Handbolti

Alexander Örn ældi blóði í Höllinni

Tómas Þór Þórðarson í Laugardalshöll skrifar
Alexander Örn Júlíusson.
Alexander Örn Júlíusson. Vísir/Ernir
Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, er eitthvað tæpur fyrir leikinn gegn FH í undanúrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta sem hefst klukkan 17.15.

Alexander var mættur í rólega upphitun með Valsliðinu klukkutíma fyrir leik, en þurfti skyndilega að fara út að hliðarlínu þar sem hann kastaði upp.

Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, tók eftir því að blóð var í pollinum sem Alexander skildi eftir sig. Hann og Jón Kristjánsson ræddu stuttlega við Aleander áður en hann stóð á fætur og fylgdi Valsliðinu til búningsklefa með öðrum leikmönnum liðsins.

"Já, takk. Hver er með svona stóran maga," spurði húsvörðurinn í Laugardalshöllinni hress og kátur þegar hann mætti til að þrífa pollinn.

En Alexander er harðjaxl eins og Júlíus Jónassonar faðir sinn og mætti því aftur í upphitun með Valsliðinu. Leikurinn hefst klukkan 17.15 og er í beinni textalýsingu hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×