti keypt íbúð sem kostar 30 milljónir, þurfi viðkomandi að eiga a.m.k. 5 milljónir í eigið fé. Í kjölfar þess, og frétta um að framundan sé um 23% hækkun á húsnæðisverði næstu 3 ár, og að Starfsgreinasambandið setti fram kröfu um að lágmarkslaun verði 300 þúsund kr. á mánuði, ákvað ég ( þó að ég sé ekki hagfræðingur eða reiknimeistari ) að setja upp dæmi, sem kannski er raunhæft og kannski ekki, um 5 manna fjölskyldu sem hefur áhuga á því að kaupa sér húsnæði. Forsendurnar sem ég gef mér eru þessar: Þetta er 5 manna fjölskylda, gift hjón með 3 börn. Hjónin eru 27 ára gömul, hún vinnur hjá ríkinu og hann á almennum vinnumarkaði. Konan er ekki með neina yfirvinnu, fær laun samkvæmt kjarasamningi Starfsgreinasambandsins og ríkisins og er í launaflokki 27, þrepi 4 og fær því heildarlaun kr: 335.502 eða kr: 201.377 eftir skatt (37%). Ég dreg ekki frá í kaupinu aðrar greiðslur, svo sem lífeyrissjóð eða stéttarfélagsgjald. Maðurinn er 27 ára almennur verkamaður og þiggur laun samkvæmt kjarasamningi við starfsgreinasambandið og er í launaflokki 24 eftir 7 ára vinnu, fær 253.709 í mánaðarlaun + tveggja tíma yfirvinnu á dag. Það gerir 105.390 kr., alls 359.099 kr. Þau eru í leiguíbúð á fjórðu hæð í blokk á Meistaravöllum og greiða fyrir hana 225.000 kr. á mánuði. Fyrir skemmstu endurnýjuðu þau bílinn og keyptu Chevrolet Captiva 2008 árgerð og greiddu fyrir hana kr 2.400.000 kr., hvar þau tóku lán fyrir 80% ( 1.900.000 ) greiðslunnar til 5 ára og er mánaðarleg afborgun því um það bil 35.000 kr. 20% greiðslunnar voru þau búin að ná að spara uppí útborgun í íbúð, en urðu að nota smá af þeirri summu í þessi bílakaup. Þau eiga í dag á sparibók, 1.100.000 sem þau eru búin að ná að spara á síðustu 8 árum, síðan þau stofnuðu til fjölskyldu. Hvorugt þeirra hjóna greiðir eða þiggur meðlag í þessu dæmi. Samkvæmt framfærsluviðmiði umboðsmanns skuldara þurfa þau 346.169 kr. á mánuði til aðframfleyta þessari 5 manna fjölskyldu. Þau eru ekki með of mikið fé handa á milli og fara ekki í sumarfrí til útlanda, en taka bústað á leigu eina viku á ári og hafa náð að lágmarka kostnað við 5 vikna sumarfrí niður í 180.000 kr., þar með talið ferðalög, gisting og afþreying. Þá reikna ég einnig inn í dæmið að þau geri ráð fyrir a.m.k. 20.000 kr. í óvænt útgjöld í hverjum mánuði. Þá lítur þetta svona út: Laun hans kr: 276.442 á ári kr: 3.317.304 Laun hennar kr: 201.377 á ári kr: 2.416.524 Alls laun: á ári kr: 5.733.828Útgjöldin eru þá svona: Húsaleiga kr: 225.000 á ári kr: 2.700.000 Framfærsla kr: 346.169 á ári kr: 4.154.028 Afborgun af bíl kr: 35.000 á ári kr: 420.000 Sumarfríið kr: 15.000 á ári kr: 180.000 Ófyrirséð útgjöld kr: 20.000 á ári kr: 240.000 Alls útgjöld því á ári kr: 7.694.028 Eða tap á rekstri heimilisins um kr: -1.960.200 Þá sjáum við í hendi okkar að þetta gengur ekki upp. Þau verða að afla hærri tekna til að ná að gera upp dæmið. Þau ákveða að gera eftirfarandi breytingar: Finna ódýrara húsnæði, svipuð stærð í m2 en leigan 180.000 kr. eða á ári kr: 2.160.000. Hann kemst í nýja vinnu og hækkar kaupið uppí 320.000 kr. eða á ári kr: 3.840.000. Hún heldur sinni vinnu en fær auka vinnu sem gefur 80.000 kr. eða á ári kr: 