Þriðji hver krakki í Stykkishólmi liggur í flensu Jakob Bjarnar skrifar 23. febrúar 2015 10:50 Flensan er að ná hámarki og íbúar Stykkishólms hafa ekki farið varhluta af veikindunum. Flensa herjar nú á landsmenn og virðist vera að ná hámarki. Gunnar Svanlaugsson er skólastjóri grunnskólans í Stykkishólmi og nemendur hans hafa ekki farið varhluta af veikindunum. Einn þriðji nemenda í Grunnskóla Stykkishólms liggur nú í flensu, sem vissulega setur sitt mark á starf skólans. Heilbrigðisráðherra hefur velt upp þeim möguleika að skylda beri börn til bólusetningar. Er þetta eitthvað sem komið hefur til tals innan vébanda gunnskólans í Stykkishólmi? „Það hefur bara verið rætt en ekki með formlegum hætti hvort sprauta beri nemendur. Við erum náttúrlega með starfandi skólahjúkrunarkonu sem heldur utan um þessi verkefni öll. Við eldri, okkur stendur til boða bólusetning, en þetta hefur líka lagt fullorðna fólkið. En, eins og staðan er núna eru 45 til 50 manns heima.“ Ekki hefur komið til þess að fella hafi þurft niður kennslu. „Neinei, þetta leggst nokkuð jafnt á aldurhópana. Reyndar hefur, eins og í síðustu viku, þyngst á yngstu krökkunum. Af 24 nemendum í 1. bekk, til dæmis, þá voru 8 eða 9 nemendur mættir. En, við fellum ekkert úr. Við kennum á fullu. Að sjálfsögðu,“ segir Gunnar skólastjóri á Stykkishólmi. Miðannarpróf standa núna yfir og ljóst að annað námsmat þarf að liggja til grundvallar og sjúkrapróf blasa við eldri nemendum. Landlæknir hefur látið í ljós áhyggjur hversu mjög fjölgar í hópi þeirra sem ekki eru bólusettir. Í vikunni var birt svar Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi þar sem fram kemur að á bilinu fimm til tólf prósent barna hér á landi eru ekki bólusett. Ráðherrann segir að vel sé fylgst með þróun mála. Bólusetningar Tengdar fréttir Tólf prósent barna óbólusett: „Þetta er bara fákunnátta“ Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. 21. febrúar 2015 19:15 Vill ekki bólusetja börnin sín Þriggja barna móðir segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar. 20. febrúar 2015 19:36 Rætt um að krefjast bólusetningar hjá skólabörnum Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef foreldrum heldur áfram að fækka sem bólusetja börn sín. 22. febrúar 2015 19:06 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Flensa herjar nú á landsmenn og virðist vera að ná hámarki. Gunnar Svanlaugsson er skólastjóri grunnskólans í Stykkishólmi og nemendur hans hafa ekki farið varhluta af veikindunum. Einn þriðji nemenda í Grunnskóla Stykkishólms liggur nú í flensu, sem vissulega setur sitt mark á starf skólans. Heilbrigðisráðherra hefur velt upp þeim möguleika að skylda beri börn til bólusetningar. Er þetta eitthvað sem komið hefur til tals innan vébanda gunnskólans í Stykkishólmi? „Það hefur bara verið rætt en ekki með formlegum hætti hvort sprauta beri nemendur. Við erum náttúrlega með starfandi skólahjúkrunarkonu sem heldur utan um þessi verkefni öll. Við eldri, okkur stendur til boða bólusetning, en þetta hefur líka lagt fullorðna fólkið. En, eins og staðan er núna eru 45 til 50 manns heima.“ Ekki hefur komið til þess að fella hafi þurft niður kennslu. „Neinei, þetta leggst nokkuð jafnt á aldurhópana. Reyndar hefur, eins og í síðustu viku, þyngst á yngstu krökkunum. Af 24 nemendum í 1. bekk, til dæmis, þá voru 8 eða 9 nemendur mættir. En, við fellum ekkert úr. Við kennum á fullu. Að sjálfsögðu,“ segir Gunnar skólastjóri á Stykkishólmi. Miðannarpróf standa núna yfir og ljóst að annað námsmat þarf að liggja til grundvallar og sjúkrapróf blasa við eldri nemendum. Landlæknir hefur látið í ljós áhyggjur hversu mjög fjölgar í hópi þeirra sem ekki eru bólusettir. Í vikunni var birt svar Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi þar sem fram kemur að á bilinu fimm til tólf prósent barna hér á landi eru ekki bólusett. Ráðherrann segir að vel sé fylgst með þróun mála.
Bólusetningar Tengdar fréttir Tólf prósent barna óbólusett: „Þetta er bara fákunnátta“ Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. 21. febrúar 2015 19:15 Vill ekki bólusetja börnin sín Þriggja barna móðir segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar. 20. febrúar 2015 19:36 Rætt um að krefjast bólusetningar hjá skólabörnum Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef foreldrum heldur áfram að fækka sem bólusetja börn sín. 22. febrúar 2015 19:06 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Tólf prósent barna óbólusett: „Þetta er bara fákunnátta“ Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. 21. febrúar 2015 19:15
Vill ekki bólusetja börnin sín Þriggja barna móðir segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar. 20. febrúar 2015 19:36
Rætt um að krefjast bólusetningar hjá skólabörnum Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef foreldrum heldur áfram að fækka sem bólusetja börn sín. 22. febrúar 2015 19:06