960.000. Hennar aðaltekjur 201.377 kr. eða á ári kr: 2.416.524. Þannig að með þessum breytingum ná þau að koma tekjum sínum í kr / ár: 7.216.524 Og lækka útgjöldin vegna hagstæðari leigu, niður í kr/ár: 7.154.028 Sem gefur þeim því mismun uppá kr/ár: 62.496 Þennan mismun hafa þau ákveðið að leggja til hliðar til íbúðakaupa þegar þau hafa náð þessum 5 milljónum sem þarf að eiga til að geta keypt 30 milljóna króna húsnæði. Þetta þýðir í raun að það tekur þau um 80 ár að spara fyrir þessari útborgun, miðað við að húsnæðisverðið hækki ekki. Þá hlýt ég að spyrja: Hvað er það sem er að valda hækkun á húsnæðisverði þegar borðleggjandi er að fáir hafa í raun getu til að kaupa húsnæði eins og staðan er í dag? Eru það húsnæðisleigufélög sem eru að kaupa þessar íbúðir til endurleigu? Ef þetta er raunin, að það þurfi 5 milljónir kr. í eigið fé til að geta keypt 30 milljóna króna íbúð, af hverju eru þá ekki launin hærri? Hvernig stendur á því að þetta bil er svona langt, þ.e. milli tekna og íbúðarverðs? Ég get því miður ekki dregið aðra ályktun af þessu hér að ofan, en að húsnæðisverð sé í dag algert rugl! p.s Athugið að frá launum dreg ég eingöngu skatt 37% af heildartekjum mínus 52.000 kr. persónuafslátt. p.s.s. Ef þau hefðu nú verið varkárari í bólinu og ættu aðeins 2 börn, tæki það þau ekki nema 9 ár að safna fyrir útborguninni :) - að því gefnu að þau eignist ekki fleiri börn á þeim tíma. Heimilda var aflað á netinu á vefunum: ums.is, sgs.is, mbl.is húsnæði til leigu, og bilasolur.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það var í fréttum á dögunum að til þess að fólk geti keypt íbúð sem kostar 30 milljónir, þurfi viðkomandi að eiga a.m.k. 5 milljónir í eigið fé. Í kjölfar þess, og frétta um að framundan sé um 23% hækkun á húsnæðisverði næstu 3 ár, og að Starfsgreinasambandið setti fram kröfu um að lágmarkslaun verði 300 þúsund kr. á mánuði, ákvað ég ( þó að ég sé ekki hagfræðingur eða reiknimeistari ) að setja upp dæmi, sem kannski er raunhæft og kannski ekki, um 5 manna fjölskyldu sem hefur áhuga á því að kaupa sér húsnæði. Forsendurnar sem ég gef mér eru þessar: Þetta er 5 manna fjölskylda, gift hjón með 3 börn. Hjónin eru 27 ára gömul, hún vinnur hjá ríkinu og hann á almennum vinnumarkaði. Konan er ekki með neina yfirvinnu, fær laun samkvæmt kjarasamningi Starfsgreinasambandsins og ríkisins og er í launaflokki 27, þrepi 4 og fær því heildarlaun kr: 335.502 eða kr: 201.377 eftir skatt (37%). Ég dreg ekki frá í kaupinu aðrar greiðslur, svo sem lífeyrissjóð eða stéttarfélagsgjald. Maðurinn er 27 ára almennur verkamaður og þiggur laun samkvæmt kjarasamningi við starfsgreinasambandið og er í launaflokki 24 eftir 7 ára vinnu, fær 253.709 í mánaðarlaun + tveggja tíma yfirvinnu á dag. Það gerir 105.390 kr., alls 359.099 kr. Þau eru í leiguíbúð á fjórðu hæð í blokk á Meistaravöllum og greiða fyrir hana 225.000 kr. á mánuði. Fyrir skemmstu endurnýjuðu þau bílinn og keyptu Chevrolet Captiva 2008 árgerð og greiddu fyrir hana kr 2.400.000 kr., hvar þau tóku lán fyrir 80% ( 1.900.000 ) greiðslunnar til 5 ára og er mánaðarleg afborgun því um það bil 35.000 kr. 20% greiðslunnar voru þau búin að ná að spara uppí útborgun í íbúð, en urðu að nota smá af þeirri summu í þessi bílakaup. Þau eiga í dag á sparibók, 1.100.000 sem þau eru búin að ná að spara á síðustu 8 árum, síðan þau stofnuðu til fjölskyldu. Hvorugt þeirra hjóna greiðir eða þiggur meðlag í þessu dæmi. Samkvæmt framfærsluviðmiði umboðsmanns skuldara þurfa þau 346.169 kr. á mánuði til aðframfleyta þessari 5 manna fjölskyldu. Þau eru ekki með of mikið fé handa á milli og fara ekki í sumarfrí til útlanda, en taka bústað á leigu eina viku á ári og hafa náð að lágmarka kostnað við 5 vikna sumarfrí niður í 180.000 kr., þar með talið ferðalög, gisting og afþreying. Þá reikna ég einnig inn í dæmið að þau geri ráð fyrir a.m.k. 20.000 kr. í óvænt útgjöld í hverjum mánuði. Þá lítur þetta svona út: Laun hans kr: 276.442 á ári kr: 3.317.304 Laun hennar kr: 201.377 á ári kr: 2.416.524 Alls laun: á ári kr: 5.733.828Útgjöldin eru þá svona: Húsaleiga kr: 225.000 á ári kr: 2.700.000 Framfærsla kr: 346.169 á ári kr: 4.154.028 Afborgun af bíl kr: 35.000 á ári kr: 420.000 Sumarfríið kr: 15.000 á ári kr: 180.000 Ófyrirséð útgjöld kr: 20.000 á ári kr: 240.000 Alls útgjöld því á ári kr: 7.694.028 Eða tap á rekstri heimilisins um kr: -1.960.200 Þá sjáum við í hendi okkar að þetta gengur ekki upp. Þau verða að afla hærri tekna til að ná að gera upp dæmið. Þau ákveða að gera eftirfarandi breytingar: Finna ódýrara húsnæði, svipuð stærð í m2 en leigan 180.000 kr. eða á ári kr: 2.160.000. Hann kemst í nýja vinnu og hækkar kaupið uppí 320.000 kr. eða á ári kr: 3.840.000. Hún heldur sinni vinnu en fær auka vinnu sem gefur 80.000 kr. eða á ári kr: 960.000. Hennar aðaltekjur 201.377 kr. eða á ári kr: 2.416.524. Þannig að með þessum breytingum ná þau að koma tekjum sínum í kr / ár: 7.216.524 Og lækka útgjöldin vegna hagstæðari leigu, niður í kr/ár: 7.154.028 Sem gefur þeim því mismun uppá kr/ár: 62.496 Þennan mismun hafa þau ákveðið að leggja til hliðar til íbúðakaupa þegar þau hafa náð þessum 5 milljónum sem þarf að eiga til að geta keypt 30 milljóna króna húsnæði. Þetta þýðir í raun að það tekur þau um 80 ár að spara fyrir þessari útborgun, miðað við að húsnæðisverðið hækki ekki. Þá hlýt ég að spyrja: Hvað er það sem er að valda hækkun á húsnæðisverði þegar borðleggjandi er að fáir hafa í raun getu til að kaupa húsnæði eins og staðan er í dag? Eru það húsnæðisleigufélög sem eru að kaupa þessar íbúðir til endurleigu? Ef þetta er raunin, að það þurfi 5 milljónir kr. í eigið fé til að geta keypt 30 milljóna króna íbúð, af hverju eru þá ekki launin hærri? Hvernig stendur á því að þetta bil er svona langt, þ.e. milli tekna og íbúðarverðs? Ég get því miður ekki dregið aðra ályktun af þessu hér að ofan, en að húsnæðisverð sé í dag algert rugl! p.s Athugið að frá launum dreg ég eingöngu skatt 37% af heildartekjum mínus 52.000 kr. persónuafslátt. p.s.s. Ef þau hefðu nú verið varkárari í bólinu og ættu aðeins 2 börn, tæki það þau ekki nema 9 ár að safna fyrir útborguninni :) - að því gefnu að þau eignist ekki fleiri börn á þeim tíma. Heimilda var aflað á netinu á vefunum: ums.is, sgs.is, mbl.is húsnæði til leigu, og bilasolur.is.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun